Neisti - 10.10.1978, Blaðsíða 8

Neisti - 10.10.1978, Blaðsíða 8
NEISTI lO.tbl. 1978 bls. 8 Skattleggið háar tekjur og gróða Jyrirtœkja í bráðabirgðalögum ríkisstjómar- innar eru ákvæði um sérstakan 6% viðbótarskatt á háar tekjur einstakl- inga og brúttóhagnað fyrirtækja og hækkun eignaskatts. Tekjurnar af þessum sköttum á síðan að nota til þess að fjármagna niðurgreiðslur af matvörum. Með þessu er stefnt í átt að tekjujöfnun í þjóðfélaginu. Hvað sem um bráðabirgðalög ríkisstjórn- arinnar má segja að öðru leyti þá eru þessar skattahækkanir spor í rétta átt. Auðvitað fylgdi þessari skatta- hækkun hávært væl í herbúðum íhaldsins. Fram á ritvöllinn hoppuðu lögspakir og siðavandir menn, sem töldu bráðabirgðalögin ólögleg og þar að auki siðlaust athæfi. Bakhjarl siðferðisins í landinu Nr. 1, Morgun- blaðið, benti á það í leiðara 22/9, að „ríkisstjórnin hefur nú hækkað tekju- skattana ásamt skyldusparnaði upp í 70% með næsta vafasömum hætti lögfræðilega séð og forkastanlcgum í siðferðilegu tilliti". Þrem dögum áður birtist í Mbl. grein eftir aðstoð- arbankastjóra í Seðlabankanum, þar sem því er haldið fram að „þegar farið er að taka meira en 50 kr. til hins opinbera af hverjum 100 kr., sem aflað er, fer að hallast á þá sveifína að tala megi um upptöku tekna, eða jafngildi hennar í stað eðlilegrar skattlagningar. Að minnsta kosti finnst mér að þegar skattheimtan er komin á það stig, sem hún kemst með hinum nýju bráðabirgðalögum, þ.e. að 70 kr. eru teknar af hverjum 100 kr., sem aflað er, að hægt sé með góðri samvisku að líkja því við upptöku tekna en ekki skattlagn- ingu“. í samfélagi borgarastéttarinn- ar er upptaka tekna eða eigna jafn stór höfuðsynd og afneitun guðs er í samfélagi þeirra við drottinn almátt- ugan. Það er því ekki nema von að vesalings aðstoðarseðlabankastjór- inn endi grein sína á ákalli til allra góðra manna um „stofnun öflugra varnarsamtaka skattgreiðenda". Markmið þessa áróðurs er aug- ljóst. Veilurnar í málflutningi boð- bera hans eru einnig augljósar. Á ís- landi eru beinir skattar (tekjuskattur, útsvar) mjög lítill hluti skatttekna ríkisins, ef miðað er við það sem algengt er í nálægum löndum. Skatt- stiginn er einnig tiltölulega lítið stig- hækkandi. Erlendis eru skattþrep, sem kveða á um að greiða skuli allt að 85-90% af tekjum umfram visst mark. Hérálandierhæstaskattþrep- ið í orði kveðnu tæp 60% ,(tæp 70% með ,10% skyldusparnaði, sem hægri stjórnin lagði á.) Vegna þess að skattar eru greiddir einu ári eftir á, er þessi skattprósenta mun lægri í raun. Miðað við 40% verðbólgu felur 70% skattur í sér að raungildi skattgreiðslunnar er 50% af raungildi þeirra tekna sem aflað var. Vegna verðbólgunnar þyrfti skatt- þrep, sem næði 85 -90% af raungildi teknanna að vera 119-126% í orði kveðnu! (Hér er miðað viö 40% verð- bólgu.) Hér á landi komast einstaklingar upp i hæsta skattþrepið við tiltölu- lega lágar tekjur. Við síðustu álagn- ingu komust einstæðir upp í 40% skattþrepið við 1835 þús. kr. og hjón við 2,6 millj. kr. tekjur á ári. Skyldu- sparnaðurinn og hátekjuskatturinn miðast við hærri tekjumörk. Engu að síður er það augljóslega óréttlátt að ekki séu hækkandi