Neisti - 10.10.1978, Síða 3

Neisti - 10.10.1978, Síða 3
NEISTI lO.tbl. 1978 bls. 3 Varnaðarorð til þjóðlegra sósíalista Margir félagar íAlþýöu- bandalaginu (Abl.) sem hafa átt erfitt með a5 kyngja þvi a5 flokkur þeirra skyldi fara í ríkisstjórn, sem ekki hefur brottför hersins á stefnuskrá sinni, hafa huggað sig vi5 a5 með þátttöku sinni 1 ríkis- stjórn hafi Abl. unni5 varnar- sigur 1 baráttunni fyrir efna- hagslegu sjálfstasði þjóðar- innar. Nú á að efla atvinnu- vegi borgarastéttarinnar. Andstaða atvinnurekenda við efnahags stefnu núverandi ríkisstjórnar er einungis sönnun þess sem „íslenskir sósíalistar" hafa lengi hald- i5 fram, að atvinnurekendur eru óþjóðlegir og vilja ekki efla fyrirtæki sm. (Sbr. einnig tapreksturinnÚ) Nú- verandi ríkisstjórn hefur lika ákveöið að leggja niður viðræðunefndina um orkufrek- an iðnað, svo það er engin hætta á að Hjörleifur Gutt - ormsson leiðist út í að ræða við útlend stórfyrirtæki eins og Magnús Kjartansson á sínum tíma. Hætt er þó við að ýmsir hafi fengið hland fyrir hjart- að þegar þeir lásu leiðara Þjóðviljans 19.sept. sl. Upj>- haf leiðarans einkennist reyndar af þeim stórhug sem alltaf hefur. verið aðalsmerki „íslenskra sósíalista" frá því að Einar Olgeirsson lagði fram áætlun sina um ráðstöf- un striðsgróðans. Þar er bent á að: „Þeir eru til sem halda þvi fram að ekkert það stórverkefni blasi nú við á þessu sviði(uppbyggingu at- vinnuveganna) sem réttlæti áð Alþýðubandalagið slái af kröfum síhum um þjóðfélags- breytingar og herlaust land og gangi í ,,fjósverkin" fyrii íhaldsöflin með stjórnarþátt- töku. A mörg slík stórverk- efni má benda, enda þótt skiptar skoðanir kunni að vera á möguleikum bremsu. stjórnar í efnahags málum að koma stórvirkjum fram. " Síðasta setningin f þessari tilvitnun er reyndar vitnis- burður um að hér heldur á pennanum maður sem er smit- aður af óþjóðlegheitum borg- arastéttarinnar, þvi eins og allir vita þá eru það ekki nema Sjálfstæðisflokkurinn og Fylkingin sem efast um getu íslenska auðvaldsþjóðfélags- ins til þess að framkvæma stórverkefni, Strax við lest- ur þessarar tilvitnunar hlýtur hinn þjóðlegi sósfalisti að verða var um sig. Þegar leiðarahöfundurinn heldur áfram og útlistar það sem „stórverkefni" að koma hér upp „töluverðum rafeindaiðn- aði" og ræðir um að grund- völlur gæti verið fyrir"sam- setningarframleiðslu á raf- eindatækjum" , þá afhjúpar hann sig algjörlega. Raf- eindaiðnaður byggir að öllu leyti á hráefnum sem ekki eru til í landinu og yrði að flytja inn. Samkeppni i þess- ari grein er geysihörð og mörg fyrirtæki sem hafa byrj- að með eina snjalla hugmynd hafa fljótlega orðið risunum að bráð. Mörg fyrirtæki í rafeindaiðnaði eru nátengd hergagnaframleiðslu, enda eru herir stærstu kaupendur rafeindatækja. Það gefur þvi auga leið að rafeindaiðnaði fylgir stór áhætta, skerðing á efnahagslegu sjálfstæði þjóð- arinnar leiðir til þess að styrkja stöðu hersins í ís - lensku þjóðfélagi. Það gefur einnig auga leið að enginn ne'ma Sjálfstæðisflokkurinn og Fylkingin eru fylgjandi þvf að hér verði sett upp samsetning* arverksmiðja sem starfi sem útibú frá útlendu stórfyrirtæki __Fyrir hönd allra „þjóðlegra sósialista", sem stefna að storhuga atvinnuuppbyggingu á fslandi viljum vér koma hér a framfæri þeim eindregnu til- mælum að þegar í stað verði hafin barátta gegn þessum haskalegu hugmyndum. A skal að ósi stemma. Þrátt fyrir núverandi ríkisstjórn bendir ekkert til þess að „at- vinnulíf okkar" losni við tap- reksturinn af Grundartanga- verksmiðjunni. Við