Neisti - 01.12.1965, Page 17

Neisti - 01.12.1965, Page 17
NBSir Fortiðarleitína. " íslendingurinn t dag stendur með sinn fótinn á hvorum gjárbarmi, og þarf að varast að týnast 1 gjána. Pannig heldur jón áfram f stórum stökkum, misjafnlega vel heppnuðum. 17. kafli sting- ur t. d. að nokkru f stúf, þar verður raunveru- leikablærinn of flatur, ungusveitahjúin kynna sig með nöfnum: Dóra, Páll jónsson. Kaflinn rfs að vfsu f lokin með einni allsherjar ásta- senu manna og dýra, og kafloðni mannapinn, borgarinn, ryðst fram og hellir sér yfir "svfn- arfið". Að lokum losnar Hann, Maðurinn, úr klefanum, er dæmdur til að greiða tekjuút- svar og kirkjugarðsgjald og sfðan sleppt, und- ir eftirliti. Eins og áður segir, er bókin byggð upp af þátt- urn, mörgum snjöllum og sterkum, en sem heild er bókin laus f reipum. Væri Orgelsm- iðjan vel unnið og samfellt verk, þá hefðum við nú f höndum birurlegasta vopn sem gefizt hefur f marga áratugi, gegn "svindlinu, sljó- leikanum og meðvitundarleysinu f samtfðinni", gegn "martröðinní". Hann segist f lokin hafa skrifað "Fantasfu um martröð nútfmans", og það er rétt. En hún hefði þurft að vera heil- steyptari. En: "Ekki vantar mig yrkisefnin og munu aðrar betri koma seinna, ef lukkarj er með mér." E) \ mdur biríksson. VINASPEGILL JOHANNESAR. Jóhannes úr Kötlum er að þvf leyti merkilegt skáld að f ljóðabókum hans speglast þróun fslenzkrar braglistar sfðustu áratugina. Þar má rekja þráðinn, skynja umbrotin f tfman- um. Skáldskapur jóhannesar er einnig sterk grein á ljóðtré þessara áratuga vegna þess hve skáldið hefur lifað sig innf samfélagsvandann liverju sinni og barist f fremstu vfglfnu. Hann hefur jafnan beitt ljóðinu fþeirri baráttu, túlkað baráttuna f formi ljóðsins, verið endur- nýjunarmaður f þjóðfélagsmálum og skáldskap. Ljóð Jóhannesar úr Kötlum hljóta þvf sfðar meir að verða harla fróðlegt lesefni þeim er vilja kynna sér þróun Ijóðagerðar og þjóðfé- lagsbaráttu þennan umbrotatfma á landi hér. En Jóhannes hefur skrífað fleira en ljóð. Má þar nefna einar fimm skáldsögur og allmarg- ar barnabækur auk fjölda þýðinga. jóhannes hefur fleira gert en rita skáldskap. Hann hefur jafnframt verið mikilvirkur greinahöfundur og fyrirlesari. Ræður og ritgerðir jóhannesar fjalla helzt um skáldskap og stjórnmál.. f hvoru tveggja hefur hann verið sami óþreytandi baráttumaðurinn " Hann hefur f einu veríð varðmaður arfsins, forkólfur byltfngarinnar og auðmjúkur þjónn nýsköpunarinnar " aldrei hefur hann dottað f værðarmollu málefnasnauðrar formúlu. Ekki elzt uppfhlutlans skýin. Nú hefur Heimskringla gefið út einskonar úr- val úr greinum og íyrirlestrum jóhannesar. Er þar ýmislegt efni saman komið og nokkuð sundurleitt. Kristinn E. Andrésson hefur séð um útgáfuna og valið efnið fsamráði við höf- undinn. Ekki veit ég gjörla úr hverju hefur verið að velja, en hér munu flestar bókmennta- ritgerðir skáldsins, ýmsar afmælisgreinar, ræður og aðrar tækifærisóskir. Aftur á móti mun ekki vera nema brot af þjóðmálaskrifum hans og þá helzt erindi um þjóðfrelsisbaráttu sfðustu ára. Ég hefði kosið meira um þjóðmál og minna af afmælisóskum, en ekki má gleyma að val f svona bók er vandaverk og persónulegt. Pótt margt af efni bókarinnar hafi verið prentað áður, og flest það merkasta, er gott að eiga þetta á einum stað, þvf margt er athugavert og þarft f þessari bók. Þvf miður hefur prófarkalestur ekki verið ræktur sem vera ber. A bls. 209 er