Fréttablaðið - 28.08.2009, Side 2
2 28. ágúst 2009 FÖSTUDAGUR
ALVÖRU SÁLFRÆÐITRYLLIR
D
Y
N
A
M
O
R
E
Y
K
JA
V
ÍK
www.bjartur.is
Ný stjarna á himni
reyfarahöfunda
Þýðandi: Bjarni Jónsson
BEINT Í
3. SÆTI
METSÖLULISTA
EYMUNDSSON
D
Y
N
A
M
O
D
Y
N
A
M
O
M
R
E
Y
K
J
R
E
Y
K
JA
V
A
V
AA
ÍKÍ
ALÞINGI Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna
létu ríkisstjórnina – og þá sér í lagi Steingrím J.
Sigfússon fjármálaráðherra – heyra það í þriðju
umræðu um Icesave-frumvarpið sem stóð á
Alþingi í allan gærdag og fram á kvöld.
Töldu þeir stjórnvöld hafa haldið illa á málinu
og í raun klúðrað því. Ætlan þeirra hafi verið að
keyra málið óbreytt í gegnum þingið en til allrar
lukku hafi það breyst mjög til betri vegar.
Það voru svo til eingöngu stjórnarandstöðuþing-
menn sem fluttu ræður en örfáir stjórnarliðar
tóku þó til máls.
Frumvarpið um ríkisábyrgð vegna Icesave-
reikninga Landsbankans tók miklum breytingum
í meðförum fjárlaganefndar. Voru færðir í það
margvíslegir fyrirvarar, bæði efnahags- og laga-
legir. Eru þeir í frumvarpinu sagðir „óaðskiljan-
legur hluti ríkisábyrgðarinnar“.
Skrifað var undir Icesave-samningana 5. júní
og frumvarp um ríkisábyrgð vegna lána var lagt
fyrir þingið í byrjun júlí.
Til stendur að greiða atkvæði um málið á þing-
fundi sem hefst klukkan tíu í dag.
- bþs
Stjórnarandstaðan harmaði framgöngu ríkisstjórnarinnar í Icesave-málinu í gær:
Atkvæði um Icesave greidd í dag
SIGMUNDAR TVEIR Þingmenn sátu að mestu hljóðir undir
ræðum um Icesave-málið á Alþingi í gær. Áður en þingfundur
hófst hafði forsætisnefnd Alþingis fjallað um frammíköll og
tíðan óróa í þingsalnum síðustu vikur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Rúnar Helgi, hefur þetta mikla
þýðingu fyrir ykkur?
„Já, þetta þýðir að íslenskan verði í
askana látin.“
Umsóknaraðild Íslendinga að Evrópu-
sambandinu hefur í för með sér mikil
uppgrip fyrir íslenska þýðendur. Rúnar
Helgi Vignisson er formaður Bandalags
þýðenda og túlka.
FJÁRMÁL Laun Jóns Sigurðssonar,
framkvæmdastjóra Stoða, lækka
um 70 prósent samkvæmt nýjum
samningi sem Eiríkur Elís Þor-
láksson, stjórnarformaður félag-
ins, sagði frá í gær.
Eiríkur sendi frá sér yfirlýsingu
eftir að Fréttablaðið birti í gær
frétt þess efnis að framkvæmda-
stjóri Stoða væri enn á fyrri ofur-
launum þrátt fyrir að félagið hafi
gengið í gegnum nauðasamninga
þar sem skuldir umfram eign-
ir voru um 200 milljarðar króna.
Fram kom í fréttinni að verið væri
að semja við Jón Sigurðsson um
laun á lágstemmdari nótum.
„Framkvæmdastjóri félagsins,
Jón Sigurðsson, hefur síðustu miss-
erin starfað fyrir Stoðir, áður FL
Group, samkvæmt gildandi ráðn-
ingarsamningi. Laun framkvæmda-
stjóra samkvæmt samningnum eru
um fimm milljónir króna á mánuði.
Eftir að nauðasamningar Stoða voru
samþykktir fyrr í sumar varð fyrst
ljóst að starfsemi félagsins myndi
halda áfram. Samkomulag hefur nú
verið gert við framkvæmdastjóra
félagsins sem felur í sér yfir 70 pró-
senta lækkun á launum hans,“ segir
í yfirlýsingu Eiríks. Samkvæmt
þessu verða mánaðarlaun Jóns um
1,5 milljónir króna.
Fréttablaðið óskaði í gær eftir
nánari svörum frá félaginu um
starfskjör framkvæmdastjórans.