skorum einnig á þann sem skrifaði þann leiðara sem hér hefur verið vitnað til, að opinbera hver hann er. Það er lýsandi dæmi um vinnubrögð þessa út' sendara Seðlabankans (Guð- mundar Hjartarsonar ?) að hann merkir ekki leiðara sina — svo allir „sannir fslending- ar" megi vita hver hann erf AD Barátta kennara Undanfarið hefur mátt lesa í flestum dagblöðum landsins um baráttu Sambands Grunn- skólakennara (nýtt nafn á Sam- bandi fsl. Barnakennara, SÍB), Sambandið setur á oddinn kröfu um að kennarapróf séu jafngild til launa, án tillits til hvenær þau eru tekin. Til áréttingar þessari kröfu sam- þykktu kennararnir að taka ekki nema f æfingakennslu þar til málið væri leyst. Val- geir Gestsson, formaður SG, segir í Þjóðviljanum þann 14. sept. sl. , að ákvæði um þetta hafi verið í síðasta kjara— samningi, en fjármálaráðu- neytið túlki það á annan hátt en þeir. Frásögn Valgeirs er mjög óljós, a.m. k. eins og hún birtist í blaðinu. Túlkun fjármálaráðuneytis- ins er þannig, að allir kenn- arar, sem voru neðar en í 13. launaflokki, voru færðir upp í þann flokk og héldu sín- um launaþrepum, en 13.1auna» flokkur er byrjunarlaunaflokk— ur manna með próf frá KHÍ. Siðasta útskrift kennara með gamla kennaraprófið var vor- ið 1973, þannig að þeir, sem hafið hafa störf strax að loknu námi eru nú komnir í 3. þrep 13. launaflokks, nema síöasti árgangurinn, sem er enn í 2. þrepi. Launamunur á 1. og 3. þrepi (nýútskrifað- ir kennarar fara í 1. þrep, komi ekki eitthvaö sérstakt til) er tæp 26 þús. á mán. Þannig er það ekki rétt sem haft er eftir Valgeiri í Þjóð- viljanum, að menn með allt að 14 ára starfsreynslu fái hana ekki metna til launa, þótt þeir fái ekki „nema" 26 þús. króna hærri mánaðar- laun en nýútskrifaður maður. leggur því mikið upp úr kenn- aramenntuninni. Þess vegna mætti ætla að Sambandið reyndi að ráðast gegn höfuð- vanda stéttarinnar hvað þetta snertir, en það er skorturinn á menntuðum kennurum. Einnig væri eðlilegt að áhersla væri lögð á að kenn- aramenntun væri einhvers metin í launum og við ráðn- ingar, en það virðist vera þessu Sambandi algert auka- atriði. Það er látið óáreitt þótt fólk með alls konar menntun sé í hærri launaflokk— um en réttindafólk. r þessari baráttu sinni hef- ur Sambandið heldur ekki ráð' ist gegn punktakerfinu, en samkvæmt þvi er gamla kenn- araprófið metið á 90 stig, en próf frá KHf á 1 30 stig, og langskólagengnir menn eins og prestar, eru siðan metnir hærra til launa, þótt þeir séu réttindalausir. Menn fá sið- an 4 punkta fyrir hvert ár í kennslu og 2 punkta fyrir viku- langt námskeið. Ef kennara- samtökin viðurkenndu þá stað— reynd á borði, sem allir við- urkenna í orði, að simenntun sé nauðsynleg og eðlileg, þá væri óneitanlega heilsteyptari pólitik að stefna að niðurfell- ingu punktakerfisins, gera námskeiðin að hluta starfsins, og hafa ,,sömu laun fyrir sömu vinnu" að meginreglu, ásamt þvi að lögð væri ahersla á kennararéttindin, eða hver tekur mark á yfirlýs- ingum skólastjórafélagsins, sem eru gráti næst yfir skorti á menntuðu vinnuafli, á með- an þeir eru að biðja um setn- ingar á réttindalausum mönn- urn, þótt umsóknir réttinda- fólks liggi fyrir ? LAUNASTEFNA SG Samband G runnskólakenn- ara tekur ekki inn í sin sam- tök aðra en þá sem hafabarna- kennsluréttindi, og berst fyr- ir þvi í orði að gera kennara- stéttina að öflugu fagfélagi og AÐGERÐIR SG Eins og áður sagði, taka kennarar ekki nema f æfinga- kennslu, til þess að leggja áherslu á þessa þröngsýnu kröfu sina. Mér