Stéttabaráttan - 23.05.1975, Síða 3

Stéttabaráttan - 23.05.1975, Síða 3
STÉTTABARATTAN 23.5. 5. tbl. 1975 ftti(»E FRAMHALD AF FORSlÐU SIGALDA Sjálfstœtt skipulag - Sp: Hver hefur verið afstaða verkalýðsforystunnar f þessu máli? AþA: Afstaða forystu verkalýðsfé- lags rangæinga hefur verið svona upp og ofan í gegnum þetta ár, sem vinna hefur verið hér. Það er skemmst frá að segja að við teljum þá hafa staðið sig mjög illa. En aft- ur á mðti hvað þessar aðgerðir snertir, sem eiga sér stað núna, þá hafa þeir frekar stutt við okkur en hitt. - Sp: Semsagt, ekki starfað gegn ykkur ? AþA: Ekki starfað gegn okkur, nei. Sem er náttúrulega dálítið óvenjulegt. Enda samanber fundinn sem var haldinn í gær. Atkvæðagreiðslan sýndi, að mannskapurinn var einhuga, ég héld það hafi verið 4 atkvæði með samþykktinni, sem við felldum og það væri náttúrlega dálítið erfitt fyr- ir verkalýðsforystuna að taka ein- hliða afstöðu gegn þessu. - Sp: Geturðu sagt okkur aðeins frá þessari atkvæðagreiðslu og líka nið- urstöðutölu, þannig að sjáist sam- staðan.? AþA: A fundinum hafa líklega verið milli 250 og 300 manns, og þó svo að atkvæðagreiðslan hafi farið fram með handauppréttingu, er hún alveg lögleg, því eins og ég sagði áðan voru aðeins 4 sem samþykktu þetta "kostaboð" júgóslavanna. - Sp: I hverjuvar það fólgið? AþA; Það var fólgið í því, að við færum að vinna aftur og þeir mundu ganga til samninga við okkur um samninga sem var búið að undirrita. - Sp: Hvað með afstöðu júgóslavn- esku verkamannanna, tóku þeir þátt í aðgerðunum ? AþA: Varðandi vandamál, sem hafa komið hér upp áður, til dæmis frí- helgarvinnubann, þá hefur mannskap- urinn farið af svæðinu. Þar af leið- andi hefur ekki verið hasgt að hindra þeirra vinnu. Júgóslavarnir hafa sem sagt verið látnir ganga í störf, sem íslendingarnir áttu að vinna. En núna þegar mannskapurinn er á svæðinu, þrátt fyrir að búið sé að reka okkur, eða við höfum sagt upp að mati júgóslavanna, þá hefur okkur tekist að hindra alla vinnu þeirra. Og það er ekki hægt að segja að þeir hafi gert neinar freklegar tilraunir til verkfallsbrota. - Sp: Taka þeir ekki þátt í verkfall- inu sjálfu? AþA; Það virðist nú vera að þeir greiði gjöld í þetta verkalýðsfélag (þ. e. Rangæing -/Sb). Þeir eru und- ir sfna heimamenn settir, og eiga eftir að fara heim. Ég veit ekki hvort það yrði tekið hart á þeim þar, en það er möguleiki, ef þeir mundu grípa til einhverra róttaíkra aðgerða með okkur. I raun og veru stoppum við þá. Þeir hafa brotið gegn frí- helgarbanni og öðru þvílíku, þannig að það hefur ekki verið um samstöðu x aðgerðum að ræða. - Sp: Það voru einhverjar fréttir um tillögu júgóslavaxma um að samn- ingarnir færu fram í gegnum ASÍ og verkalýðsfélagið. Geturðu sagt okk- ur af þvf ? AþA: Já það hefúr verið töluvert hitamál herna, að trésmiðirnir hafa ðskað eftir því að landssamband þeirra taki yfir samningsrétt þeirra, þ. e. a. s. úr höndum Rangæings. Það mál er komið í höfn. Það hefur verið imprað á því, að fleiri sérsambönd kæmu inní þett a mál og sambandsmenn hafa verið okkur til aðstoðar undanfarna daga. Af- staða þeirra til okkar hefur verið frekar hliðholl, þó svo að um ágrein- ing hafi verið að ræða í einstökum atriðum. En þar sem þessar að,- gerðir