Neisti - 10.10.1978, Blaðsíða 7

Neisti - 10.10.1978, Blaðsíða 7
NEISTI lO.tbl. 1978 bls. 7 Bandalag Háskólamarma og baráttan framundan Verjum kaupmáttinn - afhjúpum loddarabrögð íhaldsins Baráttan gegn íhaldinu skoðuð í Ijósi nýju ríkis- stjómarinnar og hugsanlegra ráðstafana hennar til skerðingar á kaupmætti launa. Þótt meginhluti launafólks innan ASf og BSRB hafí nú fengið samn- inga sína aftur í gildi gegn framleng- ingu þeirra í eitt ár, hefur slíkt ekki átt sér stað gagnvart þeim sem taka laun samkvæmt hærri töxtum einkum þeim, sem taka laun samkvæmt töxt- um BHM, Bandalags Háskóla- manna. Sett hefur verið svokallað þak á vísitölubætur, þannig að þær hækka ekki í hlutfalli við laun, þegar komið er upp fyrir ákveðið mark, heldur fá þar allir sömu hækkun í krónutölu. Þannig eru gerðir samn- ingar meginhluta launafólks innan BHM og nokkurs hluta hærra launaðs fólks í öðrum samtökum ekki enn í gildi. Mótmæli gegn þessu samningsrofí hafa komið fyrst og fremst frá for- ystu BHM. En hvaða stöðu hefur BHM til slíkra mótmæla og hvaða afstöðu ber sósíalistum innan BHM að taka við þessar aðstæður? BHM getur auðvitað skýrskotað til annarra samtaka launafólks á þeirri forsendu, að það sé sameig- inlegt baráttumál heildarhreyfing- arinnar, að gerðir samningar séu virtir. En slíkt yrði léttvægt fundið meðal annarra hópa launafólks. Menn spyrja að vonum : Hvar var BHM s.l. vor, þegar hinir lægst launuðu stóðu í aðgerðum sínum til að fá samningana í gildi? BHM sýndi ekki einu sinni virkan stuðning með fjárframlögum. Hvar hefur BHM yfirleitt staðið í baráttunni fyrir sam- eiginlegum stefnumiðum heildar- hreyfingarinnar? Hefur ekki BHM yfirleitt látið baráttuna lönd og leið, þar til hinir lægstlaunuðu hafa í erfiðri baráttu knúið fram lagfær- ingar? Þá hefur BHM komið fram og krafist svo og svo miklu hærri launa á grundvelli einhvers starfsmats. Getur þessi tiltölulega hátt launaði hópur skýrskotað til eða uppskorið ein- hverja samstöðu, þegar samstaða í munni hans þýðir í reynd eingöngu samstaða um að bæta kjör hans sjálfs? Ég held allir hljóti að sjá, að staða BHM er nú sérdeilis veik að því er varðar stuðning frá öðru launa- fólki. Reyndar mundi barátta þeirra fyrir sérstökum kröfum sínum, hvort sem er um vísitölubæturnar eða um grunnkaupshækkun virka sundrandi á heildarhreyfinguna, verða vatn á myllu íhaldsaflanna. Verkefni sósíalista í BHM Það hlýtur að vera sósíalistum mjög í mun að skapa baráttutengsl milli BHM og annarra samtaka launafólks. Þetta verður ekki gert með því að ýta undir kröfur innan BHM um prósentuvísitölubætur sér til handa né heldur baráttu fyrir grunnkaupshækkunum til handa BHM sérstaklega. Verkalýðshreyfingin er nú í erfiðri stöðu. Henni tókst ekki mikinn hluta þessa árs að verja þá samninga, sem hún gerði í fyrrasumar og fyrra haust eftir harða baráttu. Ástæðu þess, hvernig fór ætla ég ekki að reyna að skýra hér, enda títt fjallað um hana í NEISTA. Eftir stendur sú staðreynd, að tiltrú verkalýðsins til samtaka sinna og möguleika eigin sjálfstæðrar baráttu hefur látið stórum á sjá. Verkalýðssamtökin munu eiga fullt í fangi með