Neisti - 10.10.1978, Blaðsíða 6

Neisti - 10.10.1978, Blaðsíða 6
NEISTI 10. tbl. 1978 bls. 6 Efhmt sjáífstœði verkalýðshreyfingarinnar Það dylst fáum að ójafnvægi ríkir í íslenskum stjórnmálum. Allar lot- urnar í stjórnarviðræðunum og yfir- lýsingar margra aðstandenda núver- andi ríkisstjórnar eru ótvíræður vitn- isburður um þetta ójafnvægi. Ríkisstjórnarkeppan, sem skap- aðist eftir úrslit alþingiskosninganna, var ekki leyst með myndun ríkis- stjórnarinnar. Þessari ríkisstjórn var einungis tjaslað saman til að bjarga andliti þingræðisins frammi fyrir nöktu alræði auðvaldsins, sem hótaði með allsheijaratvinnuleysi 1. sept- ember. Á þennan hátt var ríkisstjóm- arkeppan framlengd í breyttri mynd. Núverandi menntamálaráðherra lýsti þessu ástandi af innlifun, þegar hann skrifaði 10 dögum eftir myndun rík- isstjórnarinnar: „Enginn er verulega ánægður með stjórnarsáttmálann. . . Loft er lævi blandið og óvissa ríkir um framtíðina". Hlutverk ríkisstjórnarinnar FBK hefur skilgreint einkenni nú- verandi ástands, sem þjóðfélagslegt og pólitískt ójafnvægi. Þjóðfélagslega felst þetta ójafnvægi í því að verka- lýðsstéttin hefur náð fram kjara- bótum, sem eru umfram það sem borgarastéttin er reiðubúin að sam- þykkja. Samtímis heldur borgara- stéttin öllum sínum efnahagslegu og þjóðfélagslegu völdum óskertum. At- vinnurekendur hafa enn óskertan rétt til að hóta með svipu atvinnuleysis- ins, svindla í bókhaldi fyrirtækja sinna og braska með þau verðmæti, sem verkafólk hefur aflað. Verka- lýðsstéttinni hefur ekki tekist að ná fram neinni breytingu á þjóðfélags- legum valdahlutföllum stéttanna, eða skipulagi efnahagslífsins, sem geri henni kleift að tryggja þann kaup- mátt sem hún hefur náð fram. Pólitískt ollu niðurstöður alþingis- kosninganna ójafnvægi. Forystu- menn borgarastéttarinnar ætluðu sér í kosningunum að fá „lýðræðislegt“ umboð til að halda áfram kjaraskerð- ingum sínum. Þessi áætlun þeirra mistókst hrapalega. Kosningarnar kostuðu flokka þeirra þá miklu meirihlutaaðstöðu, sem þeir hafa haft í íslenskum stjórnmálum undan- farna áratugi. Kjararánslögin kost- uðu borgarastéttina dýrmætan póli- tískan styrk. Hún er þess vegna hrædd við að hefja strax nýja atlögu. Verkalýðsflokkamir unnu stórsig- ur í kosningunum. Þessi sigur byggð- ist hvorki á virkri baráttu verka- fólks, né róttækri stefnu, sem gæti tryggt þá kjarasamninga, sem verka- lýðshreyfmgin heíur náð fram. Póli- tískur styrkur verkalýðsstéttarinnar hefur ekki vaxið að sama skapi og atkvæði verkalýðsflokkanna. í alþingiskosningunum kom einnig í ljós, að stór hópur fólks var reiðu- búinn að bijóta af sér hin hefð- bundnu flokksbönd og breyta þing- ræðislegum styrkleikahlutföllum flokkanna. Það ástand, sem nú ríkir, einkennist ekki fyrst og fremst af því að þingræðið hefur enn ekki aðlag- ast þeim nýju styrkleikahlutföllum, sem sköpuðust eftir alþingiskosning- arar, heldur því að forystumenn allra flokkanna á Alþingi eru meðvitaðir um að þau styrkleikahlutföll, sem nú hafa skapast eru ótrygg. Það eru þessar aðstæður, sem sköpuðu þá vinstri stjórn, sem nú situr; ríkisstjórn, sem hefur hafið feril sinn með eftirgjöfum gagnvart verka- fólki og mætir andspyrnu bæði frá meginhlutum borgarastéttarinnar