Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.08.2009, Qupperneq 19

Fréttablaðið - 28.08.2009, Qupperneq 19
Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 BORGARLEIKHÚSIÐ stendur fyrir opnu húsi laugardaginn 29. ágúst. Þar verður boðið upp á vöfflur og kaffi, líf og fjör verð- ur á öllum sviðum og skemmtidagskrá í forsalnum allan daginn. Einnig verður boðið upp á skoðunarferð um leikhúsið og skoð- að bak við tjöldin. www.borgarleikhus.is „Ég hætti við graskerssúpuleit- ina þar sem það fást hvort sem er svo sjaldan grasker á Íslandi. Ég var að grúska á netinu þegar þessi sætkartöflusúpa varð á vegi mínum og hef ég eldað hana oft en krakkar eru mjög hrifnir af henni, enda sæt og mjúk, með smá sýr- ópi og rjóma,“ segir Ásta Guðrún sem er í fæðingarorlofi númer tvö þessa stundina og þekkt í vinahóp sínum fyrir framúrskarandi takta í eldhúsinu. „Ég er mikið fyrir að elda súpur, enda bæði ódýrar og hollar og svo bý ég oft til stærri skammta og frysti afganginn í plastboxum. Ég veit eiginlega fátt betra en góða heimagerða súpu á vetrarkvöldum,“ segir Ásta en hún hefur gjarnan brauð með sem með- læti og salat ef hún er í extra stuði. juliam@frettabladid.id Eldar súpur og frystir Ásta Guðrún Jóhannsdóttir er mikill súpukokkur en í leit sinni að uppskrift að graskerssúpu fann hún sætkartöflusúpu sem er mjög vinsæl hjá eldri og yngri meðlimum fjölskyldunnar. Ástu Guðrúnu Jóhannsdóttur þykir fátt betra en heitar súpur yfir vetrartímann. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 2 msk. smjör 1 laukur, gróft saxaður 1 miðlungsstór blaðlauk- ur, gróft saxaður 2 hvítlauksrif, smátt skorin 800 g sætar kartöflur, skornar í bita 1 l grænmetissoð 1 kanilstöng 1/4 tsk. múskat 3 dl matreiðslurjómi 2 msk. hlynsíróp Bræðið smjörið í potti, bætið lauknum út í og látið krauma í 5 mínút- ur. Bætið næst við blað- lauknum og hvítlaukn- um og látið krauma í 5 mínútur til viðbótar. Bætið sætu kartöflun- um, grænmetissoðinu, kanilstönginni og múskatinu við. Látið suðuna koma upp og leyfið öllu að malla í 30 mín. Veiðið kanil- stöngina upp úr og maukið súpuna. Hægt er að nota töfrasprota eða ausa súpunni í skömmtum í mat- vinnsluvél. Þegar búið er að mauka súpuna er rjóma og hlynsírópi bætt við og súpan látin hitna vel í gegn. LJÚF SÚPA ÚR SÆTUM KARTÖFLUM FYRIR 4-6 Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207 Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is H ri n g b ro t 6.890 kr. 4ra rétta tilboð og nýr A la Carte Gjafabréf PerlunnarGóð tækifærisgjöf! Hægt er að panta 4ra rétta seðilinn með sérvöldu víni með hverjum rétti: 10.990 kr. Barolo „Ornato“ 2004 | Ítalía. Chablis Grand Cru ,,Les Clos” 2005 | Frakkland Glas af eðalvíni Nú hefur veitingahúsið Perlan bætt við möguleikanum að velja sér glas af 16 eðalvínum með mat. Verð frá 1.050-3.700 kr. Sjá nánar á perlan.is. · Reykt önd með fíkjum, valhnetum og rauðvínsgljáa · · Humarsúpa rjómalöguð með grilluðum humarhölum · · Lambahryggur með lambaskanka og rósmarínsósu · * E Ð A * · Fiskur dagsins útfærður af matreiðslumönnum Perlunnar · · Skyr “Tonka crème brûlée” með karamelluís ·

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.