að verjast nýjum árásum auðvaldsins og ríkisvaldsins, sem búast má við um eða upp úr miðjum vetri. Hvaða aðferða auðvaldið mun grípa til er ekki ljóst. Eitt af því, sem sjálfsagt verður reynt, er að skerða verðlagsbætur alls verkafólks með breytingu á vísitölukerfinu. Verka- lýðshreyfingin verður að svara sér- hverri slíkri atlögu með samstilltri baráttu undir kjörorðinu : Auðvald- ið verður sjálft að taka á sig efna- hagsvanda auðvaldsins. Sósíalistar innan BHM þurfaað slást fyrir því að samtök þeirra verði virk í slíkri baráttu. Þeir þurfa að efla pólitíska vitund innan samtakanna, varpa borgarlegri hugmyndafræði á dyr, neita hvers kyns málamiðlun við íhaldsöflin innan BHM. Það þarf að vinna að því, að BHM segi skýrt og skorinort. Við ætlum okkur ekki nú að heyja baráttu fyrir því að afnema vísitöluþakið á launum okkar, jafn- vel þótt það sé brot á samningum okkar. Okkur þykir meira um vert að sameinast heildarsamtökum launa- fólks í samstilltri baráttu fyrir því að verja kjörin gegn yfirvofandi árásum auðvaldsins. Sameinaðir stöndum við, sundraðir follum við. Við ætlum okkur að láta þetta verða upphafíð að nýrri stöðu BHM í baráttu launa- fólks, þar sem meginmarkmið heild- arhreyfíngarinnar eru lögð til grund- vallar. BHM þarf að taka í verki undir kröfur, sem miða að samein- ingu launafólks til hagsbóta fyrir það allt, undirbúa sig undir að geta tekið þátt í baráttu, þar sem höfuðáherslan er lögð á hækkun lágmarkslauna og jafnar verðlagsbætur í krónum til handa öllum. Auðvitað skapar þetta sundrungu í BHM, og íhaldsöflin, sem eru sterk þar verða kolvitlaus, vegna þess að eina hagsmunabaráttan, sem íhaldið skilur er sérhagsmunabaráttan, bar- áttan fyrir því að fá mýkra undir eigin rass. En sósíalistar eiga að vita betur. Þeir ættu að vita, hve dýrmæt samstaðan er, ekki bara til að tryggja kjörin til skamms tíma, heldur líka vegna þess markmiðs okkar að kollvarpa auðvaldsskipulaginu og koma á sósíalisma. Er það ekki vegna þess markmiðs, sem við köllum okkur sósíalista? Undan jafnréttis- baráttu verkalýðsins smokrum við okkur ekki þótt við séum í sérstöku félagi. Um BHM Það hefði verið ástæða til að skrifa hér ítarlega um BHM og eðli þess, en verður að bíða betri tíma. BHM er orðið til sem klofningasamtök út úr heildarhreyfmgu launafólks. Sá klofningur grundvallaðist á mögu- leikum fólks með „æðri“ menntun til að skapa sér forréttindi í sátt við auðvaldið og ríkisvald þess. Menn höfðu uppgötvað þau ótvíræðu sann- indi, að launamismunur er skipulagi þess þóknanlegur (þrátt fyrir allt hræsnishjal Moggans). Enda hafa kröfur BHM gjarnan byggst á skýr- skotun til skynsemi borgarastéttar- innar í stjórnun eigin þjóðskipulags. BHM inniheldur ýmsa af æðstu embættismönnum landsins, sem munu seint snúa baki við þeirri borg- arastétt, sem þeir þjóna. Mikill og vaxandi hluti BHM hefur þó mögu- leika til að verða bandamaður verka- lýðsstéttarinnar. Það, sem hamlar slíkri þróun auk takmarkaðs póli- tísks þroska, er einmitt, hversu ljúft borgarastéttinni og ríkisvaldinu er að hefja einstaka hópa þeirra upp fyrir annað launafólk. Innan BHM hefur verið mikil