Fréttablaðið - 28.08.2009, Qupperneq 4
4 28. ágúst 2009 FÖSTUDAGUR
M Á L V E R K A U P P B O Ð
Erum að taka á móti verkum fyrir næsta uppboð.
Lægri sölulaun – Örugg þjónusta
Skipholti 35
105 Reykjavík. sími 511 7010
Gsm: 847-1600
petur@galleriborg.is
Fyrir fjársterka aðila leitum við að módelmyndum eftir
Gunnlaug Blöndal, verkum eftir Louisu Matthíasdóttur
og góðum Kjarvalsmyndum.
Vinsamlegast hafi ð samband sem fyrst í
síma 511 7010 eða 847 1600
LÖGREGLUMÁL „Almennt er það
vegna þess að upplýsingar eru við-
kvæmar, þær geta verið ónákvæm-
ar og svo gæti birting þeirra skað-
að rannsóknarhagsmuni eða valdið
öðrum skaða,“ segir Stefán Jóhann
Stefánsson, ritstjóri hjá Seðla-
bankanum, spurður hvers vegna
bankinn svarar ekki spurningum
Fréttablaðsins um meint brot á
gjaldeyrishöftum.
Eins og kunnugt er hefur gengi
krónunnar veikst umtalsvert
á liðnum mánuðum þrátt fyrir
gjaldeyrishöft og hagstæðan vöru-
skiptajöfnuð.
„Staða erlendra aðila í krónum
hefur lækkað nokkuð undanfarna
mánuði, sem bendir til þess að
farið sé í kringum höftin í einhverj-
um mæli,“ segir í yfirlýsingu pen-
ingastefnunefndar Seðlabankans
13. ágúst síðastliðinn. Fréttablaðið
óskaði eftir svörum frá Seðlabank-
anum um meint brot á gjaldeyris-
höftunum sem vísað hefur verið til
Fjármálaeftirlitsins.
„Seðlabankinn veitir ekki
nákvæmar upplýsingar um það,
en bankinn starfar í nánu sam-
starfi við FME vegna rannsókna á
brotum um gjaldeyrismál og regl-
um settum á grundvelli þeirra og
hafa stofnanirnar gert með sér
samstarfssamning vegna þessa,“
er svarið þegar spurt er um fjölda
slíkra mála.
„Seðlabanki Íslands getur ekki
veitt upplýsingar um slíkt,“ er svar-
ið þegar spurt er um stöðu þessara
mála, þær upphæðir sem um sé að
tefla og um hvaða aðila sé að ræða
og í hvaða greinum þeir starfi.
Afnema á gjaldeyrishöftin í
áföngum. Fyrsti áfanginn verður að
aflétta höftum af innstreymi gjald-
eyris. Ætlunin er að hefja það ferli í
október að því gefnu að nauðsynleg
skilyrði hafi skapast. Á meðan er
unnið að því að sjá til þess að betur
sé farið eftir lögunum.
„Skref í þá átt var stigið með
stofnun Gjaldeyriseftirlits innan
Seðlabankans í júní. Frekari skref
eru áformuð, en ekkert er hægt að
segja um þau á þessu stigi,“ er svar
Seðlabankans þegar spurt er hvort
í bígerð sé að herða umgjörð og
eftirlit með gjaldeyrishöftunum.
Fjármálaeftirlitið segir rann-
sóknirnar flóknar. Sum málin hafi
orðið tilefni rannsóknar á öðrum
brotum á lögum um gjaldeyris-
mál. „Vegna þessa er erfitt á þess-
ari stundu að segja nákvæmlega
til um fjölda mála sem til rann-
sóknar eru,“ útskýrir stofnunin.
Beita má stjórnvaldssektum við
minni háttar brotum en stærri
mál fara til lögreglu. Fjármála-
eftirlitið svarar því ekki hvort
viðurlögum hafi þegar verið
beitt.
gar@frettabladid.is
Engin svör um meint
gjaldeyrishaftasvindl
Hvorki Seðlabankinn né Fjármálaeftirlitið vilja upplýsa nokkurn hlut um þau
mál sem eru til rannsóknar vegna þess að talið er að farið hafi verið í kring um
gjaldeyrishöftin. Herða á eftirlit en samtímis er stefnt að því að minnka höftin.
FER GJALDEYRINN Í RÉTTAR HENDUR? Krónan veikist og Seðlbankinn hefur vísað
ótilgreindum fjölda mála til Fjármálaeftirlitsins vegna gruns um að farið sé í kring
um gjalderyrishöftin. NORDICPHOTOS/GETTY
VEÐURSPÁ
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
Alicante
Amsterdam
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
New York
Orlando
Osló
París
Róm
Stokkhólmur
31°
20°
27°
28°
18°
21°
25°
26°
21°
25°
27°
21°
22°
32°
16°
22°
34°
22°
12
9
7
8
8
8
10
12
Á MORGUN
5-13 m/s hægastur sunnan
til.
SUNNUDAGUR
5-13 m/s, stfastur
norðvestan til
16
13
6
8
10
10
10
6
10
5
5
5
8
10
16
6
10
8
10
ÁGÆTT SYÐRA
Í dag og alveg fram
á sunnudag verður
besta veðrið á landinu
syðra. Má búast við
björtu með köfl um
og ágætlega hlýju
að deginum, sýnu
hlýjast til landsins
á suðausturlandi.
Norðanlands og aust-
an verður vætusamt
og svalt og verður svo
fram yfi r helgi. Það er
nokkuð á reiki hvað
gerist eftir helgina.
13 12
8
87
Sigurður Þ.
