Neisti - 01.12.1965, Page 3

Neisti - 01.12.1965, Page 3
■ 7 m Neisti hafði samband viðsex félaga, óg bað þá að svara eftirgreindum spurningum: 1 Hvemig telur þú að skipuleggja beri Sósíalistaflokkinn og Alþýðubandalagið ? Telur þú, að Æskulýðsfylkingin eigi að tengjast flokknum nán- ari böndum, t. d. með því að kjósa fulltrúa í miðstjóm hans? Hvað álítur þú höfuðverkefni íslenzkra sósíalista í náinni fram- tíð? HELGI GUÐMUNDSSON, iðnnemi REYKJAVÍK. AF ÍSLENZKII WÚÐ FÉLAGI Höfuðverkefni íslenzkra sósfalista 1 náinni framtfð er, að mfnu áliti, að endurskipuleggja sinn flokk, og ná þeim kjósendafjölda, sem nauðsynlegur er, til þess að hægt sé að vinna að framkvæmd þeirra verkefna, sem flokksins bfða f fjarlægari framtfð. Þá er að lfta á það, hvað hægt er að gera til að ná þessum mark- miðum, og hvaða vinnubrögðum á að beita. Ég ætla að sjálfsögðu ekki að ræða skipulagn- ingu flokksins undir þessari spurningu, en um sfðara atriðið gegnir öðru máli. Það mun hægara sagt en gert að hefja flokk- inn upp úr þeimöldudal, sem hann er fhjá kjósendum uin þessar mundi. Hvað veldur þvf, að svo er komið? Þvf er fljótsvarað. Flokksmenn gengu ekki heils hugar til baráttunnar f sfðustu kosning- um. Hið svokallaða vinstra samstarf við þá þjóðvarnarmenn bar ekki tilætlaðan árang- ur svo sem kunnugt er, og fyrir bragðið stóð flokkurinn enn verr að vfgi innbyrðis að þeim loknum. • Það er mjög eðlilegt, og raunar óhjákvæmi- _ legt, að mismunandi sjónarmið, komi fram innan flokks, sem hefur svo róttæka stefnu- skrá sem Sósfalistaflokkurinn. Þetta má skýra með þvf, að innan flokksins eru f rauninni tvær kynslóðir. Annarsvegar hinir eldri flokks- menn, sem kynntust vesöld kreppuáranna og mótuðust af þeirri baráttu, sem þá var háð. Hins vegar eru hinir yngri, sem hafa ekki kynnst öðru en velmegun eftirstrfðsáranna allt fram á þennan dag. Það þarf að samræma sjónarmi&þessara óliltu hópa. Hinir eldri verða að láta sér skiljast, að það er höfuðnauðsyn fyrir flokkinn, ef hann á að ná nokkru fjöldafylgi, að laga sig að breyttum aðstæðum, og beita nýtfzkulegri baráttuaðferðum. Til þess, að svo megi verða, þurfa að koma fram á sjónarsviðið ungir menn, boðberar hins nýja tfma. Og þeir yngri verða að kunna að meta og nota þá miklu reynslu og þekkingu, sem eldri flokksmenn hafa, flokkn- um til framdráttar. Ef við eigum að fá fólk til að kjósa okkar fulltrúa á þing eða f bæjar- stjórnir, þá dugir ekki að tefla fram einhverj- um misheppnuðum vinstrimönnum á borð við þjóðvarnarmenn, f óþökk flestra flokksmanna Sósfalistaflokksins. Baráttan við íhald og Fram- sókn (ég sé ekki ástæðu til að telja litla bitl- inginn með), verður ekki byggð upp með hálf- volgum framsóknat- og íhaldsmönnum. Mun- urinn á Þjóðvörn annars vegar og Framsókn og íhaldi hinsvegar er ekki nokkur gagnvart okkur sósfalistum, það má marka af skrifum "Frjálsr- ar þjóðar” á þessu kjörtfmabili. Sem sagt. Höfuðverkefni fslenzkra sósfalista f náinni framtfð er að skipuleggja baráttuna og flokkinn. Tefla fram ungum mönnum, sem hafa lagað sig að hinum nýj« tfma. 2 Þessari spurningu er að mfnu viti fljótsvarað. Sósfalistaflokkurinn á að eiga aðild að Alþýðu- bandalaginu, sem ber að skipuleggja sem heildarstjórnmálasamtök vinstri manna. Stefnu- skrá bandalagsins á að vera þannig úr garði gerð, að sem flestir vinstri menn geti sætt sig við hana og stutt, án þess að þurfa að ótt- ast hina frægu kommúnistagrýlu. En stefnu- iskráin ein dugar ekki, Verkin sýna merkin. (Það þarf að efna þau kosningaloforð, sem gef- in eru fyrir kosningar, ef Alþýðubandalagið kemst f stjórn. 3 iAð sjálfsögðu á Æskulýðsfylkingin að tengjast iflokknum nánari böndum. Tel ég það f sjálfu isér ekkert spursmál, að Æ. F. fái fulltrúa f miðstjórninni. Fylkingarfélagar eru þeir, sem taka við. Þeir eiea þvf að fá að hafa áhrif á gang mála innan'miðstjórnarinnar.

x

Neisti

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.