og embættismannakerfis hins borgara- lega ríkisvalds. Þetta ástand er ekki á neinn hátt í mótsögn við kenningu marxismans um ríkisvaldið sem tæki ráðandi stéttar. Stéttaþjóðfélag eins og auð- valdsskipulagið er ekki einföld vél, sem starfar í blindni. Einstakir hlutar þjóðfélagsins gegna ekki hlutverki sínu á vélrænan hátt. Þetta eru lifandi einingar, uppfullar af innri mótsögn- um og andstæðum. Möguleikar þeirra til að gegna hlutverki sínu ákvarðast af því ástandi, sem ríkir hverju sinni. Þegar ójafnvægi ríkir, þá gegna einstakir hlutar þjóðfélags- ins hlutverki sínu á annan hátt, heldur en þegar jafnvægi ríkir. Þetta gildir einnig um ríkisvaldið. Þegar ójafnvægi skapast, þá verður það hlutverk ríkisvaldsins, að koma á nýju jafnvægisástandi, sem geri því kleift að gegna eiginlegu hlutverki sínu. Leið þess að nýju jafnvægis- ástandi ákvarðast af þeim aðstæðum, sem sköpuðu þetta ójafnvægi og getur falið í sér að það beiti sér á háttu, sem er eiginlegu hlutverki þess framandi. Svo dæmi sé tekið, þá afsanna upp- sölur manns með magapest ekki að hlutverk magans er að melta fæðu og útvega líkamanum næringu. Þvert á móti. Þegar betur er að gáð, þá kemur í ljós að uppsölurnar eru einmitt aðferð líkamans til að ná aftur heilbrigði, svo maginn geti gegnt sínu eiginlega hlutverki. Ríkis- stjórn Geirs Hallgrímssonar var ekki síður tæki borgaras'téttarinnar í maí þegar hún linaði á kjaraskerðingar- lögunum frá í febrúar. Það eina sem hafði breyst var að yfírvofandi fylgis- tap borgaraflokkanna skapaði að- stæður þar sem þeir hlutu að gegna á annan hátt hlutverki sínu sem tæki borgarastéttarinnar almennt og hags- munatæki ákveðins hluta borgara- stéttarinnar og skrifræðisins sérstak- lega. Eftirgjöf kaupránsflokkanna í maí var tilraun af þeirra hálfu til að hindra yfirvofandi pólitíska kreppu borgarastéttarinnar. Þetta tókst ekki. Sú staðreynd stendur engu að síður óhögguð, að bráðabirgðalögin í maí voru gefin út með hagsmuni borgara- stéttarinnar fyrir augum en ekki hagsmuni verkalýðsins. Eftir kosningarnar einkenndist á- standið af því að borgarastéttin gat ekki, án þess að hætta pólitískum styrk sínum enn frekar, knúið fram kjaraskerðingar sem hún þarfnast. Þrátt fyrir þingmeirihluta sinn gat ríkisstjóm borgaraflokkanna ekki gegnt þessu hlutverki. Aðrar ríkis- stjórnir voru einnig útilokaðar vegna hræðslu forystumanna Alþ.fl. og Framsóknarfl. við þverrandi fylgi. Núverandi ríkisstjórn leikur hlutverk sitt, sem tæki borgarastéttarinnar ekki á þann hátt, að hún framkvæmi þær kjaraskerðingar, sem atvinnu- rekendur vilja fá. Hún hefur það hlut- verk að standa vör um efnahagsleg og þjóðfélagsleg völd borgarastéttar- innar og undirbúa jarðveginn fyrir ríkisstjórn, sem getur framkvæmt kjaraskerðingar. Ef verkalýðsstéttin heldur ekki vöku sinni getur svo farið að núverandi ríkisstjórn helji þessar kjaraskerðingar líkt og fyrri vinstri stjórnir gerðu. Á sama hátt og fyrri vinstri stjórnir hefur núverandi ríkisstjórn því hlut- verki að gegna að gera verkalýðs- flokkana samábyrga fyrir skipulags- leysi auðvaldsþjóðfélagsins og drepa í dróma allar hreyfingar meðal verka- fólks. Á þann hátt á núverandi ríkis- stjórn að koma á pólitísku jafnvægi, sem geri