samstaða milli íhaldsaflanna og til dæmis Alþýðubandalagsins. Sú sam- staða hefur byggst á sérhagsmunum og forréttindabaráttu, á hugmynda- fræði íhaldsins. Helst virðist geta kastast í kekki þannig, að Alþýðu- bandalagið er kröfuharðara þegar íhaldið er í ríkisstjórn, og íhaldið harðara, þegar Abl. er í ríkisstjórn. Þetta er svo sem ekki verra en stétta- samvinnustefna Abl. er yfirleitt, en slæmt er það samt. Inn í BHM hafa ásíðari árum bæst stórir hópar ungs fólks, sem tók út róttækniþróun sína í lok 7. áratugs- ins, fólk, sem tók gjarnan afstöðu gegn stéttasamvinnustefnunni á sín- um tíma, a.m.k. í orði. Það er með þessu fólki sem við ætlum að breyta BHM. Reyndar skýrskotum við til allra þeirra, sem telja sig sósíalista innan BHM, að þeir sýni sósíalíska vitund sína í verki með því að taka nú til hendinni við að breyta BHM úr samtökum sem eru baggi á heildar- baráttu launafólks og í samtök, sem efla þá baráttu. Ragnar Stefánsson (skrifað á grundvelli samþykkta pólitískrar framkvæmdanefndar Fylkingarinnar). Æðstu stofnanir innan íslenskrar verkalýðshreyfmgar, - miðstjórn og sambandsstjórn ASÍ hafa nú beint þeim tilmælum til allra aðildarfélaga sambandsins, að þau framlengi gild- andi kjarasamningum um eitt ár, eða til 1. desember 1979. Um þessa ákvörðun út af fyrir sig er ekki mikið að segja. Það er augljóst, að algerlega óraunhæft er að ætla, að verkalýðssamtökin geti nú staðið í kjarabaráttu og samnings- gerð er grundvallaðist á sjálfstæðri kröfugerð er gengi lengra en kaup- máttur „sólstöðusamninganna". Ástand verkalýðshreyfingarinnar í dag, vonleysið sem einkenni verka- fólk almennt og það aðgerðaleysi sem einkennt hefur hreyfinguna frá því að kaupránslög fráfarandi ríkisstjórnar sáu dagsins ljós, sýnir glöggt að hún er ekki í stakk búin til neinna veru- legra átaka. Á hinn bóginn er ugglaust ástæða til að óttast, að þessi ákvörðun verka- lýðsforystunnar endurspegli mikla oftrú hennar á getu núverandi ríkis- stjórnar til að viðhalda kaupmætti sólstöðusamninganna út þetta tíma- bil. Efnahagsúrræði þau sem ríkis- stjórnin hefur nú gripið til eru vinsæl augnabliksúrræði, sem við sjáum enga ástæðu til að ætla, að komi til með að standast. Þegar fram í sækir má reikna með skatta„fiffum“ til breytinga á kaupmætti, fikti við vísi- töluna o.s.frv. Engin veit jú hvað endurskoðun á vísitölukerfinu kann að hafa í för með, trauðla þó betri verðtryggingu launa?? Það er við slíkar aðstæður, sem hugsanlegt er að upp kunni að koma, sem við treystum ekki verkalýðsfor- ystunni til að standa í sínu stykki og kemur þar margt til. Bæði er það traust sem forystan hefur á þess- ari stjórn, flokksleg tengsl þama á milli og almennt slæm reynsla af forystunni undir sk. vinstri stjórnum. Við slíkar aðstæður er hætt við að algert aðgerðaleysi muni einkenna meginþorra verkalýðsforystunnar. Ihaldið bíður í leyni I þessu felst einnig sú hætta, að íhaldið fái öll spilin upp í hendurnar. Ekki bara ihaldið sem stjómarand- staða á alþingi, eða íhaldið með tök sín á áhrifamestu fjölmiðlunum, heldur íhaldið innan verkalýðshreyf- ingarinnar með tök sín á stórum samtökum