m.a. vitnað f Ijóðakorn eftir undirritaðan, f erindi sem Jó- hannes flutti f Háskóla íslands, þar er ranglega farið með þrjár ljóðlfnur af þeim fimm sem til- færðar eru. Þótt þetta kallist vfst ekki stórt at- riði, finnst mér það talsverður ljóður á læsilegri bók. Þá finnst mér leitt að þurfa að fletta uppf efnisskrá, f hvert sinn er ég byrja á nýrri grein eða kvæðiskorni. Jón frá Pálmholti MINKARNIR. Minkarnir (leikrit f 10 myndum, Helgafell) eru þriðja leikrit sem birtist á prenti eftir Erling E. Halldórsson. f listilega vel gerðu verki sýnir höfundur okkur spegilmynd af stöðu okkar fflaumi tortfmandi áhrifa morðgróða og ofbeldisheiinskunar. Þessi ömurlega mynd er færð fram til rökréttra endiloka og verður nöturleg spá f lokaatriði þar sem andstæðingar minkanna hverfa fyrir þeim sem heimta meiri mink og hylla Forseta sameinaðsþings stfga á skipsfjöl erlends stór- veldis. Sama niðnrstaða sigur dauðans er sett fram á stórbrotinn hátt er LísDet hverfur með syni sfn- um niður f kjarnorkubyrgið, þvfsprengjan ger- ir ekki boð á undan sér. Aður en þau hverfa segir Kelli sonur hennar: "En við verðum f öryggi." Lfsbet: Alveg fullkomnu. Kelli: Fyrir vindinum, stjörnunum.... Lfsbet: Fyrir mönnonum. Höfundi er sú list vei lagin að skapa persónur úr örlitlu efni f orðum þeirra og athöfnum. Smæstu aukapersónur hans eru sprellifandi og enginn kemur svo fram að heildarmyndin sé ekki þar með skýrð og skyggð. Jafnframt hefur Erlingur þann megingaldur leikritasmfð- ar á valdi sfnu að hefja persónurnar f æðra veldi þannig, að þær túlka f allavega tilbrigð- um meginstefin f leikritinu, án þess að verða lúðrar höfundar eða málpfpur um leið. Þó eru tvær persónur þau Grfma og Þórður helzti illa gerðar og Þórður alltað þvf svffur f lausu lofti. Höfundur leikur sér að þvf, sem nú er móðins að kalla möguleika sviðsins, það er auðséð að hann kann sitt fag. Sums staðar virðist jafn- vel að ánægja höfundar af velgerðu verki hafi haft truflandi áhrif á heildargerð leiksins. T. d. er það gott atriði út af fyrir sig, þegar leður- jakkamenn eru að búast til að innrétta kjarn- orkubyrgið Ketilshjónanna um nótt. En það slitnar úr rökréttu samhengi þvf höfundur hef- ur ekki valið þvf réttan stað f verkinu. Höfundi eru mjög mislagðar hendur f notkun líkinga. Minkarnir eru frábærir, en er ekki út f hött að undirstrika f heilu atriði hvernig rammarnir eru festir, þar sem tákræn þýðing þess hvernig þeir sfga eftir þvf sem á leikinn lfður er aðskotahlutur f verkinu, dautt merki- til áhorfenda sem persónur leiksins eru ekki f tengslum við. Fetta mætti fingur út f eitt hvað fleira smálegt. Hitt skiptir þó meginmáli að leikritið er tvf- mælalaust hið þarfasta og ef til vill bezta leik- húsverk sem hér hefur verið skrifað. A þessum vetri er áhugafólk almennt ljómandi af lukku yfir gróskunni f fslenzkri leiklist. Við eigum okkur meira að segja hefðir: birkidóm- arinn f Ævintýrinu verður að skrolla. En eitthvað er ekki allt með felldu á þessu lukkulega listasviði, þegar leikritið Mink- arnir er aðeins á bók. Erlingur E. Halldórsson hefur unnið afrek með þvf að fella örlaga- ríkustu þætti f reynslu okkar og vanda, sem lifað höfum hernumin þjóð f 25 ár, f sérstak- lega leikrænt listaverk. Það verður talandi tákn um raunverulega stöðu fslenzkrar leik- listar nú, hve leið Minkanna verður löng upp á svið. Magnús Jónsson. 17

x

Neisti

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.