Fréttablaðið - 28.08.2009, Page 8
8 28. ágúst 2009 FÖSTUDAGUR
DÓMSMÁL Catalina Mikue Ncogo, sem viður-
kennt hefur að hafa gert út hóp vændis-
kvenna í Reykjavík, hefur verið ákærð fyrir
að fá þrjá Belga, einn karlmann og tvær
konur, til að flytja til Íslands samtals ríf-
lega 420 grömm af kókaíni. Ákæran var
þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í gær.
Annars vegar er um að ræða ferð belg-
ísks manns sem kom til landsins í byrjun
apríl með tæp 70 grömm af kókaíni innvort-
is. Hann strauk úr haldi lögreglu en náðist
nokkrum klukkustundum síðar. Catalina
hafði meðal annars bókað hótelherbergi
fyrir manninn hér á landi.
Hins vegar er hún talin hafa fengið tvær
belgískar konur til að flytja hingað ríflega
350 grömm af kókaíni innvortis. Þær hafa
báðar hlotið dóm í málinu. Þá er Catalina
einnig ákærð fyrir að hafa, í leitarklefa toll-
gæslunnar í Leifsstöð, bitið í bak lögreglu-
manns.
Catalina sat um tíma í gæsluvarðhaldi
grunuð um mansal og að hafa ætlað að
flytja til landsins tólf kíló af kókaíni ásamt
kærasta sínum, sem handtekinn var með
efnin á Schiphol-flugvelli í Amsterdam.
Hún hefur sagt frá því í viðtali að hafa
haft á sínum snærum hérlendis tólf vænd-
iskonur, sem hún hafi meðal annars gert
út úr húsi við hlið lögreglustöðvarinnar á
Hverfisgötu. - sh
Vændissali ákærður fyrir fíkniefnasmygl og að bíta lögregluþjón í bakið:
Catalinu birt ákæra fyrir kókaínsmygl
VÆNDISHÚSIÐ Á HVERFISGÖTU Catalina, íslenskur
ríkisborgari ættaður frá Miðbaugs-Gíneu, gerði
nokkrar vændiskonur út úr þessu húsi.
FRÉTTABLAÐIÐ / GVA
JAPAN, AP Taro Aso, forsætisráð-
herra Japans, gerir sér litlar vonir
um að stjórn hans fái meirihluta
á nýju þingi eftir kosningarnar á
sunnudag.
Skoðanakannanir benda til þess
að Lýðræðisflokkur Japans vinni
yfirburðasigur og fái tvo þriðju
hluta atkvæða. Það myndi duga
flokknum til að fá 320 þingsæti af
alls 480 í neðri deild þingsins, en
sú deild fer samkvæmt stjórnar-
skrá með völdin í landinu.
Frjálslyndi flokkurinn, sem
er flokkur forsætisráðherrans,
hefur verið með 300 þingsæti en
fær líklega ekki nema 100 á kom-
andi þingi.
Annað eins afhroð hefur Frjáls-
lyndi flokkurinn aldrei beðið í
þingkosningum, en hann hefur
stjórnað landinu nánast óslitið
síðan 1955. Undantekning frá því
er stutt tímabil á árunum 1993-
94.
Yukio Hatoyama, leiðtogi Lýð-
ræðisflokksins, verður væntanlega
forsætisráðherra, verði úrslitin í
samræmi við skoðanakannanir.
Lýðræðisflokkurinn er reyndar
íhaldssamur flokkur, ekki síður
en Frjálslyndi flokkurinn, enda
upphaflega klofningsframboð úr
Frjálslynda flokknum. Standi Lýð-
ræðisflokkurinn við kosningalof-
orð sín er engu að síður að vænta
verulegra breytinga á stefnu Jap-
ans í mörgum málum.
- gb
Breytingar væntanlegar eftir þingkosningar í Japan:
Búist við stórtapi hjá
stjórnarflokknum
TARO ASO Forsætisráðherra Japans
veifar til kjósenda úr bifreið sinni.
NORDICPHOTOS/AFP
LÖGREGLUMÁL Tólf manns af
erlendu bergi brotnir hafa á síð-
ustu dögum verið blekktir til að
kaupa ónothæfa flugmiða í gegn-
um svikamyllu á vefnum. Lög-
reglan á Suðurnesjum varar við
þessu.