vitanlega hefur það aldrei þótt góð póli- tfk að kippa löppunum undan eigin stétt, þegar menn eiga f baráttu. Kennarar gera sér vfst ekki grein fyrir þvi að þeir eru þegar búnir að koma í veg fyrir fjölgun í stéttinni næsta ár, fyrir nú utan það að þessir einstaklingar, sem nú þurfa að lengja sitt nám eru þeir sömu og stóðu með kennarastéttinni f fyrra, þeg— ar menn með gamla prófið voru hækkaði upp f 13. launa- flokk. Ég veit ekki hvort kennararnir vildu standa í sporum 3. árs nema nú, með 26 þús. króna lægri mánaðar- laun, ásamt þvi að þurfa að greiða á aðra milljón f náms- lán, vfsitölutryggt að fullu. Kennaranemar hafa sýnt ein- staka stillingu í þessu máli og hafa eingöngu farið þess á leit við SG að þeir beini ekki spjótum sinum að eigin bringu. Þegar þetta er skrif- að, þá veit ég ekki betur en óvist sé um hvort þessar að- gerðir kennaranna kæfi í fæðingu mjög athyglisverða og framsækna tilraun til end- urskipulagningar kennara- námsins sem nú fer fram á 1. misseri, en þessi tilraun er afurð áralangrar baráttu kennaranema og framsækinna manna stofnunarinnar og væri hörmulegt ef hún færi ut um þúfur út af þröngsýni og ónógri þekkingu á því sem er að gerast innan stofnunarinn- ar. Að lokum vil ég vona að þessi deila leysist sem fyrst og að kennarar fari að skvnja það að samstaða innan stétt- arinnar er nauðsynleg ef úr bætur eiga að fast, en vissu- lega er það kaldhæðnislegt að þessir postular mannlegra samskipta, sem eiga að efla félagsþroska nemenda sinna og gera þá hæfa til þess að vinna með öðrum, skuli vera klofnir í þrjú stéttarfélög, vinnandi sömu vinnu innan sömu stofnunar. A rsæll Másson, kennari Liðsfundur Samtaka herstöðvaandstæðinga Laugardaginn 23. september s.l. var haldinn í Félagsstofn- un stúdenta liðsfundur Sam- taka herstöðvaandstæðinga, sá fyrsti um langa hríð. Ætl- unin var fyrst og fremst að kynna þá málaflokka, sem koma til með að verða til um- ræðu og afgreiðslu á lands - fundi Samtakanna 21. -22. okt- óber næst komandi. Mikið fjölmenni var á fundinum framan af, en eins og venju- lega voru umræður allt of óskipulegar og langdregnar, svo undir lokin sátu einir eft- ir þessir fáu fastagestir ís- lenskra vinstrifunda. Það var einkum tvennt sem var athyglisvert við fundinn frá pólitísku sjónarmiði. í fyrsta lagi að sú tillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu um herinn og NATO sem Fylking- armenn að ógleymdum ýms- um oflokksbundnum sósíalist- um hófu að reka áróður fyrir meðal herstöðvaandstæðinga fyrir tæpu ári, á talsverðu fylgi að fagna. Fjölmargir herstöðvaandstæðingar, jafnt Alþýðubandalagsmenn sem aðrir, tóku undir hana í al- mennum umræðum á fundin- um. Þótti mörgum einsýnt að einungis barátta fyrir því áð slík atkvæðagreiðsla fari fram, ef geti orðið sam- tökunum það skýra og ekki of fjarlæga markmið f barátt - unni sem mætti bjarga þeim úr þeirri ládeyðu sem ríkt hefur undanfarið ár. Það er óþarfi að tíunda hér öll rök þessa máls, það hefur verið gert áður í þessu blaði. En hins vegar er nú ljóst að þó nokkrar líkur eru á þvi, að tillaga í þessa átt verði sam- þykkt á næsta landsfundi. Slík samþykkt ein sér mundi þó ekki nægja til að gefa SHA líf, langt því frá. Til þess þarf stort sameiginlegt átak allra íslenskra sósíalista, sem þvi miður virðast ekki miklar líku-r á eins og er. Þess meiri ástæða er fyrir byltingarsinna að liggja ekki á liði sinu og láta ekki Samtök herstöðvaandstæðinga deyja drottni sínum fyrr en allar leiðir hafa verið reyndar til þrautar. r öðru lagi kom í ljós að til- lögur þær, sem miða að breyt- ingu SHA i almenn ,,þjóðfrels issamtök", sem jafnframt berjist fyrir því sem kallað hefur verið efnahagslegt sjálf- stæði íslendinga, eiga ekki einu sinni vísan stuðning allra forystumanna A lþýðubanda - lagsins í herstöðvamálinu og eru að ýmsu leyti illa undir- búnar. Þau pólitisku rök, sem einkum mæla gegn sarr.