Ragnarsson
Veður-
fræðingur
REYKJAVÍK Ólöf Örvarsdóttir
hefur verið ráðin skipulagsstjóri
Reykjavíkurborgar. Þetta var
samþykkt á
fundi borgar-
ráðs í gær.
Ólöf er arki-
tekt að mennt
og stundaði
nám í Noregi og
á Ítalíu.
Hún hefur
víðtæka
reynslu á sviði
skipulagsmála
og hefur unnið
á teiknistofum á Íslandi og Ítalíu.
Ólöf hóf störf hjá borgarskipu-
lagi 2001. Hún varð aðstoðar-
skipulagsstjóri 2007 og hefur
gegnt starfi skipulagsstjóra
Reykjavíkurborgar frá því í
febrúar 2008.
Hún er gift Ásgeiri Geirssyni
og eiga þau þrjú börn. - kóþ
Reykjavíkurborg:
Ólöf ráðin sem
skipulagsstjóri
ÓLÖF
ÖRVARSDÓTTIR
MENNTAMÁL Þau 40 börn sem
eru skráð í Menntaskólann fyrir
haustönnina eru öll skráð í ein-
hverja aðra skóla, að sögn Eddu
Huldar Sigurðardóttur, skóla-
stjóra Menntaskólans. Börn sem
ekki hafa hafið nám í haust eru í
fríi með foreldrum, að sögn Eddu.
Menntamálaráðuneytið er nú
með umsókn grunnskólans til
umfjöllunar og getur ferlið tekið
um fjóra mánuði. Edda segir að
einhverjir foreldrar hafi sagst
ætla að taka börnin úr skólum
sem börnin eru skráð í um leið og
Menntaskólinn fær starfsleyfi.
„Það gefur augaleið að ef það
dregst eitthvað að við opnum er
ekkert foreldri sem heldur barni
sínu frá skóla í langan tíma,“
segir Edda. - vsp
Börnin í Menntaskólanum:
Öll skráð í aðra
skóla samhliða
EFNAHAGSMÁL Nefndarmenn pen-
ingastefnunefndar Seðlabankans
voru sammála um að veigamikil
rök hnigju gegn lækkun stýri-
vaxta meðan gengi krónunnar
var jafnlágt og raun bar vitni.
Þetta kemur fram í fundargerð
Seðlabankans frá því um miðjan
ágúst.
Þótt þess sæjust engin skýr
merki að fyrri lækkanir stýri-
vaxta hefðu haft veruleg áhrif á
það að farið hefði verið í kringum
gjaldeyrishöftin, fé safnaðist
fyrir á gjaldeyrisreikningum eða
á veikingu krónunnar almennt,
væri samt sem áður ekki hægt að
útiloka slík áhrif.
Peningastefnunefnd:
Rök gegn því að
lækka stýrivexti
FÓLK Akureyrarvaka var sett í
Lystigarðinum á Akureyri í gær-
kvöldi. Garðurinn var upplýstur í
tilefni þess.
Akureyrarvaka markar lok
Listasumars á Akureyri og stend-
ur hún í dag og á morgun. Á morg-
un á Akureyrarbær 147 ára afmæli
og verður því fagnað samhliða
vökunni.
Meðal þess sem er í boði á Akur-
eyrarvöku er listasýning í Lysti-
garðinum og í Listagilinu. - þeb
Akureyrarvaka um helgina:
Haldið upp á af-
mæli bæjarins
DÝRAHALD Hundaræktarfélag Íslands á fjörutíu ára
afmæli um þessar mundir og var blásið til afmæl-
isveislu fyrir dýr og menn í tilefni af því í gær.
Veislan var haldin í reiðhöll Fáks í Víðidal og var
höllin full af hundum af öllum stærðum og gerðum.
Meðal þess sem í boði var á afmælinu í gær voru
fyrirlestrar, tískusýning á hundafatnaði og kynn-
ingar á sérþjálfuðum hundum, til dæmis lögreglu-
og björgunarhundum. Þá brugðu hundar á leik með
eigendum sínum, til að mynda dansaði íslenskur
fjárhundur við eiganda sinn og boxerhundur fór í
boltaleik við sinn eiganda. - þeb
Hundaræktarfélag Íslands er fjörutíu ára gamalt um þessar mundir:
Afmæli fyrir hunda og menn
AFMÆLINU FAGNAÐ Dagný Eiríksdóttur og hundurinn
hennar Chico voru á meðal þeirra sem mættu í afmæl-
ið í gær. Chico er 190 sentimetra hár á tveimur fótum
og borðar eitt kíló af mat á dag.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
BRETLAND, AP Breska lögreglan
leitar nú ræningja sem hafa
framið þrjú vopnuð rán í landinu
á undanförnum mánuðum.
Í öllum tilvikum hafa ræningj-
arnir verið íklæddir búrkum,
klæðnaði sem sumar múslimskar
konur klæðast og hylur allan lík-
ama og andlit.
Á þriðjudag var úrum fyrir tug
þúsundir punda stolið úr skart-
gripabúð í Banbury, norðvestur
af London. Tvö svipuð rán hafa
verið framin frá því í byrjun júlí
og skoðar lögregla nú hvort sömu
aðilar voru að verki í öllum tilvik-
um. - þeb
Ræningjar í Bretlandi:
Búrkuklæddir
þjófar á ferð
AKUREYRARVAKA Vakan er orðin að
hefð á Akureyri, þessi mynd er frá
hátíðarhöldunum 2007.
GENGIÐ 27.08.2009
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
237,2866
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
128,31 128,93
207,57 208,57
182,86 183,88
24,563 24,707
21,117 21,241
17,981 18,087
1,3692 1,3772
199,92 201,12
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR