Neisti - 01.12.1965, Page 2
Jólin komu og fóru
og þaö var sorg
undurmild, undur hljóð
1 riddarans frægu borg
- mjöll hneig mjúk sem dúnn
á marmaratorg.
Enn fara í hönd jól, hin forna ljóshátíð okkar Islendinga, kristnir
menn nefna friðarhátíð. En kristnir hafa löngum tekið lítið mark á sínum
eigin kenningum. Sjaldan hefur hinn kristni heimur lifað friðarjól og á
þessum jólum, 1965, beitir svokölluð kristin þjóð öllum svívirðilegustu
aðferðum nútíma stríðstækni við að myrða fólk, ungt sem gamalt. sjúkt
sem heilbrigt, fólk lítillar þjóðar, sem hefur það eitt til saka unnið að
vilja lifa mannsæmandi lífi. Islenzka kirkjan er að vonum stolt yfir kross-
riddurum sinum, hinum bandarísku villimönnum. Sú furðustofnun sér það
brýnast verkefni í dag, að deila um erfðasyndina, bannfæra menn í mið-
aldastíl, fyrir trúvillu.
Hversu langt er hægt að sökkva íslenzkri þjóð niður í sinnuleysi og
andlegan vesaldóm ? Ekki hefur fyrr tekizt, með átökum fjölda beztu
manna, að hrífa hana uppúr niðurlægingu margra alda til nokkurs mann-
dóms og stolts, en tekið er markvisst til við að forheimska hana á ný.
Hendingarnar hér að ofan eru teknar úr hinu stórkostlega kvæði
Jóhannesar úr Kötlum, Sóleyjarkvæði. Þetta mesta skáld íslenzkt um
langt bil, nístir sorgin yfir svívirðunni, hernáminu og þeim svikum, sem
framin voru f bess þágu og sem beitt er á æ ósvífnari hátt ár frá ári.
Það eru örlög þessarar þjóðar, að þetta ljúfsára og þó hárbeitta ljóð
kallar ekki síður á okkur í dag en iyrir 14 árum, þegar það var ort.
En erum við ekki að rumska ?
Síðastliðið vor var Sóleyjarkvæði vakið upp af þyrnirósarsvefni 13
ára af þeim sérstæða listamanni Pétri Pálssyni, og hljómaði stórum hóp
íslenzkrar æsku, nýtt og ferskt sem aldrei fyrr. Ef til vill var það
táknið. Ungir menn eru að vakna til meðvitundar um, að það sem gildir
er að þora, það er lausnin. Glæsileg menningarvika og áhrifamikil
Keflavfkurganga Hernámsandsta^ðinga f vor, aukin áhrif róttækra hug-
mynda á unga rithöfunda og skáld. 1. desember er nú í fyrsta sinn um
árabil, ekki notaður til að svívirða málstað sjálfstæðis og alls þess, er
íslenzkt er. Allt þetta gefur ótvírætt til kynna, að viðhorf séu að breytast
okkur vinstri mönnum og alvöru- Islendingum í hag.
Þess er nú skammt að bíða, að við, ungir sósíalistar, réttum úr
okkur og segjum fullum hálsi það, sem við höfum of lengi hvíslað : Is-
lendingum er ekkert nógu gott, utan sósíalismi og hlutleysi. - Það er
sem sé staðreynd, að okkur sósfalista er ekki hægt að drepa, ekki einu
sinni drepa úr okkur kjarkinn nema stuttan tíma í einu. Við rísum
alltaf upp aftur.
Beri íslenzkir vinstri menn gæfu til, á þessum vetri, að leysa skipu-
lagsmál sín og þjappa sér saman til baráttu, mun þeim takast að snúa
vörn upp í þá sókn, sem ekki verður lát á fyrr en sigur vinnst.
Gleðilega hátíð.