eru skipulagðar neðan frá, þ.e.a.s. af fólkinu sjálfu, er nátt- úrulega aldrei möguleiki á þvf að þeir gætu beint baráttunni okkur í ó- hag. - Sp: Telurðu að þið getið náð samn- ingsréttinum f ykkar hendur ? AþA: Samningsrétturinn í þessu máli er tvímælalaust í okkar höndum. En almennt séð hefur hann alls ekki verið íhöndum okkar, samanber síðustu samninga, þar sem engar kjarabætur eiga sér stað, utan rammasamninga fyrir verkamenn. En möguleikinn opnast núna í sam- bandi við næstu samninga, hvort sem það verður f gegnum Rangæing eða sérsambönd verkalýðsins. Ég held ég megi segja það alveg fyrir víst, að það verður krafa um það, að héð- an fari fulltrúi, frá verkamönnum, sem muni hafa bein áhrif á þá samn- inga. -'Sp: Hvernig verður áframhaldandi barátta skipulögð ? AþA: Hún hefur ekki verið skipu- lögð af trúnaðarmönnum. En mínar persónulegu hugmyndir eru, að þar sem þessi eindregna afstaða fjöldans hefur komið í ljós f sambandi við þetta mál, að þá eigum við nú mun auðveldara með að veita ENERGO að- hald með samningana, þannig að þeir sjái sér ekki fært að brjóta á okkur. Þvf að til aðgerða verður náttúrlega gripið aftur, ef um annað eins og þetta verður að ræða. - Sp: Hafið þið skipulagt fjölda- fundi með verkamönnunum ? Lýðrœðid i verkalýðs- félaginu Rangæingi Varðandi verkfallið á Sigöldu, kom mikið til umræðu þáttur verkalýðs- forystunnar f Rangæingi (verkalýðs- félagið í Rangárvallasýslu) og af- skipti hennar af baráttunni á staðnum. Tfðindamenn Sb. rseddu stuttlega við Hilmar Jónasson (sem nánar má kynnast í grein frá Sigöldu f 1. tbl. Sb. "75). Hann lagði áherslu á það, að verka- lýðsforystan væri "bundin lögum" og gæti ekki staðið f ólöglegum aðgerð- um. Og í tilfelli eins og á Sigöldu "þá komum við inní þetta dæmi sem sættandi aðilar"; sættandi aðilar milli verkamanna og Energoprojekt, og eins og allir sættandi aðilar, verður verkalýðsforystan að taka til- lit til beggja hagsmuna og þá er vitað hvernig sú "sátt" verður. Þá var Hilmari tíðrætt um lýðrseðið í Rang- æingi, talaði um lýðræðislegar AþA: Ekki almennt, nei. En það hafa verið haldnir fundir,' reyndar mjög sjaldan, en þegar hitamál hafa komið upp, þá hefur það verið gert Reyndar hef ég heyrt að fyrr í vetur hafi framkvæmdastjðri fulltrúaráðs stéttarfélaganna, lofað starfsmönn- úm við Sigöldu hálfsmánaðarlegum fundum, en við þetta hefur ekki ver- ið staðið. Þannig að það yrði ein- göngu verkalýðurinn hér sem stæði að þeim, ef til þess kæmi. - Sp: Hvernig hefixr afstaða verka- lýðsforystuimar verið? AþA: Mín skoðun á stöðu verkalýðs- forystunnar í þessu máli byggist á því, að ég tel að verkalýðsforystan sé gjörsamlega úr tengslum við al- þýðu manna; það hefur einmitt sýnt sig mjög vel hér, þótt ég fari ekki að nefna nein nöfii. En þ"ar sem kom- ið hefur I ljós að með ,þessu sam- stillta átaki, sem hefur átt sér stað .hér, þá höfum við getað knúið hana til þess að standa á bak við okkur. Þó veit ég ekki hvernig hefði verið staðið að málum, ef ekki hefði ver- ið einhuga samstaða á þessum fundi sem ég nefndi áður. Þetta er eitt af fáum skiptum sem við höfum ekki þurft að berjast líka við verkalýðs- forystuna. T. d. hefur það sýnt sig I nýlegu máli, að hún hefur framið gerræðislegar