Neisti - 01.12.1965, Side 14

Neisti - 01.12.1965, Side 14
NBSIT Losja fór út, en þeir f 150 mílum, ca 280>> km hæð. Það er mikill munur þar á. Ingrid: Við höfum heyrt, að Leonov sé list— málari. Hefur hann haft tíma til að mála upp á siðkastið? Leonof: £g er byrjaður á tveim málverkum með mótfvum úr geimnum, en hef bara ekki fengið tfma til að ljúka við þau. Útsýnið f geimnum er allt annað en á jörðu niðri, stjörn- urnar eru mjög rauðar, himinninn ljósblár. Ég ætla að sýna þrjú litalög, mjög sérkenn- ileg. Talið frá sólu eru það: rautt, óransrautt, blátt. Einnig er sólin með kórónu, uppmjóan strút, við köllum þetta sólarkoffur á rússnesku. (Leonof byrjar að teikna með marglita penna, og af þvf honum lfzt skást á Ingrid, þá fær hún myndina.) Ingrid: Nú fara geimferðir að verða það al- gengar, að sú spurning stingur upp kollinum, hvort venjulegt fólk geti, án sérstakrar þjálf- unar, farið f geimferðir sem farþegar. Beljaéf: Það eru engin sérstök vandkvæði á þvf. Til farþega myndu ekki verða gerðar miklar kröfur, kröfurnar eru strangar, þegar um er að ræða stjórnanda geimfarsins, og áhöfn. Að vfsu myndu menn þola ferðalagið misvel. sá sem ekki er sjóveikur, t. d., þol- 14 ir ferðina betur en aðrir. Hraðinn fer f 28000 km á klst., þessi hraði, og einkum þó heml- unin á leið niður, reynir á menn, einkum óæfða, en ef þeir eru ekki veilir fyrir hjarta, þá ætti allt að vera f lagi. Leonof: Norðurlandabúar eru vanir sjómenn, þeim ætti ekki að verða skotaskuld úr þvf að skreppa út f geiminn, þeir yrðu a. m. k. ekki smeykir. Gunnar: Hafið þið samband við amrfsku geimfarana? Beljaéf: Það er mest hamingjuóskir, og alm- ennar upplýsingar, sem birtast f blöðum og ritum. Við fáum engar sérupplýsingar. Leonof: Þegar Titof félagi okkar var f Band- aríkjunum, sögðu Amríkanarnir við hann: "Við skulum bjóða þér til Florida og sýna þér allt, sem þar er að sjá". Titof tók þvf vel, en sagðist ekki lofa að sýna þeim okkar stöðvar. "Okkar geimflaugar eru þær sömu og hernaðarflaugarnar, þess vegna eru þær hernaðarleyndarmál. Ef þið getið talið amrfsku ríkisstjórnina á að fallast á allsherjar afvopn- un, þá verðaengin hernaðarleyndarmál leng- ur til, og þá getið þið fengið að sjá allt hjá okkur", sagði Titof. En það er erfitt að telja ‘ amrfsku ríkisstjórninni hughvarf. Eyv.: Hvor verður fyrr til tunglsins? Beljaéf: Þvf er ekki gott að svara, það sem skiptir máli er, að það verður maður frá Jörðinni. Ingrid: Eruð þið kvæntir? ( Þeir hlæja báðir ). Leonof: Ef einhver hér er að leita að eigin- manni, þá erum við piparsveinar. - Nei annars, við erum báðir kvæntir. Ingrid: Þið eigið auðvitað börn. Beljaéf: Við eigum sfna dótturina hvor. Flestir geimfarar eiga dætur. Leonof: Bikovski er sá eini, sern a son. Og svo eiga Tereskova og Nikolajéf bara eina dóttur saman. Eyv.: Hver er skýringin á þvf, að geimfarar eiga nær eingöngu dætur? Leonof: Allir vita, að geimfarar eru mjög viljasterkir menn og geta það, sem þeir ætla sér. Eins og kunnugt er, þarf meiri viljastyrk til að eignast dóttur en son. - Við getum leiðbeint mönnum f þessum efnum, við erum sérfræðingar. ÞeirPavel Beljaéf og Aleksei Leonof báðu okkur að lokum fyrir kærar kveðjur og beztu framtfðaróskir til æskufólks á Norðurlöndum. Þeim kveðjum skila ég hér með.

x

Neisti

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.