Neisti - 01.12.1965, Qupperneq 10
JÖHANN
PALL
Arnason
BðSKAP
Þessi grein átti að birtast í maí-
blaði í vor, en vegna þess hvemig
stóð á umbroti blaðsins, varð að
kippa henni út á síðustu stundu.
Biðjum við greinarhöfund
velvirðingar á því.
Öhe»pilegast var,
að grein Jóhanns átti að standa með
yfirlitsgrein Guðmundar Agústssona
hagfræðings, sem birtist ísiðasta
blaði. Hug mynd ritnefndar var sú,
að menn gætu lesið greinarnar
saman, því þær skýra hvor aðra
á margan veg.
Það merkasta. sem borið hefur til tiðinda f
Tékkóslóvakiu upp á sfðkastið, er ugglaust
sú ákvörðun stjórnar og flokksforystu að taka
upp nýtt kerfi áætlunarbúskapar. Eingumþarf
reyndar að koma þessi breyting á óvart, ástand
efnahagsmálanna var orðið slíkt, að þörf var
róttækra ráðstafana - og reyndar miklu fyrr,
ef vel hefði verið. Tékkóslóvakfa fór aldrei
varhluta af þeim erfiðleikum á sviði landbún-
aðarins, sem flest sósfalfsk lönd hafa átt við
að strfða, en við það bættist á sfðari árum
( einkanlega ffá og með árinu 1960, en þá
hófst framkvæmd þriðju fimm ára áætlunar-
innar, sem numin var úr gildi f árslok 1962,
þegar sýnt var, að hún yrði með engu móti
uppfyllt) sfminnkandi vaxtarhraði iðnaðar-
framleiðsl-unnar, og árið 1963 minnkaði hún
jafnvel um 1/2% skv. opinberum hagskýrsl-
um. S. 1. ár óx hún skv. bráðabirgðaskýrslum
um 3 1/2% en það getur varla talizt glæsi-
legur árangur af sósfalfskum áætlunarbúskap.
- Viss hneigð til stöðnunar virðist að vfsu
'hafa gert vart við sig sfðustu árin f flestum
Austur-Evrópulöndum ( helzta undantekning-
in er Rúmenfa ), en hvergi mun hún hafa
gengið eins langt f og Tékkóslóvakfu. Alvar-
legust af öllu er þó tæknileg- stöðnun iðn-
aðarins hin sfðustu ár.
Það var frá upphafi ljóst, að orsakir þessara
erfiðleika lágu ekki f utanaðkomandi eða
tfmabundnum truflunum, heldur hlutu þær
að eiga sér djúpar rætur f ríkjandi áætlunar-
kerfi. Eina ráðið gegn þeim var þvf róttæk
nýbreytni, sem óhjákvæmilega hlaut að rista
miklu dýpra en allar umbætur hingað til
( eins og t.d. endurskipulagningin 1958, sem
f raun þýddi aðeins dreifingu skriffinnskuveld-
isins og virðist varla hafa borið nokkurn já-
kvæðan árangur .) Umræður um það, hvaða
leið skyldi velja, fóru mestan part fram bak
við tjöldin, annars vegar f æðstu stofnunum
flokksins, hins vegar meðal hagfræðinga, en
fremur lftið af þeim kom fyrir almennings-
sjónir - gegn þvf stóðu enn þá fdeólógfskir
fordómar.
Nú hafa grundvallaratriðin f hinu nýja kerfi
verið gerð heyrum kunn og fengið fullkomna
opinbera staðfestingu með miðstjórnarsam-
þykkt frá 30. janúar sfðastliðnum ; þó hefur
enn ekkert verið ákveðið um nánari fram-
kvæmdaratriði og er f áðurnefndri samþykkt
gert ráð fyrir að til þess verði varið ölluþessu
ári og kerfið komi sfðan til fullrar fram-
kvæmdar frá og með næsta ári, en áður á að
gera tilraunir með það f smærri stíl.
Grundvallarbreytingin verður fólgin f þvf, að
þar sem hingað til hefur verið reynt að stjórna
þjóðarbúskapnum f öllum atriðum, stórum
sem smáum, með beinum tilskipunum ofan
frá, þannig að sjálfræði einstakra fyrirtækja
og athafnafrelsi hefur verið hverfandi lftið,
munu ríkistilskipanir eftirleiðis aðeins marka
höfuðdrættina f efnahagsþróuninni, en innan
þess ramma fá einstök fyrirtæki og samsteyp-
ur fyrirtækja ( slíkum samsteypum mun nú að
öllum líkindum fara mjög fjölgandi) miklu
vfðara athafnasvið en áður. Hagsmuni þjóð-
NBSIT
NÝBREYTNI
í TEKKNESKUM
ÁÆTLUNAR