Neisti - 10.10.1978, Blaðsíða 5

Neisti - 10.10.1978, Blaðsíða 5
NEISTI lO.tbl. 1978 bls. 5 wummrn Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar Ekki er auðhlaupið að gera sér grein fyrir hvaða áhrif fyrstu efna- hagsaðgerðir „vinstri" stjórnarinnar hafa á afkomu stéttanna í þjóðfélag- inu. Kemur þar til, að hér er um margháttaðar miilifærslur að ræða, leikið er á vísitölukerfið og greinilega eru lausir endar í þessu dæmi. Það er tjaldað til einnar nætur og þess því ekki langt að bíða að hafíst verði handa um nýja „lausn á vanda útflutningsatvinnuveganna". Launin Það eru tveir hópar sem fyrst og fremst hagnast á þessum fyrstu aðgerðum, þ.e. útflutningsauðvaldið og verkafólk. Samningarnir haldast í gildi fyrir þá sem hafa laun undir 233 þús. á mánuði. Þó eru heildaráhrifin á lífskjör verkafólks nokkuð óvissari heldur en bein skoðun tímakaups og framfærsluvísitölu gefur tilefni til að ætla. Ástæðan er sú, að framfærslu- vísitalan byggist á neysluvenjum sem ekki eru einkennandi fyrir launþega- fjölskyldur í dag. Þar vantar inn í ýmsa liði, m.a. suma þá, sem fengu hækkað vörugjald. Þetta vita „mál- svarar verkalýðsins" í ríkisstjórninni mæta vel. En eitthvað varð jú að gera, ef „bjarga á útflutningsatvinnuveg- unum“ án þess þó að frelsa þá undan oki einkaeignarinnar. Hvað sem þessu líður, má þó ætla að hagur launafólks sé eitthvað betri, einkum þeirra sem höfðu dagvinnu- laun á bilinu 115-233 þúsund. Sér- staklega er hagur þess betri ef tekið er tillit til þeirra fyrirætlana sem auð- valdið hafði og hefur í kjaramálum. Útflutningsgreinarnar Tilgangurinn með þessum efna- hagsaðgerðum var að „forða stöðvun útflutningsgreinanna'*. En þegar á þær er litið, þá virðast heildaráhrifin á útílutningsgreinarnar vera furðu lítil, þegar litið er 3-4 mánuði fram í tímann. Sérstaklega á þetta við um frystihúsin. Útflutningsfyrirtækin fengu 15% gengisfellingu gagnvart dollar, þ.e. þau fá 17,6% fleiri íslenskar krónur fyrir hvern dollar sem þau flytja út fyrir. Jafnframt varð aukning launa- kostnaðar minni heldur en útlit var fyrir vegna niðurgreiðslna ríkisstjórn- arinnar, en þær þýða það að lægstu dagvinnulaun hreinlega lækka í krónum talið. Þar sem einungis er unnin dagvinna og ekki er um bónus eða ákvæði að ræða, getur því launa- kostnaður hreinlega lækkað. Niður- greiðslur ríkisstjórnarinnar á nauð- synjavörum koma því út eins og framleiðslustyrkur til fyrirtækjanna og eru það í rauninni, því verð vinnu- aflsins er greitt niður, en kaupmáttur- inn eins og hann er mældur (ófull- komið) breytist ekki! Breytingin frá fyrra mánuði er þó ekki eins mikil hjá fiskvinnslunni, sérstaklega frystihúsunum, og ofan- greint bendirtil. Þau fengu 11 % í við- bót við markaðsverð greitt úr Verð- jöfnunarsjóði í þeim mánuði, en þær greiðslur stöðvuðust eftir gengisfell- inguna. Þau fá því í rauninni aðeins 6,2% fleiri krónur fyrir dollarann heldur en í ágúst, meðan hækkunin er eins og áður sagði 17,6% hjá útflutningsgreinum iðnaðar. Ríkisstjórnin stefnir að vísu að því að lækka vexti á afurða- og rekstrar- lánum, en það er ekki komið til fram- kvæmda. Áhrif þess verða einhver, en þó minni heldur en áhrif gengis- fellingarinnar sjálfrar. Á móti þessu kemur svo, að nýtt fiskverð verður ákveðið 1. október og má ætla að sú hækkun verði 