Allt fólkið var stöðvað í Leifs-
stöð þegar í ljós kom að greitt
hafði verið fyrir miða þeirra
með stolnu greiðslukorti. Fólkið
tengdist ekki innbyrðis, en hafði
allt keypt miða sína á netinu af
óþekktum millilið sem bauð mið-
ana á mjög góðu verði. Því var
síðan sagt að gefa upp bókunar-
númer við komuna í Leifsstöð,
þar sem svikin uppgötvuðust. - sh
Tólf blekktir í viðskiptum:
Varað við flug-
miðasvikurum
Í LEIFSSTÖÐ Allir sem hafa verið blekktir
eru af erlendu bergi brotnir og talið er
að svikarinn sé útlendur.
VIÐSKIPTI Stjórn Össurar hf. óskaði í gær eftir
að hlutabréf félagsins yrðu skráð í Kauphöll
Danmerkur. Gert er ráð fyrir að skráningin
verði samþykkt í næstu viku. Í dönsku kaup-
höllinni eru 180 fyrirtæki og verður Össur 36.
stærsta fyrirtækið þar.
„Það eru engin áform um að flytja starfsem-
ina úr landi,“ segir Jón Sig-
urðsson, forstjóri Össurar
hf.. Eingöngu sé um eðlilegt
skref að ræða sem hafi verið
lengi í undirbúningi.
„Þetta er til þess að þjón-
usta betur þá erlendu aðila
sem eiga í Össuri því með
gjaldeyrishöftunum geta
þeir ekki átt viðskipti með
hlutabréfin,“ segir Jón. Um
helmingur hlutabréfa Öss-
urar er í eigu erlendra aðila og hefur Össur
nú fengið undanþágu frá gjaldeyrislögum frá
Seðlabankanum.
Ákveðnar takmarkanir eru þó á undan-
þágunni en þeir sem keyptu hlutabréf eftir 1.
apríl mega ekki fara með hlutabréfin úr landi.
Segir Jón að einungis hafi örfáir aðilar versl-
að með hlutabréf Össurar síðan þá og eigi því
takmörkin við um fáa. Einnig er skilaskylda á
þeim gjaldeyri sem fæst við sölu Íslendinga á
hlutabréfum.
„Það er ljóst að þessi gjaldeyrishöft eru
verulega íþyngjandi fyrir íslenskt atvinnulíf,“
segir Jón. Um 99,5 prósent af sölu Össurar fer
fram erlendis. Allur hagnaðurinn kemur þó í
gegnum Ísland, þar sem höfuðstöðvarnar eru
hér.
Þróunardeild fyrirtækisins er einnig á
Íslandi og fer veruleg framleiðsla á flóknari
stoðtækjum fram hér á landi. Aðeins starfa um
250 af 1.600 starfsmönnum Össurar á Íslandi.
Össur mun áfram vera skráð í Kauphöll
Íslands, eins og fyrirtækið hefur verið frá
árinu 1999. Stækka á hlutafé Össurar við
skráninguna um 5 til 7 prósent.
„Stækkun hlutafjárins er til þess að auka
seljanleika bréfanna því það vill enginn eiga
hlutabréf á Íslandi,“ segir Jón sem gerir ráð
fyrir að erlendir aðilar verði duglegir að selja
hlutabréf sín um leið og skráningin verður
samþykkt.
Íslenska fyrirtækið Marel stefnir einnig á
tvöfalda skráningu erlendis í Amsterdam eða
Skandinavíu með það að markmiði að fram-
kalla skilvirka verðmyndun hlutabréfa á ný.
vidir@frettabladid.is
Össur ætlar ekki úr landi
Össur hf. hefur óskað eftir því að vera skráð í Kauphöll Danmerkur. Fékk undanþágu frá gjaldeyrislögum
til þess að erlendir aðilar gætu átt viðskipti með hlutabréf. Marel hefur einnig áhuga á skráningu erlendis.
JÓN SIGURÐSSON
ALÞINGI Vegna laga njóta við-
skiptalegar upplýsingar um
bankana verndar. Þar af leiðir
að fjármála-
ráðherra telur
sér ekki unnt
að svara fyrir-
spurn Eyglóar
Harðardóttur
Framsóknar-
flokki um verð-
tryggingar- og
gjaldeyrisjöfn-
uð bankanna.