„Frá hvaða tímapunkti gilda þessi
nýju launakjör? Fær forstjórinn
aðrar greiðslur í tengslum við það
að gefa eftir fyrri ráðningarsamn-
ing sinn við Stoðir?“ segir í fyrir-
spurn Fréttablaðsins sem Stoðir
kusu að svara ekki.
Í yfirlýsingu Eiríks stjórnar-
formanns segir að ekki sé rétt
að Stoðir séu í meirihlutaeigu
ríkisfyrirtækja eins og sagt var
í Fréttablaðinu. Þar kom fram að
gamli Glitnir og Nýi Landsbankinn
eigi samtals um 58 prósent í Stoð-
um. Voru félögin bæði tvö í frétt-
inni talin í eigu ríkisins. Hið rétta
er hins vegar að gamli Glitnir er
ekki í eigu ríkisins heldur tilheyr-
ir hópi ótiltekinna kröfuhafa sem
á eftir að skýrast hverjir eru. Árni
Tómasson, formaður skilanefndar
Glitnis, segir helstu kröfuhafa vera
erlenda banka.
Ekki liggur á lausu hverjir eru
hluthafar í Stoðum fyrir utan gamla
Glitni og nýja Landsbankann. Júlí-
us Þorfinnsson, verkefnastjóri hjá
félaginu, segir hluthafana á annað
hundrað talsins, að mestu íslensk-
ar og erlendar fjármálastofnanir og
félög. „Stoðir eru ekki lengur með
skráð hluta- eða skuldabréf í Kaup-
höll Íslands og nánari upplýsingar
eru ekki veittar um hluthafalista
félagsins, að minnsta kosti ekki að
svo stöddu,“ segir Júlíus.
gar@frettabladid.is
Laun forstjóra Stoða
lækkuð í 1,5 milljónir
Fimm milljóna króna mánaðarlaun forstjóra Stoða lækka um 70 prósent. Þetta
kemur fram í yfirlýsingu stjórnarformanns Stoða sem bendir á að félagið sé
ekki í meirihlutaeigu ríkisins. Ekki fæst upplýst hvenær nýju kjörin taka gildi.
UMRÓTATÍMAR Mikil óvissa skapaðist um framtíð Stoða við yfirtöku ríkisins á Glitni í
fyrrahaust. Stoðir fóru í greiðslustöðvun og tóku kröfuhafar félagið yfir með nauða-
samningum í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
JÓN
SIGURÐSSON
EIRÍKUR ELÍS
ÞORLÁKSSON
AFGANISTAN, AP Einum af yngstu
föngum í Guantanamo-fangabúð-
unum á Kúbu hefur verið sleppt
úr haldi. Hann var færður í búð-
irnar frá Afganistan árið 2002,
sakaður um að hafa kastað hand-
sprengju að bíl. Í árásinni særð-
ust tveir bandarískir hermenn.
Dómari fyrirskipaði að honum
skyldi sleppt og taldi að hann
hefði verið neyddur til að játa á
sig árásina. Mohammed Jawad
hyggst nú kæra Bandaríkjastjórn
vegna málsins. Hann segist hafa
sætt margvíslegum pyntingum í
búðunum. Fjölskylda hans segir
hann hafa verið tólf ára þegar
hann var handtekinn. - þeb
Var haldið í Guantanamo:
Vill bætur frá
Bandaríkjunum
BANDARÍKIN Allar líkur eru á því
að stúlka, sem rænt var í Banda-
ríkjunum fyrir átján árum, sé
komin í leitirnar. Tveir menn eru
nú í haldi lögreglu vegna málsins.
Konan sem um ræðir gekk inn
á lögreglustöð og sagðist vera
Jaycee Lee Dugard, og hefði
verið rænt fyrir átján árum
síðan. Jaycee Lee var ellefu ára
gömul þegar henni var rænt á
leið í skóla. Hún hefur aldrei sést
síðan.
Lögreglan í Kaliforníu segir að
allar líkur séu á því að konan sé
fundin og foreldrar hennar eru á
sama máli. Niðurstaðna úr DNA-
prófi var að vænta í nótt. - þeb
Stúlka sem var rænt:
Fundin eftir átj-
án ár í gíslingu
Vísitalan hækkar enn
Vísitala neysluverðs miðuð við
verðlag í ágústmánuði er 346,9 stig
og hækkaði um 0,52 prósent frá fyrra
mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur
vísitalan hækkað um 10,9 prósent,
samkvæmt tölum Hagstofunnar.