skattþrep fyrir þá sem hafa 4 millj. og þar yfir í tekjur á ári. (Allar tekjur eru hér miðaðar við árið 1977). Við athugun á skattbyrð- inni hér á landi kemur í ljós að hún þyngist nokkuð hratt þegar um mjög lágar tekjur er að ræða, en eftir að komið er upp í lágar miðlungstekjur, hækka skattar mjög hægt. Til þess að leiðrétta þetta augljósa misræmi hefði ekki verið óeðlilegt að setja ákvæði í bráðabirgðalög ríkisstjóm- arinnar um að einstæðir greiddu t.d. 20% af skattgjaldstekjum yfir 4 millj. og 30% af skattgjaldstekjum yfir 5 millj. o.s.frv., og samsvarandi fyrir Stjórnarandstaða innan A Iþýðubandalagsins í kosningaviðtali í vor sagði Svavar Gestsson eitthvað á þá leið, að Alþýðubandalagið hefði hafnað lýðræðislegu miðstjórnarvaldi lenín- ismans. Þó erfitt sé að gera sér grein fyrir því, hvenær það gerðist svona formlega séð (maður sér í anda Hvað ber að gera? Leníns borna upp og fellda á miðstjórnarfundi í Abl.) þá er það tvímælalaust rétt hjá honum, að lýðræðislegt miðstjórnarvald er ekki það sem einkennir æðstu stjórn- un flokksins. Það er fyrst og fremst lýðræðið sem á skortir, en ekki svo mjög miðstjómarvaldið. Á þetta hefur raunar margsinnis verið bent áður, og nægir í því sambandi að minnast á svo sjálfsagðan hlut sem innanflokksblað, þar sem allir flokks menn hafa jafnan rétt á að koma skoðunum sínum á framfæri - það er ekki fyrir hendi innan Abl. Og þó til séu innan Alþýðubandalagsins ýmsar stofnanir lýðræðis (landsfundur, flokksráð, miðstjórn, flokksdeildir o.s.frv.) hafa ágreiningur og at- kvæðagreiðsla verið næsta sjaldséðir gripir á fundum þeirra. Það er raunar gömul hefð sem sjá má í allri sögu Sósíalistaflokksins að líta á ágrein- ing sem eitthvað illt í sjálfu sér. Á opnum fundum er því allt gert sem hægt er til að dylja hann, þar kemur hann nær aldrei fram nema í mjög afbökuðu formi, en blómstrar þess meir með öflugri klíkustarfsemi, símabandalögum og baktjaldamakki. Milli stríðandi aðila í flokknum er yfirleitt fundin einhver málamiðlun í hverju deiluatriði, áður en viðkom- andi stofnun flokksins fjallar um það. Eðlileg afleiðing þessara starfshátta er að allur ágreiningur tekur á sig mjög persónulegt form, verður að ágreiningi milli einstaklinga sem stundum virðast allt að því hatast hver við annan - pólitískt inntak hans hins vegar hverfur í skuggann. Af þessu leiðir að loft verður allt lævi blandið innan flokksins, sérhver sá maður sem rís upp og andmælir einhveiju mikilsverðu atriði í stjórn- list og taktík flokksins á hverjum tíma getur átt von á því að verða fyrir barðinu á heiftarlegu persónuníði - pólitísk umræða um slík mál verður því lítið freistandi (það er engin til- viljun að í dagskrárgreinum Þjóð- viljans eru þessi mál lítið rædd, og síst af hinum meiri spámönnum flokks- ins. Þar er frekar deilt um almenn fræðileg málefni eða önnur mál, s.s. setuna, sem ekki varða stjóm- listina beinlínis). Lýðræðisleg og opin umræða er einfaldlega ekki álitin hafa neinu pólitísku hlutverki að gegna. Hún er ekki álitin æskileg. Þessi atriði komu stjórnarand- stæðingum innan Alþýðubandalags- ins heldur betur í koll í haust og áttu þeir ásamt pólitískum veikleikum