8-13%. Með því einu er hin raunverulega gengisbreyting (6,2%) gagnvart fiskvinnslunni upp- urin og hún komin í svipaða stöðu og í ágúst. Þetta þarf ekki að þýða það, að frystihúsin muni loka á ný í október eða nóvember. í fyrsta lagi er margt sem bendir til þess, að lokun frysti- húsa i ágúst hafi meira verið pólitísk þrýstiaðgerð, þar sem fiskvinnslu- auðvaldið var að þrýsta á um sem hagstæðasta lausn sér til handa í efnahagsaðgerðum nýrrar ríkisstjórn- ar, heldur en knýjandi efnahagsleg nauðsyn út frá sjónarhóli þess. í öðru lagi má gera ráð fyrir að hafnar verði einhverjar greiðslur úr Verðjöfnunar- sjóði til að vega upp á móti áhrifum fiskverðshækkunarinnar. Hin nýja skattlagning á fyrirtæki mun lenda á útflutningsfyrirtækjun- um sem og öðrum fyrirtækjum, sérstaklega eignaskatturinn. En skatt- lagningin kemur ekki fram sem kostn- aður fyrr en eftir 1. nóvember. 1. des- ember verður síðan grunnkaups- hækkun og greiddar verða vísitölu- bætur. Að öllu samanlögðu getum við fullyrt, að þótt útflutningsauðvaldið telji sig í augnablikinu hafa nóg að býta og brenna, þá mun það í síðasta iagi um miðjan desember reka upp mikið ramakvein, heimta nýja gengis- fellingu og helst af öllu.kjaraskerð- ingu. Það er því mikill misskilningur, að verkalýðshreyfingin geti sofið á verðinum, þótt vinstri stjórn sé við völd. Auðvaldið hefur ótal þrýstings- möguleika og stjóminni er annt um hagsmuni útflutningsauðvaldsins. Því miður er ekkert sem bendir til þess, að leiðtogar verkalýðshreyfingarinnar skilji þetta. Niðurfærsluleið Ríkið ver 4.750 milljónum króna í nýjar niðurgreiðslur fram til ára- móta. Auðvitað fögnum við því að verð á ýmsum nauðsynjavörum sé greitt niður og að niðurgreiðslan sé fjármögnuð með skatti á hátekjur og fyrirtæki. En „alþýðuvinirnir“ gátu ekki á sér setið að svindla pínulítið á þessu atriði líka. Þær landbúnaðar- vörur sem eru í hvað slakastri eftir- spurn eru niðurgreiddar mest. Hins vegar hækka jafnvel sumar landbún- aðarvörur sem mikil eftirspurn er eftir, svo sem undanrenna og ostur. Á þennan hátt verður ódýrara að lækka framfærsluvísitöluna um þetta og þetta mörg stig, en iífskjarabótin verður samsvarandi minni. Ef ýkt dænti er tekið, þá mundi það kosta ríkissjóð nákvæmlega ekki neitt að greiða niður ófáanlega vöru eða vöru sem allir eru hættir að kaupa. Ef verð hennar væri hins vegar skráð með gamalli tíð í vísitölu framfærslu- kostnaðar, þá lækkar sú vísitala vegna hinnar ylirlýstu niðurgreiðslu og laun hækka því minna en ella. Lífskjörin eru verri, þrátt fyrir að öllum formsatriðum vísitölureikn- ings og verðlagsbóta hafi verið full- nægt. Þetta kallast að svindla á vísi- tölunni. Það er mikill misskilningur, að niðurgreiðslurnar muni draga úr verðbólgunni. Það á sér stað verð- lækkun nú á ákveðnum vörum, en síðan heldur verðbólgan áfram með sama eða meiri hraða en áður. Efna- hagsaðgerðirnar hafa í för með sér 2.780 millj. kr. halla á ríkissjóði. Á móti kemur að skera á niður ríkis- útgjöld um 2.000 millj. kr. Hæpið er að það takist, þegar svo langt er liðið á árið. Auk þess mun þessi niður- skurður hafa í för með sér skerðingu á félagslegri þjónustu, því ríkis- stjórnin mun ekki þora að skera niður framlög til kirkju, dóms- og löggæslu, ljárfestingarlánasjóða, Kröfluævintýra o.s.frv. Þrátt