— þykkt þessara tillagna hefur Arni Hjartarson tilgreint í ný- legri Dagskrárgrein í Þjóðvilj— anum . Við þau er síðan þvi að bæta, að þessar tillögur svipta SHA eðli sínu sem sam— fylking er sameinar andstæð- inga NATO, þó þeir standi á ólíkum grundvelli. Og einsog tillögurnar hafa verið rök- studdar í greinargerð, sem hér eru birtar glefsur úr, gera þær SHA að stjórnmála- flokki með vfðtæka stefnuskrá og þjóðernissinnaða hugmynda- fræði. Þá þokar baráttan gegn hernum og NATO um set, Ýmsir fundarmanna sem töldu sig efnislega sammála þessurr tillögum Elfasar Davfðssonar, fundu þeim einmitt þetta til foráttu. Þessi mál verða leidd til lykta á landsfundi SHA jafn- framt þvf sem önnur mál, einsog skipulagsmál og friðlýs- ingarhugmyndir verða tekin til umræðu. Það er nauðsyn- legt að róttækir sósfalistar fjölmenni á landsfundinn og taki þátt f að undirbúa hann með þvf að mæta á þá fundi, sem reynt verður að efna til f hverfahópum fram að honum. Ef ekkert verður að gert, eiga SHA sér litla lffsvon. HG Úr greinargerð með tillögum til lagabreytinga um útvíkkun á grundvelli samtakanna „Barátta SHA gegn hersetu og veru fslands f NATO hefur allt frá upphafi verið einn af hornsteinum f þjóðfrelsisbar- áttu fslendinga."........ „Áður fyrr var þjóðleg vitund sterk og menn varir um sig f hvert skipti sem erlend öfl reyndu að ná ftökum á fslandi, f dag er slfk vitund talsvert sljórri. "..... „Einnig hefur stefna fslenskr- ar auðstéttar verið sú að ger— ast f auknum mæli umboðsað- ili fjölda "alþjóðlegra" stofn- ana, sem vilja endurnýja ný- lendustöðu fslands f raun. Má f þvf sambandi nefna stofnanir eins og Fríverslun- arbandalag Evrópu (EFTA), Efnahags- og framfarastofn- unin(OECD), Alþjóða gjald- eyrissjóðinn (IMF) o.fl. Þess- ar stofnanir reyna að veikja sjálfstætt athafnalfí fslands með þvf m. a. að knýja á um afnám tolla, afnám takmark- ana á erlendum fjárfestingum, aukið frjálsræði f gjaldeyris- málum, o.s.frv. "........ ,,Þar sem allir ofangreindir þættir varða sjálfstæði fs — lensku þjóðarinnar og sjálf- ræði fslands, er ekki rétt að slfta þá f sundur, heldur ber að skilja hvernig þeir eru samslungnir. "......... „Þess vegna teljum við rétt að þjóðfrelsissamtök fslend- inga, sem f dag nefnast Sam- tök herstöðvaandstæðinga, rúmi innan veggja sinna alla þætti er varða sjálfstæðis- og þjóðfrelsisbaráttuna, þar á meðal baráttuna gegn efna- hagslegum þáttum heims» valdastefnunnar. "..... „Við markmiðsgrein laganna er bætt tveim nýjum setning um. Sú fyrri fjallar um það að samtökin standi vörð um efnahagslegt sjálfstæði fs- lands og vinni gegn ftökum fjölþjóða auðhringa og fjár- málastofnana. Þegar rætt er um fjolþjóða auðhringi er átt við öll einkafyrirtæki, sem starfa f fleiru en einu landi. Þessi skilgreining á þvf ekki aðeins við fyrirtæki sem reka stóriðju né aðeins við erlend fyrirtæki. ".... Undir þennan dæmalausa sam- setning skrifa m. a. : Arthur Morthens, Rvík; Eng- ilbert Guðmundsson, Akra- nesi; Guðrún Helgadóttir, Rvfk; Stefán Jónsson, Rvík; Vésteinn ölason, Rvík, auk höfundar, Elfasar Davfðsson- ar.

x

Neisti

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.