þessarar andstöðu sjálfsagt mestan þátt í að hún varð aldrei nema fremur máttlaust klór. Raunar settu þau viðhorf sem hér hafa verið rakin svip á alla þátttöku Alþýðubandalags- ins í þessum geysilöngu stjómar- myndunarviðræðum nú i sumar. Almennir flokksmenn áttu ekki kost á mikilli þátttöku í þeirri stefnu- mótun. Þeir urðu að láta sér nægja að sækja stöku félagsfundi þar sem einhver af þingmönnum flokksins sagði fólki undan og ofan af því sem þá hafði þegar gerst. Svo lítil var upp- lýsingamiðlunin til eigin manna, að Þjóðviljinn var einsog álfur útúr hól miðað við síðdegisblöðin jafnvel hjón. Þessar tekjur hefði mátt nota t.d. til að greiða styrki til einstæðra mæðra og barnmargra fjölskyldna með lágar tekjur. Sumir æðstu embættismenn skatta- mála hér á landi hafa meiri þekkingu á skattamálum en leiðarahöfundur Mbl. og aðstoðarbankastjórar Seðla- bankans. í sumar gaf t.d. skatt- stjórinn í Reykjavík út yfirlýsingu um að það væri ekki honum að kenna að álagning skatta væri óréttlát. Verð- bólgan, sem skattalögin taka ekkert tillit til, bæri höfuðábyrgðina. Þetta er að mörgu leyti rétt. Verðbólgutil- færsla, sem menn fá í tengslum við lán, sem þeir greiða neikvæða vexti af, er ekki einungis undanþegin skatti, heldur beinlínis verðlaunuð með frádrætti vaxta til skatts. Þetta veldur því að Skattar hér á landi eru í mörgum tilfellum lægri hjá hátekju- mönnum en þeim sem hafa lágar tekjur. Það er einfalt reikningsdæmi að sýna hvernig maður sem hefur 1 millj. kr. lán í heilt ár, fær um 200 þús. kr. nettó-tekjutilfærslu yfir árið. (Við reiknum með því að verðbólgan sé 40%). Greiði þessi maður hluta skatta sinna samkvæmt 40% skattþrepinu, þá lækka skattar hans um 80 þús. kr. vegna þess að hann þurfti að greiða vexti, sem í raun eru neikvæðir. Það er augljóst mál að fyrirtæki og tekjuháir einstaklingar, sem eiga greiðan aðgang að lánastofnunum njóta í ríkum mæli þessarar glufu í skattalögunum. Það hefði verið mun nær því yfirlýsta markmiði bráða- birgðalaga núverandi stjórnar, að skattleggja verðbólgugróðann, að leggja viðbótartekjuskattinn á gróða fyrirtækjanna, að viðbættum vöxt- um, heldur en að leggja skattinn á brúttóhagnað þeirra (gróðinn + afskriftir). Þannig hefðu tekjur ríkis- sjóðs einnig orðið meiri. Tekjuskattar eru helsta tækið, sem dugað hefur til tekjujöfnunar í auðvaldsþjóðfélagi. Það er þess vegna rangt að draga af þeirri stað- reynd að skattalögin hér á landi eru þannig, að í mörgum tilvikum er um stiglækkandi en ekki stighækkandi skatta að ræða, að verkalýðshreyf- þegar kom að því að segja fréttir af þingflokks- og viðræðunefndarfund- um Alþýðubandalagsins. Gamla hefð- in um baktjaldamakkið var í háveg- um höfð, og má til dæmis taka þann fund æðstu manna flokksins, þar sem ráðherraefnin voru endanlega ákveð- in. Honum stýrði Ólafur Ragnar Grímsson, sem sjálfur var nefndur sem ráðherraefni en mætti þar hatrammri andstöðu margra reyndra flokksmanna sem töldu frama hans allt of skjótan. Fundurinn var engu að síður friðsamlegur en mjög langur. Var það einfaldlega vegna þess, að því er sagt er, að átökin áttu sér öll stað frammi á gangi. Þar gekk maður undir manns hönd