iaunafólks á borð við VR. og Sjómannafélag Reykjavíkur. For- ystumenn verslunarmannasamtak- anna hafa m.a. gefið tóninn um að þeir séu til „alls líklegir“. Á undanförnum árum hefur styrk- ur íhaldsins innan verkalýðshreyf- ingarinnar minnkað. Barátta and- stöðunnar á þingi ASÍ 1976 veikti stöðu íhaldsins í forystu ASÍ. Sú tilhneyging innan verkalýðshreyfing- arinnar s.l. 4 ár, að sporna gegn ítökum íhaldsins og myndun sam- fylkingar verkalýðsflokkanna, hefur einnig haft sín áhrif í þá átt að veikja stöðu íhaldsins. Þetta kom vel í ljós s.l. vor þegar Morgunblaðið skrifaði leiðara um nauðsyn þess að efla samstarf „lýðræðissinna" innan verkalýðshreyfingarinnar, þ.e. að efla samstarf Alþ.fl. við íhaldið innan verkalýðshreyfingarinnar. Eftir kosningarnar hóf íhaldið aftur að endurskoða stöðu sína í verkalýðshreyfingunni og ræða um nauðsyn þess að efla stöðu þess innan verkalýðshreyfmgarinnar. Verkalýðs- málaráð Sjálfstæðisflokksins hefur aukið starfsemi sína og Morgunblað- ið hefur skrifað nokkra leiðara um málið. í leiðara Morgunblaðsins 9. september s.l. koma markmið íhalds- ins einkar vel í ljós. Þar segir „að það er eitt af meginverkefnum Sjálfstæð- isflokksins nú að endurskoða alla afstöðu sína til verkalýðshreyfing- arinnar og efla tengsl sín við hana með það fyrir augum m.a. að auðvelda samráð og samstarf þegar sérstakan vanda ber að höndum í efnahags- eða atvinnumálum, ekki síst þegar flokkurinn tekur þátt í stjórnarsamvinnu“. Er hægt að segja þessa hluti öllu skýrar? Aðgerðarleysi þess hluta verka- lýðsforystunnar, sem pólitískt og flokkslega er nánast tengdur þessari ríkisstjórn gæti gefíð íhaldinu tæki- færi til að stilla sér upp sem „bar- áttusinnaðri launþegaforystu“ sem hugsaði fyrst og fremst um hina fag- legu hagsmuni (!?) Iaunafólks“ en væri ekki flækt í hina „pólitísku ref- skák“. Hvort að íhaldið kemur til með að leika þennan leik skal ósagt látið, en ljóst er að sú hætta er fyrir hendi. Sjálfstæðisflokkurinn mun gera allt sem í hans valdi stendur til að klekkja á ríkisstjóminni og mun nota öll meðul sem tiltæk eru í því skyni m.a. þau samtök launafólks sem hann hefur hvað sterkasta forystu í. Baráttusinnar innan verkalýðs- hreyfingarinnar kunna þannig að standa frammi fyrir tvennskonar verkefnum á næstunni: Annarsvegar að beijast fyrir áfram- haldandi vörn kjaranna. Tryggja það að á kaupmátt sólstöðusamninganna verði ekki ráðist og að sérhver hugs- anleg tilraun ríkisstjórnarinnar í þá átt verði brotin á bak aftur. Hinsvegar að afhjúpa hugsanleg loddarabrögð íhaldsins innan verka- lýðssamtakanna, ef ríkisstjórnin fer út í slíkar ráðstafanir. Það er afsakp- lega mikilvægt að íhaldið fái ekki tækifæri til að leika slíka loddara- leiki og villa þannig á sér heimildir í vitund launafólks. Almennt um baráttuna gegn íhaldinu innan verkalýðs- samtakanna Fylkingin er eini pólitíski straum- urinn innan íslenskrar verkalýðs- hreyfingar sem sett hefur samfylk- ingu verkalýðsflokkanna gegn borg- araflokkunum innan verkalýðshreyf- ingarinnar, sem eitt af mikilvægustu verkefnum dagsins í dag. Þessi stefna felur í sér þá kröfu til