Fréttablaðið - 28.08.2009, Page 6
6 28. ágúst 2009 FÖSTUDAGUR
MENNING Þrír umsækjendur um
stöðu þjóðleikhússtjóra andmæla
umsögn þjóðleikhúsráðs um hæfni
umsækjenda. Tveir til viðbótar
íhuga hvort þeir andmæli.
Alls sóttu níu um stöðuna. Tinna
Gunnlaugsdóttir þjóðleikhús-
stjóri og Þórhildur Þorleifsdóttir
voru metnar mjög vel hæfar, aðrir
hæfir.
Andmælendur segja ráðið ekki
hafa metið hæfni umsækjenda né
rökstutt umsögn sína.
Það sé vanhæft til að meta hæfni
núverandi þjóðleikhússtjóra, því
starf ráðsins sé svo samofið starfi
hennar að með því að ganga fram
hjá henni hefði ráðið fellt áfellis-
dóm um sjálft sig.
Ari Matthíasson leikari segir sín
andmæli ganga út á að „hæfnismat
þjóðleikhúsráðs sé algjörlega órök-
stutt og þar með ómálefnalegt“.
Hann bendir á að ráðið hafi ekki
boðað neinn umsækjanda í viðtal.
Hlín Agnarsdóttir leikstjóri seg-
ist í sínum andmælum gagnrýna
að ráðið hafi ekki lagt neitt mat á
menntun og reynslu umsækjenda:
„Ég vona að ráðuneytið nýti sér
athugasemdirnar og að það fari
fram eitthvert endurmat, sérstak-
lega í ljósi þess að þetta getur ekki
verið hlutlægt mat hjá ráðinu. Ég
fer líka fram á að fá atvinnuvið-
tal.“
Páll Baldvin Baldvinsson, full-
trúi ritstjóra á Fréttablaðinu og
kvikmyndaráðgjafi, telur mennta-
málaráðherra, sem skipar í stöð-
una, eiga þann kost einan að „taka
allt ferlið til sín í Skuggahverfið“.
Með vinnubrögðum sínum hafi
ráðið sannað fyrrgreint vanhæfi.
Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrum
ráðherra, er ekki búin að ákveða
hvernig hún bregst við. „Ég varð
fyrir vonbrigðum með þessa
umsögn og er mjög hugsi yfir
henni,“ segir hún. „Þeir ákveða að
einungis ein reynsla hafi vægi og
það er að stýra stofnanaleikhúsi.“
Hilmar Jónsson, leikhússtjóri
Hafnarfjarðarleikhússins, veltir
því einnig fyrir sér hvort hann
andmæli. Menntamálaráðherra
sé í vanda staddur.
Ráðherrann, Katrín Jakobs-
dóttir, segist ekki tjá sig fyrr en
að andmælafresti loknum. „Ráðið
hefur ákveðið hlutverk og skilar
sinni umsögn. Svo er það mitt mat
hvað ég geri,“ segir hún.
Spurð hvort ráðið kunni að vera
vanhæft, segir ráðherra að lögin
geri ekki sérstaklega ráð fyrir
því að einn umsækjenda sé sitj-
andi þjóðleikhússtjóri: „Þetta er
í fyrsta skipti sem sitjandi stjóri
sækir um og við bara skoðum
það.“ Það ætti að gerast í næstu
viku.
Sigurður Kaiser framkvæmda-
stjóri ætlar ekki að andmæla. Það
orki tvímælis að ráðið meti hæfi
sitjandi stjóra. Það geti varla tal-
ist hlutlaust. Hann treysti þó ráð-
herra til að ráða í stöðuna. Hún
hafi frjálsar hendur, því allir voru
metnir hæfir.
klemens@frettabladid.is
Mánud gstilboð
Hum r
2000,-KR.KG
Glæný Laxaflök
1990,-KR.KG
NÝJAR GELLUR, SALTFISKUR OG
AÐ SJÁLFSÖGÐU GLÆNÝ LÍNUÝSA
Þjóðleikhúsráð sagt
vanhæft til matsins
Þrír umsækjendur af sjö sem metnir voru hæfir til að verða þjóðleikhússtjórar
senda ráðherra andmæli sín. Tveir til viðbótar hugsa málið. Ráðið sagt vanhæft
og umsögn þess ófullnægjandi. Ráðherra fer yfir andmælin og tjáir sig svo.
HLÍN
AGNARSDÓTTIR
ARI
MATTHÍASSON
KATRÍN
JAKOBSDÓTTIR
Hæf og andmæla:
Ari Matthíasson, leikari og fyrrum
framkvæmdastjóri
Hlín Agnarsdóttir, leikstjóri
Páll Baldvin Baldvinsson, fulltrúi
ritstjóra og kvikmyndaráðgjafi
Hæf og íhuga andmæli:
Hilmar Jónsson, leikstjóri Hafnar-
fjarðarleikhússins
Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrum leik-
stjóri og ráðherra
Hæfur og andmælir ekki:
Sigurður Kaiser, stofnandi Vestur-
ports og framkvæmdastjóri
- Mjög vel hæfar:
Tinna Gunnlaugsdóttir, þjóð-
leikhússtjóri
Þórhildur Þorleifsdóttir,
leikstjóri
Ekki náðist í einn hæfra
umsækjenda: Magnús Ragn-
arsson, fyrrum sjónvarps-
stjóra.
UMSÆKJENDURNIR
PÁLL BALDVIN
BALDVINSSON
LÖGREGLUMÁL Fundur sérstaks
saksóknara og yfirmanns efna-
hagsbrotadeildar Europol, ásamt
fulltrúa Íslands hjá Europol, gekk
ljómandi vel, að sögn saksóknar-
ans, Ólafs Þórs Haukssonar. Menn-
irnir hittust á miðvikudag.
Spurður hvort af samstarfi verði
milli sérstaks saksóknara og Euro-
pol, við rannsóknina á bankahrun-
inu, bendir Ólafur Þór á að sam-
starfið sé nú þegar til staðar.
Ísland hafi haft tengslafulltrúa í
höfuðstöðvunum í Haag í tvö ár.
„Við vorum að kanna möguleik-
ana á því að útfæra þetta sam-
starf,“ segir hann.
Ólafur Þór segist ekkert geta
sagt til um hvernig rætt hafi verið
um að útfæra samstarfið.
„Ég get ekki skilgreint það nema
með því að gefa vísbendingar þeim
sem aðgerðir kynnu að beinast að,“
segir hann.
Annars fundaði Ólafur Þór með
Evu Joly í gær og segir hann hana
bæði hafa farið yfir unnið starf og
fært fram ákveðnar nýjungar.
„Þetta er allt samkvæmt áætlun
og á þeim grunni sem lagt var upp
með,“ segir sérstakur saksóknari.
- kóþ
Sérstakur saksóknari þögull um útfærslu samstarfs við Evrópulögregluna:
Ljómandi Europol-fundur
ÓLAFUR ÞÓR HAUKSSON Segir fund sinn
með Carlo van Heuckelom, yfirmanni
efnahagsbrotadeildar Europol, hafa
gengið vel. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
FJÖLMIÐLAR Foreldrasamtök
gegn áfengisauglýsingum hafa
farið fram á opinbera rann-
sókn á því hvort Ríkiútvarp-
ið hafi gerst sekt um brot á
ákvæðum laga um bann við
áfengisauglýsingum.
Að því er segir í tilkynningu
frá samtökunum mátti heyra
fjórar áfengisauglýsingar í
tveimur auglýsingatímum í lok
júlí, „meðal annars eina þar
sem vodki var auglýstur, en sú
áfengistegund verður sennilega
seint talin til „léttöls“,“ segir í
tilkynningunni. Ríkisútvarpið
hefur neitað samtökunum um
upptöku af auglýsingatímanum
og vísað til höfundarréttarlaga.
- sh
Foreldrasamtök í hart:
Vilja rannsókn
á áfengisauglýs-
ingum RÚV DÓMSMÁL Ákæra á hendur Gunnari Viðari Árnasyni fyrir innflutning
á ríflega sex kílóum af amfetam-
íni til landsins verður þingfest í
Héraðsdómi Reykjaness í dag.
Gunnari Viðari er gefið að sök að
hafa flutt inn 6,15 kíló af amfeta-
míni frá Hollandi til Íslands, falin í
málningardósum sem fluttar voru
til landsins með hraðsendingar-
fyrirtækinu UPS.
Efnin fundust við leit tollgæslu
og lögreglu 21. apríl í ár.
Tveir menn til viðbótar, Sigurð-
ur Ólason og Ársæll Snorrason,
sátu um skeið í gæsluvarðhaldi
vegna málsins en eru ekki ákærð-
ir.
Aðrir þættir málsins sem snúa
að þeim eru enn til skoðunar hjá
Ríkissaksóknara.
- sh
Sex kíló af amfetamíni:
Fíkniefnaákæra
þingfest í dag
MENNTAMÁL Menntamálaráð-
herrar og samstarfsráðherrar
Norðurlandanna veittu um 135
milljónir króna á árinu til að
styrkja íslenska námsmenn á
Norðurlöndum sem eiga í fjár-
hagserfiðleikum vegna efnahags-
kreppunnar. Uppfylltu 292 náms-
menn skilyrði til að fá styrkinn.
Þrír fengu styrk vegna fram-
færslu og ferða í iðnnámi en 289
fengu framfærslustyrki. Lang-
flestir þeirra stunduðu nám í
Danmörku eða 289. Var þeim
veittur framfærslustyrkur í allt
að þrjá mánuði. Gert er ráð fyrir
að sama upphæð og var í ár verði
í boði árið 2010. - vsp
Ráðherrar Norðurlanda:
Íslenskir náms-
menn fá styrki
Munt þú sækja einhvers konar
nám eða námskeið í haust?
Já 36%
Nei 64%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Ætti að selja Kanadamönnum
hlut Orkuveitunnar í HS-Orku?
Segðu skoðun þína á Vísi.is
AFGANISTAN, AP Nýjustu tölur úr forsetakosningum í
Afganistan gefa til kynna að Hamid Karzai, forseti
landsins, hafi aukið forskot sitt. Samkvæmt þeim
hefur Karzai hlotið 44,8 prósent atkvæða á meðan
Abdullah, fyrrum utanríkisráðherra landsins, hefur
hlotið 35,1 prósent. Tölurnar eru þó byggðar á 17 pró-
sentum atkvæða víðs vegar um landið, og gætu því
breyst mikið.
Endanlegra úrslita er ekki að vænta fyrr en um
miðjan september, þar sem tugi alvarlegra kvartana
vegna kosninganna þarf að rannsaka.
Miðað við nýju tölurnar hefur Karzai ekki sigrað
endanlega í kosningunum. Sigurvegari þarf að fá
helming atkvæða, en ef enginn fær svo mörg atkvæði
þarf að kjósa aftur á milli tveggja efstu manna.
Abdullah hefur sakað Karzai um víðtækt kosninga-
svindl, en því hefur Karzai alfarið neitað. - þeb
Endanleg úrslit munu ekki liggja fyrir fyrr en um miðjan september:
Karzai eykur forskot sitt
KOSNINGARNAR Kosningarnar fóru fram í síðustu viku og
bæði Karzai og Abdullah lýstu yfir sigri. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
KJÖRKASSINN