í 4 klukkustundir að telja Svavar Gestsson ritstjóra á að taka að sér ráðherraembætti, aðal- lega til að koma í veg fyrir að Ólafur hlyti það. Svavar játti loks, mjög tregur, og var þá frá málunum gengið án þess að nokkurn tímann kæmi til atkvæðagreiðslu milli hans og Ólafs. En þrátt fyrir þetta andrúmsloft og þcssa starfshætti kom fram andstaða innan Alþýðubandalagsins við þátt- töku í ríkisstjórn. Á miðstjórnar- fundinum þar sem frá þessum málum var gengið greiddu 7 manns atkvæði gegn þáttökunni, og á flokksráðs- fundi skömmu síðar einir 19 (að vísu voru yfir hundrað fylgjandi). Meðal þessara „stjórnarandstæðinga" var varaformaður flokksins, Kjartan Ólafsson og annar þingmaður til, Svava Jakobsdóttir og fylgdu þeim nokkur önnur stór nöfn innan flokks- ins. En staða þessa hóps var erfið: Þeir höfðu engin tækifæri til að afla skoðun sinni fylgis meðal almennra flokksmanna á félagsfundinum, hvað þá til að kanna afstöðu allra félaga til þessa máls. Það er ekki gert ráð fyrir því að þannig sé að málum staðið, jafnvel þó jafn mikilvægt mál og stjórnarþátttaka sé á ferðinni. Al- ingunni beri að berjast fyrir afnámi tekjuskatts almennt. í stað þess að gerast aftaníossar borgarastéttar- innar í þessu máli, verður verkalýðs- hreyfingin og verkalýðsflokkarnir að taka upp raunhæfa baráttu fyrir því að tekjuskattar verði raunverulegt tæki til tekjujöfnunar. Þessi barátta verður að byggjast á eftirtöldum atriðum: 1. Staðgreiðslukerfi skatta. Þetta hefur verið krafa verkalýðshreyfing- arinnar í mörg ár. Nú er tækifæri til að ná henni fram. S.l. vor þóttust allir þingflokkar sammála þessari kröfu. 2. Afnám beinna skatta af almenn- um launatekjum (tekjur einstaklinga undir 3 millj. kr. á ári í dag) og stig- hækkandi skattar af tekjum sem eru hærri og tekjum fyrirtækja. 3. Breytingu skattalaganna þannig að afnumdar verði glufur, sem gagna hátekjumönnum og atvinnurekend- um. 4. Afnám vaxtafrádráttar einstakl- inga og fyrirtækja og ákvæði um sér- stakan skatt á verðbólgugróða. (Þess- ari kröfu verður að fylgja krafa um stóraukið framboð á ódýru leiguhús- næði. Það er einnig rétt að benda á það í þessu samhengi, að það sem í dag kallast „vaxtaokrið" er í raun ékkert annað en það, að fólk er að greiða á fáeinum árum niður fjárfest- ingarlán, sem nema margföldum launatekjum þess á ári. Til þess að breyta þessu er nauðsynlegt að krefjast þess að afborganir af lánum til íbúðarkaupa dreifist jafnt, að raungildi, yfir 25-40 ár, sem er eðli- legur endurgreiðslutími slíkra lána). 5. Aukið skattaeftirlit með rekstri fyrirtækja. Samkvæmt þeim upplýs- ingum, sem nú birtast í blöðum borgarastéttarinnar, þá áætlafulltrú- ar borgarastéttarinnar, að háttvirtir stéttabræður þeirra séu ekki síðri í skattsvikum en norskir atvinnurek- endur og steli því ekki minni upphæð undanen sem nemur 10-1 l%af þjóð- artekjunum árlega. Það er krafa verkafólks að augljós dæmi um skatt- svik verði gerð opinber og atvinnu- rekendur, sem lítinn eða engan tekju- skatt greiða, samtímis og þeir lifa í vellystingum praktuglega, verði skyldaðir til að gera grein fyrir öllum fjárreiðum sínum og opinbera öll gögn þar að lútandi. Innan verka- lýðshreyfingarinnar verður að byggja upp skipulagt eftirlit verkalýðsfélag- anna með skattsvikum atvinnurek- enda. ÁD. mennir flokksmenn heyrðu aðeins eftir á hvernig þessi mál hefðu farið í atkvæðagreiðslum innan æðstu stofn- ana flokksins. Og Morgunblaðið er fyrst til að skýra þeim frá því, hverjir það voru af for> stumönnum flokks- ins sem voru andvígir stjórnarþátt- tökunni. Við bætist annað atriði: Kjartan Ólafsson og félagar hafa hingað til ekki verið þekktir sem for- göngumenn aukins lýðræðis og op- innar umræðu innan flokksins. Jafn- vel þó þeir hefðu átt kost á því að láta reyna á þetta mál meðal allra flokks- manna í umræðu og atkvæðagreiðslu, er ólíklegt að þeir hefðu gert það; fyrst og fremst vegna þess að þeir hafa hingað til álitið slíka starfsemi gegn flokksforystunni nánast andflokks- lega og átt sinn þátt í að móta þá ólýð- ræðislegu starfshætti sem viðgangast. Það er því erfið aðstaða fyrir þá að vera skyndilega komnir í minnihluta innan flokksins. Þessir erfiðleikar skýra sjálfsagt að nokkru hvers vegna Kjartan Ólafsson beitti sér jafn lítið og raun varð á fyrir sinni skoðun á flokksráðsfundinum. Kannski er það þó þyngst á metunum, hvað aðstaða stjómar- andstæðinga er erfið í pólitísku tilliti. Alþýðubandalagið er sósíaldemókrat- ískur þingræðisflokkur, sem hingað til hefur m.a. reynt að koma sínum málum áleiðis með þátttöku í sam- steypustjómum og hvorki það né fyrirrennari þess Sósíalistaflokkurinn hikuðu við að láta slíka samvinnu ná til auðvaldsflokkanna þegar svo bar undir. Alþýðubandalagið gekk til síð- ustu kosninga með slíka samsteypu- stjórn í huga, það bar fram tillögu í „sem aðrir en Al- þýðubandalagsmenn ættu að geta samþykkt“ og gaf jafnframt í skyn að hermálið væri því ekkert úrslitaat- riði. Grundvöll þessara starfshátta og þessarar stjórnlistar draga núverandi „stjórnarandstæðingar" ekki í efa, þeir hafa átt hlutdeild í mótun hvors tveggja. En einmitt frá sjónarmiði þessarar stjómlistar var fráleitt annað en að Alþýðubandalagið tæki sæti í stjórn, væri þess einhver kostur. Miðað við á hvaða forsendum það vann sinn kosningasigur og miðað við þær tilslakanir sem allir aðilar gerðu í þessum viðræðum hefði skyndileg neitun Alþýðubandalagsins við stjóm- arþátttöku litið svo út sem það væri að hlaupast undan ábyrgð. Þeirmenn sem voru fylgjandi slíkri neitun hefðu orðið að taka afleiðingunum til að vera sjálfum sér samkvæmir - hafna allri núverandi stórnlist Alþýðu- bandalagsins og beijast fyrir nýrri sem m.a. fæli í sér kröfumar: Ekkert samstarf við kaupránsflokkana, efl- ing stéttarsjálfstæðis verkalýðshreyf- ingarinnar, fjöldabarátta utan þings fyrir þeim kröfum sem á dagskrá em hverju sinni og sem miða út fyrir ramma kapítalismans, ekkert sam- starf við einstaka hluta auðvaldsins (einsog íslenska iðnrekendur) - lýð- ræðislega og opna starfshætti innan sósíalískrar hreyfingar. Það bíður byltingarsinna innan og utan Alþýðu- bandalagsins að vinna slíkri stjórnlist fylgis. Hætt er við, að fyrrnefndir stjórnarandstæðingar innan Abl. verði ekki miklir liðsmenn þeirrar baráttu. Halldór Guðmundsson.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.