verkalýðsflokk- anna og hópanna til vinstri að þeir sameinist um það verkefni að taka upp opna og miskunnarlausa póli- tíska baráttu gegn íhaldinu innan hreyfingarinnar. Sérstaklega væri þetta þýðingarmikið í þeim félögum sem íhaldið hefur hvað sterkasta forystu í. Þetta má gera t.d. á þann hátt að stilla upp listum til stjórnar- kjörs í viðkomandi félögum á grund- velli ákveðinnar baráttustefnu, sem virkaði afhjúpandi á fulltrúa íhalds- ins innan þessara félaga og stillir þeim upp við vegg sem erindrekum borgarastéttarinnar. Það hefurt.a.m. lengi verið mörgum baráttumann- inum innan verkalýðshreyfmgarinn- ar nokkuð undrunarefni hversvegna vinstri menn innan VR. skuli aldrei hafa boðið fram lista gegn íhaldsfor- ystunni þar, né hversvegna engin skref hafa verið stigin til pólitísks og faglegs andófs. Jafn mikla undrun vekur sú staðreynd að í Iðju í Reykja- vík taka Abl.menn þátt i helminga- skiptastjóm með íhaldinu. Skýringin er auðvitað augljós, en við skulum láta forystumönnum Abl. það eftir að koma henni á framfæri. Krafa okkar um hlutfallskosningar í stjórnir og stofnanir verkalýðs- hreyfingarinnar gæti líka verið lóð á vogarskál baráttunnargegn íhaldinu, því að hlutfallskosningar eru einu sinni þannig, að þær mundu neyða verkalýðsflokkana til markvissari pólitískari baráttu gegn íhaldinu en verið hefur til þessa. Slík pólitísk barátta sem rekin væri sífellt og á kerfisbundinn hátt mundi veikja ítök íhaldsins meðal launa- fólks. Það verður að gera öllum ljóst, að tilvist þessara fulltrúa borgara- stéttarinnar innan samtaka verka- fólks hefur mjög svo veikt verkalýðs- hreyfinguna bæði pólitískt og fag- lega. Verjum kjörin - afhjúpum loddarabrögðin Það er augljóst mál að íhaldið innan verkalýðshreyfingarinnar mun reyna að gemýta þá stöðu sem upp kemur í kjaramálunum í haust og vetur til loddarabragða og tvískinn- ungsháttar. Eina leiðin til að koma í veg fyrir að íhaldið fái tækifæri til að leika einhverjar„ábúðamiklarverka- lýðshetjur“ er að launafólk almennt innan verkalýðssamtakanna heíji kerfisbundinn undirbúning að því, að verja kaupmátt sólstöðusamning- anna og gefi ríkisstjórninni ekki svigrúm til kaupmáttarskerðandi ráðstafana. öll oftrú á getu og vilja hennar til að viðhalda kaupmætti samninganna er stórhættuleg og verður aðeins til þess að lama við- námsþrótt verkalýðssamtakanna þeg- ar fram í sækir og gefa íhaldinu frítt spil. Þótt þeir séu ef til vill til, sem nú vildu fóma kaupmætti samninganna til þess eins að sjá t.d. VR. í „baráttu- ham“ og benda mundu á, að slíkt væri í sjálfu sér afhjúpandi fyrirlodd- arabrögð íhaldsins, þegar grámyglu- leg baráttusaga VR. er höfð í huga, þá skal á það bent, að slík fóm er einum of stór einungis til slíkrar sögulegrar upplifunar. Þeir ættu því að láta sér nægja minningamar frá 1973 og 74. Það verður að koma í veg fyrir að íhaldið fái þessi spil á hendurnar. Það getum við einungis með kerfisbund- inni vörn kaupmáttarins, samtímis sem við ráðumst á fyrirætlanir íhalds- ins, afhjúpum eðli þeirra og hlutverk íhaldsins í samtökum launafólks. GH. >

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.