Fréttablaðið - 28.08.2009, Side 10

Fréttablaðið - 28.08.2009, Side 10
10 28. ágúst 2009 FÖSTUDAGUR ÞÝSKALAND, AP Forsætisráðherra Ísraels hefur í vikunni heimsótt bæði bresk og þýsk stjórnvöld ásamt því að hitta George Mit- chell, erindreka Bandaríkjastjórn- ar gagnvart Mið-Austurlöndum. Jafnt Mitchell sem Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, og Angela Merkel Þýskalandskanslari hafa lagt hart að Netanjahú að gera allt sem í hans valdi stendur til að hægt verði að hefja á ný friðar- viðræður við Palestínumenn. Til þess að svo megi verða þarf hins vegar að finnast lausn á deilum um landtöku Ísraela á hernumdu svæð- unum, bæði á Vesturbakkanum og austurhluta Jerúsalem. „Við verðum að ná framförum í friðarferlinu,“ sagði Merkel á sam- eiginlegum blaðamannafundi með Netanjahú í Berlín í gær, „og stöðv- un landnámsins er mjög mikil- væg.“ Á þessum blaðamannafundi lögðu þau bæði jafnframt áherslu á að stjórnvöld í Íran stöðvi kjarn- orkuáætlanir sínar, ella megi þau eiga von á harðari refsiaðgerðum. Ísraelar hafa miklar áhyggjur af kjarnorkuáformum Írans. Orðróm- ur hefur verið um að Bandaríkja- stjórn hafi lofað Netanjahú því að þrýsta harðar á Írana gegn því að Ísraelar stöðvi landtökufram- kvæmdir. Netanjahú segir hins vegar ekkert hæft í þeim orðrómi. Bandaríkjastjórn hefur gefið Írönum frest fram í miðjan sept- ember, en um það leyti hefst einn- ig Allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna í New York. Daginn áður höfðu bæði Ísrael- ar og Palestínumenn gefið í skyn að hugsanlega myndu leiðtogar þeirra, þeir Netanjahú og Mahmoud Abbas, hittast á Allsherjarþinginu. Netanjahú virðist gera sér vonir um að hefja viðræður við Abbas þar, en Palestínumenn hafa til þessa sagt að viðræður geti ekki hafist fyrr en Ísraelar verði við kröfu Bandaríkjastjórnar um að stöðva allar nýframkvæmdir í land- tökubyggðum. Heimsókn Netanjahús til Þýska- lands varð einnig tilefni til að minna á helför gyðinga á tímum nasista. Honum voru meðal annars færð frumeintök af teikningum nasista að útrýmingarbúðunum í Auschwitz, sem fundust í Berlín á síðasta ári. Þessar teikningar verða til sýnis í Helfararsafninu Yad Vas- him í Jerúsalem. „Þeir eru til sem neita því að hel- förin hafi átt sér stað,“ sagði Net- anjahú við þetta tækifæri. „Þeir ættu að koma til Jerúsalem og skoða þessar teikningar, þessi plön um verksmiðju dauðans.“ gudsteinn@frettabladid.is Landtaka hindrar viðræður Landtökustefna ísraelskra stjórnvalda er það sem hindrar helst að viðræður við Palestínumenn geti hafist á ný. Benjamín Netanjahú gerir sér vonir um að hitta Abbas á þingi Sameinuðu þjóðanna í september. RÝNT Í TEIKNINGAR ÚTRÝMINGARBÚÐA Benjamín Netanjahú skoðar ásamt Ralph Georg Reuth, sagnfræðingi í Berlín, frumeintök af teikningum nasista að útrýmingar- búðunum í Auschwitz. Netanjahú fékk þessar teikningar afhentar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ALÞINGI Sigmundur Ernir Rúnars- son, þingmaður Samfylkingarinn- ar, baðst í gær afsökunar á mis- tökum sem hann kvaðst hafa gert á þingfundi fyrir réttri viku. Sigmundur tók þátt í um- ræðum á nefnd- um fundi eftir að hafa drukkið vín með kvöld- verði í hófi MP banka að loknu golfmóti bank- ans. Í yfirlýsingu á miðvikudag sagðist Sigmundur ekki hafa kennt áhrifa af víninu. - bþs Sigmundur Ernir Rúnarsson: Baðst góðfús- lega afsökunar SIGMUNDUR ERNIR RÚNARSSON Jón spyr um lögguna Jón Gunnarsson Sjálfstæðisflokki hefur lagt fram fyrirspurn til dóms- málaráðherra um framvindu lögreglu- mála sem tengjast mótmælaaðgerð- unum síðastliðinn vetur. Og um laun Þá spyr Jón fjármálaráðherra hve mikið hefur verið greitt úr ríkissjóði vegna launaálags formanna stjórnar- andstöðuflokka, hve margir hafi fengið slíkt launaálag og hve mikið hver og einn fékk. ALÞINGI MÓTMÆLANDI REYKIR Í Lundúnum hafa hundruð mótmælenda sett upp tjaldbúðir til að mótmæla loftslags- breytingum. Þessi blómarós gat ekki stillt sig um að fá sér sígarettu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært átján ára stúlku fyrir að hafa logið upp á fjóra menn að þeir hefðu nauðgað henni. Menn- irnir voru úrskurðaðir í gæslu- varðhald á grundvelli ásakan- anna. Þung refsing getur legið við röngum sakargiftum af þessu tagi. Það var 4. nóvember í fyrra sem stúlkan hafði samband við lög- reglu og sagði að mennirnir fjór- ir hefðu nauðgað henni í húsi ofan við Sundahöfn í Reykjavík. Hún ítrekaði síðan framburðinn síðar, en breytti honum á þann veg að líklega hefði einn mannanna ekki haft við hana samræði. Mennirnir voru handteknir í kjölfarið, yfirheyrðir, látnir gang- ast undir líkamsrannsókn og síðan úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Þeir gengust við því að hafa haft við hana samræði, en fullyrtu að það hefði verið með hennar vilja. Mennirnir sátu í varðhaldi í tvo daga. Stúlkan hefur nú verið ákærð fyrir rangan framburð og rang- ar sakargiftir, en hámarksrefs- ing fyrir slíkt er tíu ára fangelsi. Einn mannanna krefst tæplega 1,2 milljóna króna í skaðabætur og annar krefst hálfrar milljónar. Ákæran var þingfest í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær. - sh Stúlku gert að sök að hafa logið upp á fjóra menn: Ákærð fyrir að ljúga til um nauðgun SUNDAHÖFN Stúlkan sagði mennina hafa nauðgað sér í húsi fyrir ofan Sundahöfn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM MENNTAMÁL Innritun í framhalds- skóla fyrir haustönn 2009 er nú lokið. Öllum var boðin skólavist af þeim sem eru yngri en 18 ára, en lög kveða á um fræðsluskyldu til þess aldurs. Um 96 prósent nem- enda úr 10. bekk sóttu um skóla- vist og eru flestir skólar á höfuð- borgarsvæðinu fullir. Einhver sæti gætu þó verið laus á lands- byggðinni. Vegna aðsóknar fengu margir nemendur ekki inni í þeim skóla sem þeir völdu. Nokkur hundruð nemendur yfir 18 ára hafa ekki fengið skólavist og munu önnur úrræði vera þeim til handa, að sögn menntamálaráðuneytis. - vsp Innritun í framhaldsskóla: Enn sæti laus á landsbyggðinni FÓLK „Við hittumst, ég og Rúnar, nokkrum dögum fyrir andlát hans og ákváðum að gera styttu,“ segir Rúnar Hartmannsson. Hann hefur lokið við gerð styttu af tónlistar- manninum Rúnari Júlíussyni, sem lést 5. desember síðastliðinn. „Þegar hann lést var spurning hvað ég myndi gera, og ég tók þá ákvörðun að halda áfram þrátt fyrir að við hefðum aldrei rætt fjármálahliðina,“ segir Rúnar. Hann segir þá nafna hafa talið lík- legt að Reykjanesbær myndi vilja kaupa styttuna, til að hafa í eða við Hljómahöllina sem Rúnar heitinn hafði unnið að. „Ég ákvað að halda áfram og leggja bæði vinnu og pen- inga í að klára styttuna þó að ég sé nú ekki efnaður maður. Svo hafði ég samband við þá hjá bænum um hvort þeir hefðu áhuga fyrir stytt- unni. Þeir svöruðu mér síðan í gær [miðvikudag] og sögðu að þeir ætl- uðu ekki að leggja þessu lið.“ Að sögn Rúnars þýðir það bara eitt: „Styttan er bara til sölu fyrir hvern sem er. Það verður bara þannig.“ Rúnar segist hafa talið víst að bærinn myndi vilja að koma að málinu. „Sérstaklega því það hefur verið mikið talað um að gera eitt- hvað fyrir Rúnar, þar sem hann var stórt númer hér í bæ.“ - þeb Reykjanesbær vill ekki styttu af Rúnari Júlíussyni: Stytta af Rúnari Júl í fullri stærð tilbúin STYTTAN Rúnar Hartmannsson við styttuna af Rúnari Júlíussyni heitnum. Styttan er til sölu. VÍKURFRÉTTIR/HILMAR BRAGI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.