borgarastéttinni kleift að helja kjaraskerðingar að nýju. Abl. og pólitísk kreppa borgarastéttarinnar Það er engin ástæða til að draga í efa þá fullyrðingu forystumanna Abl., að bæði Alþ.fl. og Framsóknar- flokkur hafi 1 fyrstu umferð vinstri- stjórnarviðræðnanna samþykkt 7% skerðingu vísitölubóta. Framsóknar- flokkur, forystuflokkur ríkisstjóm- arinnar, heldur í dag opinskátt fram kjararánsstefnu sinni og Alþ.fl. hefur gert hjartansmál borgarastéttarinn- ar, endurskoðun vísitölukerfisins, að höfuðmáli sínu. Auðvitað á þessi endurskoðun, að leiða til þess að vísi- talan hætti að bæta verkafólki kjara- skerðingar verðbólgunnar í þeim mæli, sem nú er. Þrátt fyrir að flokkar, sem hafa yfir að ráða meir en 3/4 hlutum þingsæta á Alþingi vilji framkvæma kjaraskerðingu strax, þá strandar framkvæmdin á ótta þessara flokka við að Abl. eflist. Þessi ótti þeirra samsvarar því pólitíska vanda- máli borgarastéttarinnar, að hindra viðgang Abl., sem hvorki hún né heimsvaldasinnaðir vinir hennar í Brússel og Washington viðurkenna enn sem ábyggilegan samstarfsaðila. Þetta er kjami þess pólitíska vanda- máls, sem borgarastéttin stendur frammi fyrir. Á undanförnum árum hefur af og til mátt sjá opinská skrif i blöðum Sjálfst.fl. um nauðsyn þess að mynda ríkisstjóm Sjálfstæðisfl. og Abl. og koma þannig á fót skipulagðri stétta- samvinnu á ríkisstjórnarstigi milli þessara tveggja helstu flokka borg- arastéttarinnar og verkalýðsstéttar- innar. Það sem hindrar framkvæmd þessarar áætlunar er að bæði forysta Sjálfst.fl. og forysta Abl. vita að forysta Abl. hefur ekki þau tök á verkalýðshreyfmgunni, sem geri henni kleift að gegna sams konar hlutverki fyrir íslenska borgarastétt og kratar á hinum norðurlöndunum hafa lengi gegnt fyrir sína borgara- stétt. Við þessar aðstæður gegnir þátt- taka Abl. í ríkisstjórn því hlutverki að gera það samábyrgt um stjórnleysi auðvaldsskipulagsins og reyna þann- ig að hindra viðgang þess og innlima það betur inn í stjórnkerfi auðvalds- ins. Engan pólitískan stuðning við stjórnina! Myndun núverandi ríkisstjórnar er rökrétt framhald af þingræðisstefnu Abl. og Alþ.fl. Hún er rökrétt niður- staða af þeirri stefnu þessara flokka að efla kjörfylgi flokka sinna á kostnað sjálfstæðrar baráttu verka- lýðshreyfmgarinnar og ala á tálsýn- um meðal verkafólks um þingræði borgarastéttarinnar. Hún er rökrétt niðurstaða af þeirri stefnu þessara flokka að treysta frekar á liðstyrk kaupránsflokks eins og Framsóknarfl., heldur en sjálf- stæða baráttu verkafólks. Margir fé- lagar innan verkalýðsflokkanna hafa leitt út frá þessum ógöngum, sem þingræðisstefna verkalýðsflokkanna hefur komið þeim í, að nauðsynlegt sé að styðja núverandi ríkisstjórn. Þetta er í raun að segja að eina leiðin út úr ógöngunum sé að halda áfram út ífenið. Rökréttframhald afþessari stefnu er að drepa í dróma allar sjálf- stæðar hreyfingar meðal verkafólks og undirbúa þannig gagnárás borg- arastéttarinnar. Mikilvægasta verkefnið í dag er að standa vörð um sjálfstæði verkalýðs- hreyfingarinnar og hindra að borg- arastéttin geti notað þátttöku verka- lýðsflokka í ríkisstjóm til að ná fram kjaraskerðingum sem hún gat ekki náð fram með beinni árás. Einungis með því að standa vörð um sjálfstæði verkalýðshreyfingarinnar og hafna öllum pólitískum stuðningi við þá ríkisstjórn, sem nú situr, er hægt að stefna út úr þeim ógöngum, sem þingræðisstefna Abl. og Alþ.fl. hefur leitt verkalýðshreyfinguna út í og leggja grundvöllinn að því að núver- andi ástandi ljúki ekki með endur- nýjuðu pólitísku jafnvægi í þágu borgarastéttarinnar, heldur auknum pólitískum styrk verkalýðsstéttarinn- ar. Það er ekki mögulegt í dag að hafna pólitískum stuðningi við ríkis- stjórnina, án þess að benda á leið út úr þeim ógöngum, sem stéttasam- vinna og þingræðisstefna stóru verka- lýðsflokkanna hefur leitt verkalýðs- hreyfmguna út í. Þeir sem í daghafna stuðningi við núverandi ríkisstjórn án þess að hafna stéttasamvinnunni og þingræðisstefnunni, munu óhjá- kvæmilega standa uppi í framtíðinni annað hvort sem stuðningsmenn núverandi stjórnar, eða sem ómeðvit- uð handbendi þess meginhluta borg- arastéttarinnar, sem nú er í stjórn- arandstöðu. Eðli núverandi stjórnar, serrt millibilsstjórnar, felur það einnig í sér að ekki er hægt að láta sér nægja að hafna öllum pólitískum stuðningi við núverandi ríkisstjórn. Slík af- staða felur í sér þá hættu að þeir sem halda henni fram lendi röngu megin við stéttamörkin í baráttunni gegn núverandi ríkisstjórn. Það er þetta sem skeði 1974 þegar vinstri armur verkalýðshreyfingarinnar aðstoðaði Sjálfst.fl. við að fella vinstri stjórn- ina, án þess að benda á neinn valkost, sem gæti komið í stað vinstri stjóm- arinnar og án þess að geta afhjúpað loddaraleik Sjálfstæðisfl. Pólitísk verkefni íslensk verkalýðsstétt er í dag faglega og pólitískt sundmð. Þetta sást allt of greinilega s.l. vor, þegar verkalýðs- félögin stóðu næstum aðgerðalaus frammi fyrir kjararánslögum ríkis- stjórnarinnar. Þetta ástand endur- speglast einnig í sterkri stöðu Fram- sóknarfl. innan ríkisstjórnarinnar; ríkisstjórn, sem forysta verkalýðs- hreyfingarinnar knúði fram. Stór hópur róttæks verkafólks elur einnig með sér tálsýnir um möguleika nú- verandi ríkisstjórnar. Við þessar að- stæður væri það glapræði að blása til sóknar. Verkalýðsstéttin hefur ekki i dag bolmagn til þess að ná fram al- mennum kjarabótum. Verkefni byltingarsinnaðra marx- ista í dag er því fyrst og fremst að efla pólitíska meðvitund og pólitíska samstöðu meðal verkafólks og leggja þannig grundvöllinn að auknum pólitískum styrk verkalýðsstéttar- innar. í dag er verkefni FBK að útskýra fyrir verkafólki eðli núver- andi millibilsástands og benda á nauðsyn þess að vera stöðugt á varð- bergi gagnvart kjaraskerðingarár- ásum. Innan verkalýðshreyfmgar- innar verður að leggja áherslu á sam- starf þess verkafólks, sem styður verkalýðsflokkana og skapa sjálf- stæða hreyfingu, sem berjist fyrir samfylkingu • verkalýðsflokkanna gegn öllum kjaraskerðingaráformum borgarastéttarinnar. í öllum málum verða félagar í FBK að leggja mikla áherslu á að samtímis og við berjumst fyrir sjálfstæði verka- lýðshreyfingarinnar gagnvart þeirri borgaralegu ríkisstjórn, sem nú situr, þá berjumst við einnig gegn öllum ítökum Sjálfstæðisfl. innan samtaka launafólks og gegn öllum tilraunum þeirra þjóna borgarastéttarinnar, sem Sjálfst.fl. hefur innan verkalýðs- hreyfingarinnar til þess að nota verkalýðshreyfmguna í þágu stjórn- arandstðu þessa flokks borgarastétt- arinnar. Þessi útbreiðsla fyrir sjálf- stæði verkalýðshreyfingarinnar verð- ur að leiða fram til kröfunnar um að verkalýðsflokkarnir rjúfi stjómar- samstarf sitt við Framsóknarflokk- inn og myndi minnihlutastjórn, sem styðjist við virka hreyfingu verka- fólks. Samtímis verður FBK að útskýra fyrir verkafólki eðli þeirra efnahags- erfiðleika sem auðvaldið á nú við að glíma og benda á nauðsyn þess að berjast fyrir andkapítalískum að- gerðum til að tryggja kjör verkafólks. Tálsýnir Abl. um öfluga atvinnu- uppbyggingu íslenska auðvaldsþjóð- félagsins verður að afhjúpa. Tilraun- ir núverandi stjómar til að fram- kvæma þessa atvinnuuppbyggingu, án þess að hún hafi til þess stuðning borgarastéttarinnar ætti að gefa okkur gott tækifæri til að útskíraeðli auðvaldskreppunnar og takmarkanir endurbótastefnunnar. FBK verður að nota allar tilraunir atvinnurek- enda til að braska með verðmæti og knýja á um hagsmunamál sín, til að setja fram kröfur sem beinast gegn efnahagslegum og þjóðfélagslegum völdum borgarastéttarinnar. Baráttu borgarastéttarinnar gegn aðgerðum ríkisstjómarinnar verður að nota til þess að krefjast verkalýðseftirlits með starfsemi fyrirtækjanna. Hótunum atvinnurekenda um stöðvun á rekstri fyrirtækja verður að mæta með kröf- um um þjóðnýtingu viðkomandi fyr- irtækja og áframhaldandi rekstur þeirra. Kvörtunum atvinnurekenda um of háa skatta, eða of litla álagn- ingu verður að mæta með kröfunni um að allt bókhald fyrirtækjanna verði gert opinbert og verkalýðsfé- lögin skipuleggi eftirlit með bókhaldi fyrirtækjanna. Afnám viðskipta- leyndarinnar, bæði varðandi bók- hald fyrirtækja og banka, verður undir öllum kringumstæðum þunga- miðja sérhverrar baráttu gegn völd- um borgarastéttarinnar. Það er í kringum verkefni af þessu tægi, afmarkaða baráttu á einstaka vinnu- stöðum og vöm þeirra kjara sem verkafólk hefur náð fram, sem upp- bygging virkrar og pólitískt meðvit- aðrar verkalýðshreyfingar verður að eiga sér stað. Núverandi ástand er ekki forbylt- ingar-, eða byltingarástand. Slíkt ástand felur í sér að baráttuhugur ríkir meðal verkafólks, og verulegur hluti verkalýðsstéttarinnar hefur haf- ið öfluga andakapítaiíska baráttu, samtímis og stjómkerfi borgarastétt- arinnar er alvarlega brugðið. Ekkert af þessu er fyrir hendi á íslandi í dag. Hlutlæg greining á núverandi ástandi sýnir engu að síður, að verkalýðs- stéttin verður að heíja andkapítalíska baráttu. Kjarabaráttan hefur leitt til ástands, þar sem hlutlægir mögu- leikar á áframhaldandi kjarabaráttu innan ramma auðvaldsskipulagsins eru að mestu tæmdir. Til að verja þau kjör, sem verkafólk hefur náð fram og til að ná fram frekari kjarabótum, verður verkalýðsstéttin að takast á við það verkefni, að berjast gegn völdum borgarastéttarinnar á öllum sviðum þjóðfélagsins. Aðrir mögu- leikar eru ekki fyrir hendi! Verkefni FBK í dag, er að nota þá reynslu, sem felst í núverandi ást- andi, til að útskýra fyrir verkafólki eðli auðvaldsþjóðfélagsins og nauð- syn þess að yfirvinna takmarkanir stéttasamvinnunnar og þingræðisins og stefna á raunverulega verkalýðs- stjórn. Pólitísk Framkv.nefnd FBK.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.