Neisti - 01.05.1964, Side 5
mála f dag gengur stefna de Gaulle
\ berhögg við stefnu " stóra bróður "
f Washington og þá um leið A-Banda-
lagsins.sem hinn siðamefndi ræður
lögum og lofum f.
Hér verður ekki fjallað nema um
fáéinar ástæður þessa alvarlega á-
greinings, sem eru af margvislegu
tagi. Einkum verður staldrað við þær,
sem snúa að viðurkenningu Frakklands
á Kmastjóm og mestu fjaðrafoki
hafa valdið upp á síðkastið.
Fyrsta atriðið, sem nauðsynlegt
er að glöggva sig á er almenns eðlis,
þ. e. að tfmi hirrna tveggja heilsteyptu
heimsblokka sem voru burðarásar
kalda striðsins, er löngu liðinn. Þetta
liggur f augum uppi, bæði að þvf er
tekur til hins sósíalfska og hins kapí-
talíska heimshluta. Fyrir einum tíu
árum hefði deilan milli Peking og
Moskvu verið jafn óhugsandi og andóf
de Gaulle gegn stjóminni f Washing-
ton. Annars flokks stórveldi hvors
hlutans um sig voru þá svo vanmáttug
efnahgslega, að þau höfðu engin tök á
að standa verulega upp f hárinu á hin-
um tveim stóm, Bandaríkjunum og
Sovétríkjunum, auk þess sem allt and-
rúmsloft alþjóðastjórnmála mælti ein-
dregið gegn innbyrðis ýfingum. Hvað
efnahagshlið málsins snertir nægir
að gera sér grein fyrir þvf, að hlutur
Bandaríkjanna í heildarframleiðslu
auðvaldsheimsins hefur minnkað úr
ca. 50 %niður f ca. 30% á síðustu 15
árum.
Viðskiptaörðugleikar þeirra á sfðustu
árum undirstrika einnig þessa þróvm.
Með þessu er auðvitað ekki sagt
að leggja beri innbyrðis ágreining
beggja heimskerfanna að jöfnu.telja
hann sama eðlis f báðum tilvikum,
eins og sumir vestrænir blaðamenn
hafa haft tilhneigingu til. Vissulega
er auðvelt að benda á hliðstæður,
sem marka stefnu Frakklands og
Kma gagnvart hinum " tveim stóru ":
viðleitni beggja til að búa heri sína
og þarafleiðandi andstaða þeirra
gegn Moskvusamkomulaginu um bann
við tilraunum með kjamorkuvopn,
andstæða sem réttlætt er með þvf að
hinir stóru neiti að láta þeim f té
nauðsynlegar upplýsingar varðandi
smfði þessara vopna. Einnig má
nefna sameiginlega andstöðu beggja
gegn hinni herskáu stefnu Bandaríkj-
anna f SA-Asíu o. s.frv. En þessar
hliðstæður má fyrst og fremst rekja
til sameiginlegrar stöðu Kfna og
Frakklands sem annars flokks stór-
velda. Hagsmunir beggja rekast að
sumu leyti á hagsmuni hinna "yfrum
stóru ". Bak við þessar yíirborðs-
hliðstæður liggja djúpstæðar andstæð-
ur - þær sem skilja á milli auðmagn-
sins og byltingarinnar.
Það væru þvf miklar ýkjur að
tala um " öxulinn Parfs-Peldng"
eftir gagnkvæma viðurkenningu rfkis-
stjóma þessara landa. Viðurkenning
de Gaulle á Kíhastjórn er fyrst og
fremst taktfsk ákvörðun, svo sem
margar aðrar stjómarathafnir hans.
De Gaulle er mesti refur nútfmastjórn
mála, hann teflir peðum sfnum fram
á skákborðinu að klassfskum hætti
líkt og Richilieu og Bismark á sfnum
tfma. Viðurkenning hans á Peking-
stjóminni er augljóst dæmi um tæki-
færisstefnu hans, þeir sem fylgzt
hafa með blaðamannastefnu hans
minnast þess, að fyrir tveimur ár-
um veifaði hann framan f Vesturlönd
" gulu hættunni " sem hann kvað
þeim stafa hin mesta ógn af. Þess
ber að gæta að þá var friður ósam-
inn í Alsír, og samband náið milli
FLN ( Frelsishreyfingarinnar ) og
Pekingstjórnar, sem mun hafa boðið
að efla baráttuna með sendingu sjálf-
boðaliða. Nú er hins vegar svo kom-
ið, að þessi sama stjóm ógnar hvergi
.beinlínis franskri yfirdrottnum og __
þvf mælir ekkert á móti því, frá sjón-
armiði hershöfðingjans, að veita
henni fulla aðild að samkór þjóðanna.
m
Og það því fremur sem Kma er
land óþrjótandi markaða, sem franska
auðmagnið hefur augastað á. Það
væri f sannleika sagt afar hæpin sagn-
fræði að skrifa viðurkenningu Frakka
á Pekingstjóminni einungis á reikn-
ing de Gaulle persónulega. Menn hafa
veitt þvf athygli eftir á, að á undan
henni fór sendinefnd franskra iðju-
hölda í heimsókn austur til Kíha.
Það gerðist á s.l.hausti. Ekki segir
af erindislokum, en eftir þetta þarf
varla nokkrum að koma á óvart þó
viðskiptasamningur yrði gerður milli
landanna.
Hér er ef til vill komið að kjarna
ágreiningsins milli Parfsar og Wash-
ington, sem mönnum verður svo tíð-
rætt um. Hann er óefað að miklu leyti
efnahagslega eðlis, spegilmynd af á-
rekstrum, tveggja heimsvaldastefna.
Franski nýkólónfalisminn er í gagn-
sókn, um það er engum blöðum að
fletta, eftir áratuga undanhald fyrir
bandarískri ágengni. Á öllum áhrifa-
svæðum sínum fyrir utan Afríku, f
SA-Asíu og f löndunum fyrir botni
Miðjarðarhafs, hefur hann horft uppá
bandarfskt auðmagn taka sæti það,
sem hann skipaði um langan aldur.
Dæmi S-Víetnam gefur gleggsta mynd
af þessum sætaskiptum. Eða hvaða
ástæðu hefðu franskir kapítalistar til
að spilla mannorði sfnu meir en orð-
ið er með þvf að ljá blóðugu ofbeldi
Bandaríkjamanna í VÍetnam stuðning,
hinum sömu Kónum og settust að kötl-
unum, sem þeir neyddust til að yfir-
gefa eftir ljótan leik árið 1954.Miklu
ábatasamara frá þeirra bæjardyrum
séð hlýtur að vera f þessu tilviki að
styðja málstað hlutleysisins sem lík-
legt er til að veita erlendu auðmagni
jafna möguleika til umsvifa. Hafi
stefna frönsku stjómarinnar átt vax-
andi fylgi að fagna að undanfórnu með
hinum hlutlausu þjóðum, þá felst skýr-
ingin aðallega í þvf að franski nýkólón-
falisminn hefur hag af því að styðja
málstað þeirra gegn yfirgangi Banda-
■ ríkjamanna. Undantekning frá þessari
reglu er að sjálfsögðu fyrrverandi ný-
lendur Frakka f Afríku þar sem þeir
hafa vfðast hvar varðveitt drottnunar-
aðstöðu sfna efnahagslega séð.
Með hliðsjón af framansögðu
væri villandi að ýkja margnefndan á-
greining milli þessara " bandamanna "
okkar í Nató ( eins og Kfnverjum virð-
ist hætta til) og taka hann fyrir annað
en hann er: árekstra tveggja imperfa-
lisma. Hitt er svo annað mál, að hann
getur verkað jákvætt á þróun heims-
mála f friðarátt með því að draga úr
stríðsmóði hernaðarbandalagsins og
efla gengi hlutleysisstefnunnar. Á
hinu leitinu er svo hættan á fjölgun
þeirra landa sem hafa yfir kjarnorku-
vopnum að ráða, en lfta má á hana
sem beina afleiðingu af þeim ágrein-
ingi sem hér hefur verið gerður að
umtalsefni.
Párfs, í marz 1964.
5