EFNAHAGSMÁL
EFNAHAGSMÁL Verðtryggingin er
afsprengi óstöðugs hagkerfis, þar
sem stjórnmálamenn leiðrétta
mistök sín með því að fella gengi
krónu. Hún er skásti valkostur
lántakenda, sem annars þyrftu að
taka gengistryggð lán, eða hafa
breytilega vexti á lánum.
Slíkir vextir hefðu til dæmis
farið í 25,5 prósent haustið 2008.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ,
segir þetta, spurður um gagnrýni
Eyglóar Harðardóttur, þingmanns
Framsóknar, í garð ASÍ í blaðinu á
miðvikudag.
Eygló sagði þar að ríkisstjórn-
in hafi ekki hreyft við verðtrygg-
ingunni, því það sé „andstætt vilja
eins helsta bakhjarls Samfylking-
arinnar, ASÍ, sem [vill] verja sitt
helsta valdatæki, lífeyrissjóðina“.
„Umrædd þingkona þekkir
greinilega ekki nokkurn skapað-
an hlut til. ASÍ skipar ekki einn
einasta fulltrúa í stjórn lífeyris-
sjóðs og hefur enga beina aðkomu
að rekstri þeirra. Hins vegar
eru sjóðirnir partur af okkar
kjarasamningi og einstök
aðildarfélög kjósa stjórnar-
menn lífeyrissjóða. Þetta
hefur ekkert með valdavígi
að gera heldur hefur að gera
með að standa vörð
um réttindi fólks,“
segir Gylfi.
Spurður hvort hann telji enga
ástæðu til að endurskoða verð-
trygginguna, segir Gylfi: „Jú, það
er mjög mikil ástæða til þess. Það
gerum við með því að fá meiri stöð-
ugleika í hagkerfið, meðal annars
með því að sækja um aðild að ESB
og taka upp evru. Þá fengi fólk
svipuð kjör og fást í nágranna-
löndunum.“ - kóþ
Forseti ASÍ segir þingkonu Framsóknar ekkert vita um ASÍ og lífeyrissjóðina:
Verðtrygging eða upptaka evru
GYLFI ARNBJÖRNSSON Segir
mjög mikla ástæðu til að
enduskoða verðtrygginguna.
Það verði gert með því að auka
stöðugleika, með aðild að
ESB og upptöku evru.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
STJÓRNMÁL Katrín Júlíusdóttir
iðnaðarráðherra telur að endur-
skoða þurfi samning milli HS
Orku og Reykjanesbæjar um
framsal á auðlindum til 65 ára.
Þetta kom fram í fréttum Stöðvar
2 í gær.
Katrín minnir á að til er nefnd
sem mótar stefnu um auðlindir í
eigu ríkisins.
Henni finnst
eðlilegt að sú
vinna sé höfð
til hliðsjónar og
að samningur
milli HS Orku
og bæjarins sé
endurskoðaður
með það í huga,
sérstaklega
þegar kemur að
greininni sem
fjallar um leigutíma. Þar telur
hún að gengið hafi verið of langt.
Hún segist hafa komið þessum
skoðunum sínum til skila. - þeb
Iðnaðarráðherra:
Vill endurskoð-
un samnings
MENNING Risastórum hval var
komið fyrir í Kringlunni í gær og
verður hann þar til sýnis næstu
daga.
Hvalurinn verður í Kringlunni
í tengslum við frumsýningu
myndarinnar Reykjavík Whale
Watching Massacre, sem verð-
ur frumsýnd þann 4. september
næstkomandi.
Það er Júlíus Kemp sem leik-
stýrir myndinni, sem fjallar um
hóp ferðamanna sem fer í hvala-
skoðun. Myndin er líklega fyrsta
íslenska hryllingsmyndin sem
gerð hefur verið. - þeb
Í tengslum við frumsýningu:
Risastór hvalur
í Kringlunni
HVALURINN FÆRÐUR Talsvert átak var
að koma hvalnum fyrir í Kringlunni og
þurfti að labba með hann langa leið á
áfangastað. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Þyrlan sótti stúlku
Sextán ára stúlka féll af reiðhjóli sínu
á fjallvegi norðan Tindafjallajökuls
í gær. Talið er að hún hafi axlar-
brotnað og hlotið kviðáverka. Þyrla
Landhelgisgæslunnar sótti stúlkuna
og flutti hana á Landspítalann í Foss-
vogi um kvöldmatarleytið í gær.
SLYS
KATRÍN
JÚLÍUSDÓTTIR
SPURNING DAGSINS