fyrir að stór hluti niður- skurðarins takist, þá er eigi að síður eftir nokkur halli, sem þarf þó ekki að valda verðbólgu ef hann er fjár- magnaður algjörlega með lántökum hjá almenningi. Líklegast er þó að stór hluti hans verði fjármagnaður með lántöku hjá Seðlabankanum, þ.e. seðlaprentun, en það er olía á eld verðbólgunnar. Aðgerðirþessarmunu því ekki draga úr verðbólgu. Verð- bólgan verður ekki yfirunnin með verðbólgu, aðeins með róttækri umsköpun efnahagslífsins. Hvað ber að gera? Við höfum séð, að aðgerðir ríkis- stjórnarinnar duga skammt til þess að „tryggja aikomu atvinnuveg- anna“, „draga úr verðbólgu" eða „tryggja lífskjör fólksins í landinu", enda verður þetta ekki framkvæmt samtímis innan kapítalismans, nema að þjóðar- og útflutningstekjur vaxi þess hraðar. Þess verður því ekki langt að bíða, að auðvaldið kreQist nýrrar kjaraskerðingar. Við skulum gera okkur fulla grein fyrir því, að íslenska auðvaldsþjóð- félagið þolir ekki til lengdar þann kaupmátt sem íslenskur verkalýður býr við. Hins vegar getur framleiðslu- geta þjóðfélagsins staðið undir þess- um kaupmætti og vel það, þ.e. ef hún væri losuð undan oki einkareksturs, gróðalögmála og óhófsneyslu auð- valdsins, og nýting hennar skipulögð á lýðræðislegan og vísindalegan hátt. En því er ekki að heilsa. Fram- leiðslufyrirtækin eru flest hver í eigu margra einkaaðila og ef þeir hver um sig uppskera ekki sinn gróða, þá stöðva þeir hreinlega framleiðsluna og atvinnuleysi skapast. Launin mega því ekki vera hærri en „þjóð- arbúið", þ.e. auðvaldið, þolir. Hótanir um þetta liggja þegar í loftinu og forsmekkinn fengum við í sumar. T.d. segir Matthías Á. Mat- hiesen fyrrverandi fjármálaráðherra í ræðu sem greinilega á að vera stefnu- markandi fyrir stjómarandstöðu Sjálf- stæðisflokksins: „Þeir sem halda, að endalaust sé hægt að mjólka atvinnu- reksturinn ættu að hugsa aftur til áranna 1968 og 1969, þegar verulegt atvinnuleysi ríkti í landinu um skeið, þá opnuðust augu margra fyrir þýð- ingu þess, að atvinnufyrirtækin stæðu traustum fóturn." Með öðrum orð- um: „ef þið dirfist að skerða gróða okkar þá munum við svifta ykkur at- vinnunni“. Besta svarokkarvið þvíer að hrópa fullum hálsi á móti: „við sviftum ykkur valdi til að veita og taka atvinnu; við sviftum ykkur framleiðslutækjunum". Þetta þýðir, að eina leiðin til að veija kjör sem of- bjóða burðarþoli auðvaldsins, er að ganga út fyrir ramma auðvaldsþjóð- félagsins. Það er litlar líkur til þess, að verka- lýðshreyfingin, hvað þá ríkisstjórnin, muni bregðast við slíku ástandi á þennan hátt. Þetta þýðir ekki að ekkert sé hægt að gera. Þvert á móti, þá má leika marga góða varnar- og sóknarleiki, þótt þeir tryggi ekki unnið tafl. Auðvaldið þolir ætíð meir en það vill vera láta. Þetta getum við afhjúp- að með því að krefjast að það leggi bókhald sitt á borðið. Við eigum einnig að krefjast þess, að þærgreinar sem hæst hrópa um tap og heimta kaupmáttarskerðingu, verði þjóð- nýttar. Áróðursstríðið er líka mikilvægt. Við verðum að leggja áherslu á, að vandamál auðvaldsins eru þess eigin sjálfskaparvíti. Þau stafa af vitlausri og of mikilli fjárfestingu og því stjórnleysi sem alltaf hlýtur að ein- kenna kapítalískan einkarekstur. Pólitísk frkv.nefnd FBK

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.