aðgerðir, sem hafa komið mjög illa niður á mannskapnum. - Sp: Hvaða mál var það ? AþA: Það var varðandi breytingu á úthaldi. Trúnaðarmaxmafundur ákvað að breyta því ekki. Sfðan fór fram atkvæðagreiðsla fyrir tílstilli verka- lýðsfélagsins um það, og þar var haldið við þá afstöðu að breyta ekki úthaldi. Sfðan, nokkrum dögum seinna, skrifar framkvæmdastjóri fulltrúaráðsins undir breytingu. Það var einhliða ákvörðun hans, að ég tel. - Sp: Væru aðgerðirnar mögulegar undir stjórn Rangæings ? AþA: Alls ekki. Það vita allir. Þetta skoðast sem ólögleg aðgerð og verkalýðsforystan fer ekki út fyrir þann borgaralega ramma, sem við vitum hver er, og gæti þess vegna aldrei verið leiðandi eða skipuleggj- andi afl í þessum aðgerðum. Það er engin forsenda fyrir þvf. Aðgerðirnar eru frá rótum skipulagð- ar neðan frá og það hefði verið and- stætt eðli verkalýðsforystunnar að taka beinan þátt í þeim. En aftur á móti er hún knúin til þesB að taka afstöðu með verkalýðnum. Því ein- hliða aðgerðir hefðu kallað fram rót- tækar aðgerðir um allt land og þá hefði forystan spilað rassinum úr buxunum, sem hún er þó búin að gera. - Sp: Það er, afhjúpast ? AþA: Hún er búin að því, en vegna mjög takmarkaðra blaðaskrifa um þetta mál frá sjónarhóli verkalýðsins þá hefur þetta ekki komið fram fyrr. - Sp: Semsagt, þessi aðgerð hefði aldrei verið möguleg, nema sem sjálfstæð skipulagning verkalýðsins sjálfs ? AþA: Jú, og baráttan hérna hefur ekki einungis beinst gegn ENERGO, heldur í rxkum mæli gegn verkalýðs- forystuimi í Rangárvallasýslu. - Sp: Hvaða hlutverk heldurðu að forystan spili f þessu máli nú ? AþA; Það má segja að hún sé sendi- boði. Framkvæmdastjóri heimar hefur gengið með tillögur og sam- þykktir okkar til ENERGO og borið annað til baka. En hún hefur ekki nein bein áhrif á aðgerðirnar, þar sem hún telur þær ðlöglegar, sem er eðlilegt miðað við eðli hennar. Hún á ekki möguleika á að hafa áhrif. Þetta er eingöngu bundið við starfs- menn og allar ákvarðanir eru teknar af þeim. - Sp: Heldur þú að forystan muni leitast við að koma á einhverri mála- miðlxm milli verkamanna og ENERGO? AþA: Það er möguleiki á þessu, en raunar er ekki um málamiðlun að ræða. Við gerum kröfu um að samn- ingar séu haldnir. Við lítum svo á að við bíðum eftir leiðréttingu kaups og annars og að því leyti teljum við þetta löglegar aðgerðir innan ramma borgaralegra laga. Verkalýðsforystan átti engra kosta völ. Þetta er það stór vinnustaður, og ef það hefði komist í hámæli, að verkalýðsforystan hefði knúið fram andstæða skoðun við 99% vinnandi manna á staðnum, hefði það leitt til víðtækra gagnaðgerða um allt land. Það hefði endað með því að hún hefði verið knúin til breytinga á þeirri afstöðu. - Sp; Eitthvað að lokum ? AþA: Þessar aðgerðir eru lærdóms- rxkar fyrir verkamenn almennt. Af þessu má læra um baráttuna almennt og einnig þar sem allt útlit er fyrir stórframkvæmdir útlendra aðila á íslandi í framtíðinni, nema komi til stefaubreytinga, þá er möguleiki að verkamenn sem þar starfa geti tekið mið af þeirri baráttu, sem við höf- um háð hér. -/eb stjórnir á lýðræðislegum fxmdum o. s.frv. Aðspurður um það, hvort verkalýðsforystan gæti hafa stýrt aðgerðunum, svaraði hann neitandi, vegna hinna txttnefndu laga, sem hann fer eftir. Raunar gæti forystan ekkert gert I skyndiaðgerðumí "Þetta er eðli íslenskra laga", sagði formaður verkalýðsfélagsins, "og með lögum skal land byggja." Hver setti lögin, fyrirhverja? Þetta er nokkuð sem Hilmar Jónasson veltir ekki fyrir sér. Hann fer eftir lögun- um og það ér akkúrat það, sem auð- valdið vill að hann geri. Hins vegar er það rétt, að verka- lýðsfélögin eru ábyrg gagnvart lög- um. Ef þau stýra ólöglegum aðferð- um, er hægt að dæma þau til skaða- bóta úr verkfallssjóðum. - Þetta er rétt hjá Hilmari og sýnir okkur, að ekki er nóg að losna við uppkeyptu verkalýðsforystuna, heldur verður að losna við þessi lög, sem hefta baráttu verkalýðsins. Vert er að hafa þetta I huga nú, þegar ASÍ-for- ystan er að makka við VSÍ um nýja vinnulöggjöf, þar sem baráttufrelsi verkalýðsins er meira skert, m. a. með því að vald sáttasemjara verði aukið. Aðspurður um makk verkalýðsfor- ystunnar við atvinnurekendur, sagð- ist hann ekki vita hvað það væri; hefði að vxsu heyrt orðið nefnt en ekkert meira. Hann sagði að verka- menn ættu fulltrúa I samninganefed. Verkamaður hafði annað um það að segja, eins og kemur fram sfðar I þessari grein. Makk ASÍ-forystunn- ar við VSl er ekki til, að áliti Hilm- ars. Þetta hljómar ankannalega í eyrum verkamanna, sem beðið hafa eftir samningum mánuðum saman og heyra nú ekki orð frá forystunni, sem er "upptekin í viðræðum" við fulltrúa VSÍ/ Þannig hefur formaður Rangæings játað, að forystan (eða verkalýðsfé- lagið og lögin, eins og hann orðaði það), getur ekki staðið fyrir hags- munum verkalýðsins, af þvf að hún þarf að taka tillit til hagsmuna at- vinnurekenda. Agúst Þór Arnason hafði allt aðra sögu að segja um lýðræðið í Rangæ- ingi. Fer hér á eftir viðtal við hann um þetta. Fyrst var hann spurður um lýðræðið, sem Hilmar gumaði af. "Lýðræðið innan verkalýðshreyfing- arinnar, sem Hilmar var að tala um, má skoðast í þvf ljósi, sem sést hef- ur hér f Sigöldu. Þá er fyrst að nefea fund, sem var haldinn eftlr undirskrift samninga, með fyrirvara um samþykki fundar. LýðrEeðið byggðist á þvf, aðframkvstj. full- trúaráðsins settist niður, skipaði sjálfan sig fundarstjóra og einskorð- aði umræðurnar við þau málefnl, sem hann vildi ræða. Þetta tókst nú ekki betur en svo, að nokkrir óþekkir menn stóðu upp og mðtmæltu þessum vfenubrögðum og vildu ræða ýmis mál, sem virtust vera viðkvæm fyrir verkalýðsforystuna en fundar- stjóri tók þau út af dagskrá og neit- * aði að ræða þau og sagði að einung- is ætti að ræða samningana. En þessir samningar sem þarna um ræddi voru þess eðlis, að einungis tveir starfshópar, sem starfa f Sig- öldu, fengu nokkrar kjarabætur fram yfir það sem segir í rammasamningi ASl. Til að mynda fengu verkamenn engar bætur og var að því spurt, hvort þetta væri eðlilegt. Því var til svarað, að 1. júní væri möguleiki að bæta þetta aðeins. Þessi fundur stóð í á að giska klukkutfma, sem er fullstuttur tími til að kynna samniriga, Frh. á bls. 5 „Sósíalisminn“ í Júgósiavíu Þegar tfðindamenn Stéttabaráttunnar fóru upp á Sigöldu vegna verkfallsins nýlega, kyniitu þeir sér afstöðu júgóslavnesku verkamannanna á staðnum. Hla gekk að fá júgóslavneskan verka- mann til viðtals. Olli því a.m.k. tvennt. Annars vegar tungumfilaörð- ugleikar og hins vegar hræðsla júgó- slavanna við að ræða við fréttamenn. lslenskir verkamenn á staðnum höfðu sömu sögu að segja. Bentu þeir okk- ur á, að atvinnuleysi væri mjög mik- ið í Júgóslavfu og því ekki ráðlegt fyrir júgóslavnesku verkamennina að gera neitt, sem gæti skaðað þá. Loks hittum við einn, sem talaði . sæmilega ensku. Sá galli var þó á gjöf Njarðar, að þegar tíðindamaður- inn minntist á kommúnistaflokkinn eða eitthvað í þá veruna, skildi ' verkamaðurinn ekki neitt og vildi ekkert segja; bar því líka við að hann væri ópólitískur. Þessa skýr- ingu fengum við líka hjá aðstoðar- manni forstjóra Energóprójekt. Ljóst er þó, að kúgunin á júgóslavn- esku verkamönmmum er mjög mikil. Til dæmis hafa þeir ekki fengið laun greidd síðastliðria sex mánuði og þegar þeir ráða sig hjá Energóproj- ekt, skuldbinda þeir sig til að sætta sig við allt að þriggja mánaða drætti á launagreiðslum. Að auki þurfa þeir að greiða fæði og húsnæði á staðnum, sem fæstir íslensku verkamannanna þurfa að gera. Afstaða þeirra til aðgerða fslensku verkamannanna var óljós. Verkfoll eru al|erlega bönnuð í Júgóslavíu og alveg ovíst hver viðurlög eru við ó- löglegum aðgerðum eða stuðningi við þær. Þó kom í ljós í viðtali við einn úr verkfallsnefedinni, að júgó- slavnesku verkamennirnir hafa ekki gert freklegar tilraunir til verkfalls- brota. Við spurðum júgóslavneska verka- manninn hver ætti fyrirtækið, en fengum ekkert svar, sem hægt væri að byggja á. En aðstoðarmaður for- stjórans var ekki f vanda með svar- ið; verkamennirnir eiga það. R&ð verkamanna ræður, sagði hann, en síðar kom í Ijós, að ráðið hefur að- eins rétt til að tala og er einungis sjaldan kallað saman. Þannig að þetta lítur frekar út sem borgaralegt atvinnulýðræði, þar sem verkamenn- irnir "fá að segja jfi", til staðfest- ingar ákvörðunum eigendanna. Einn íslensku verkamannanna sagðist halda, að eignarhald á Energóprojekt væri eipkaeign og samvinnueign til helminga. Þetta gefur okkur tilefai til að rifja upp þátt úr utanríkisstefnu júgóslava undir stjórn endurskoðunarsinnans Títós. Alþýðulýðveldið Albanía á Balkan- skaganum hefur orðið fyrir áreitni frá júgóslavnesku endurskoðunar- stefnunni. Eins og Enver Hoxha orðaði það í ræðu fi fundi kommún- istaflokka í Moskvu 1960, þá væri draumur Títós að gera Albaníu að 7. lýðveldi Júgðslavfu. Tító hefur bæði leynt og ljðst afhjúpað þessi á- form sín. Innanlandsmálin eru eftir þessu. Af- staða Tító-klíkuimar til alræðis ör- eiganna, birtist í stefauskrá flokks- ins, þar sem segir, að alræði ör- eiganna, pðlitískt og efnahagslegt, sé blátt áfram ónauðsynlegt, fræði- lega rangt og skaðlegt fyrir sósfal- ísmann. Þetta þýðir ekkert annað en að sósíalisminn skuli afeuminn og kapitalfskir framleiðsluhættir teknir upp. Þannig er Júgðslavfa undir stjórn endurskoðunarklxku Títós ekkert annað en kapitalískt lögreglu- rfei, og þjóðabrot og verkamenn búa við sömu kúgun og verkamenn Sovétríkjanna undir stjórn Brésneffs- klfkunnar. Enda kemur á dagfen að þessi er stefean í báðum löndunum: völd for- stjóra og borgaralegra afla, kúgun á verkalýðnum. Þessi kúgxrn kemur ljóslega fram á Sigöldu. _/eb

x

Stéttabaráttan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.