Eygló hefur
áður spurt ráðherrann um mál-
efni tengd bönkunum og fékk þá
sömu svör. Í svarinu nú kemur
fram að ársreikningar bankanna
muni liggja fyrir í september og
að í framhaldi þess megi reikna
með að opinber upplýsingagjöf
þeirra færist í eðlilegt horf. - bþs
Eygló spyr um bankana:
Má ekki segja
EYGLÓ
HARÐARDÓTTIR
DÓMSMÁL Karlmaður á fertugs-
aldri hefur verið ákærður fyrir
sérstaklega hættulega líkamsárás,
en honum er gefið að sök að hafa
í nóvember í fyrra stungið táning
með hnífi í síðuna. Sá stungni
hlaut þriggja sentimetra langan og
tveggja sentimetra djúpan skurð.
Maðurinn neitar sök og ber við
neyðarvörn.
Þá er maðurinn jafnframt
ákærður fyrir að hafa haft tíu e-
töflur í fórum sínum í klefa á lög-
reglustöðinni við Hverfisgötu.
Málið var þingfest í Héraðsdómi
Reykjavíkur í gær. - sh
Maður á fertugsaldri ákærður:
Stakk táning í
Bankastræti
Þórður Friðjónsson, forstjóri
Kauphallarinnar, segir tví-
skráningu ekki algenga meðal
íslenskra fyrirtækja en reynslan
sé góð. Til dæmis þegar Kaup-
þing var skráð í Svíþjóð og hér
heima.
„Við fögnum þessu og teljum
að þetta gæti jafnvel aukið
viðskipti með hlutabréf Össurar,“
segir Þórður.
Jákvæð
áhrif hafa
orðið hér
heima
á veltu
fyrirtækja
sem tvískrá
og neikvæð
áhrif tví-
skráningar
Össurar
verða líklega
takmörkuð, að mati Þórðar.
Spurður hvort hann haldi að
fleiri félög séu að hugsa slíkt
hið sama segir hann að Marel
hljóti að velta slíku fyrir sér þegar
kemur í ljós hver reynsla Össurar
verður. Önnur fyrirtæki en þessi
tvö séu meira tengd innlenda
markaðnum.
Fjórtán fyrirtæki eru nú skráð
í Kauphöllina og fækkaði eftir
hrun. „Við erum þeirrar trúar að
það sé að skapast traust til að
skrá fleiri fyrirtæki. Það kæmi á
óvart ef það gerðist ekki innan
tiltölulega skamms tíma að
einhver fyrirtæki létu á það reyna
hvort það væri skynsamleg leið til
fjármögnunar að skrá sig í Kaup-
höllina,“ segir Þórður. Segir hann
til dæmis tölvuleikjafyrirtækið
CCP velkomið í Kauphöllina.
KAUPHÖLLIN FAGNAR TVÍSKRÁNINGU
ÞÓRÐUR
FRIÐJÓNSSON
KAUPHÖLLIN Forstjóri Kauphallarinnar segir að neikvæð áhrif tvískrán-
ingar séu takmörkuð. Reynslan hingað til sé góð. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
LÚÐUVEISLA
FLÖK OG SNEIÐAR
AÐEINS 1.890 kr.
Tilboðið gildir í dag
Óska eftir að kaupa
íslensk enskt lingapon tungumála námskeið.
Sem er útgefi ð ár 1976, 1977 eða 1978 en ekki English Course.
En útgáfuárið er auðfundið fremst í bókum , námskeiðið sem mig vantar
er alíslenskt og var á sínum tíma mikið auglýst, lærið ensku á 40 tímum,
án efa eiga margir námskeiðið á vísum stað uppí hillu. Utan á aðalbók
námskeiðisins stendur íslenskt – Enskt lingapon
Vinsamlega hringið strax og þú lest auglýsinguna, ég slökkvi á
gemsanum eftir að ég hef fengið námskeiðið. Ég borga 40,000.-
fyrir námskeiðið. Ómar s. 865-7013
1. Hvaða Kennedy-bróðir lét
lífið í vikunni?
2. Hvaða kvikmyndagerðar-
maður ætlar að endurgera
myndina Hringinn?
3. Hvaða ungi knattspyrnu-
maður skoraði mark í fyrsta
leik sínum í efstu deild á mið-
vikudag?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 34
VEISTU SVARIÐ?