Fréttablaðið - 28.08.2009, Qupperneq 20
28. ágúst 2009 FÖSTUDAGUR2
KVIKSKYNJUN er ný sýning sem opnuð verður á Torginu í
Þjóðminjasafni Íslands á laugardaginn klukkan 11. Á sýningunni
má sjá verk blindra og sjónskertra barna. Við sýningaropnunina
býðst gestum einnig að skoða snertisafn Þjóðminjasafnsins.
Mesta úrval landsins af rafgeymum í allar gerðir farartækja
MEÐ TUDOR
„Við gerum þetta til þess að heiðra
íslenska hundinn,“ segir Sigríður
Sjöfn Helgadóttir, sýningarstjóri
landbúnaðarsýningarinnar Glætu
2009, en þar mun fara fram feg-
urðarsamkeppni íslenska hunds-
ins á morgun. „Við viljum lyfta
honum aðeins á stall.“
Sigríður segir þetta ekki form-
lega hundasýningu. „Þetta er
frekar gert til þess að íslenski
hundurinn fái að njóta sín og
getur hvaða íslenskur hundur
sem er komið, hann þarf ekki
að vera í neinu félagi. Við vild-
um líka pressa á það að þeir sem
ekki eru í félögum myndu þora að
koma,“ útskýrir Sigríður og held-
ur áfram: „Svo koma hundaeig-
endur með sinn hund og ganga í
einn til tvo hringi eða standa uppi
á sviði, allt eftir því hvað hundur-
inn býður upp á.“
Aðspurð segir Sigríður að
álitsgjafi í fegurðarsamkeppn-
inni verði Sigríður Pétursdóttir
á Ólafsvöllum sem er alþjóðleg-
ur dómari og veitir hún álit sitt
á fegurð hundanna. „Við fáum í
firmakeppnum í hestamennsk-
unni tvo heiðursálitsgjafa, ekki
dómara, sem gert er til að hafa
gaman. Það er misjafnt hvað fólki
finnst fallegt,“ upplýsir Sigríður.
„Við miðum fegurðarsamkeppn-
ina svolítið við firmakeppnir og
þar er það ekki einkunn heldur
augað sem gildir.“
Sigríður segir þrjá hunda vera
skráða til leiks en hún vonast eftir
fleirum. „Þannig að ég er alls stað-
ar að óska eftir íslenskum hund-
um,“ segir hún brosandi. „Það
getur líka verið að fólk sé hálfragt
við að skrá hundana sína til leiks
í fegurðarsamkeppni.“ Skráningu
lýkur í kvöld en sýningin verður
haldin á morgun klukkan fjögur.
Fegurðarsamkeppni íslenska
hundsins er liður í landbúnaðar-
sýningunni Glætu 2009 sem hald-
in er um helgina og er eina land-
búnaðarsýningin sem fram fer
á landinu í haust. „Þetta er eina
landbúnaðarsýningin sem slík.“
Sýningin er haldin í nýrri reiðhöll
í Borgarnesi og búist er við um
fimm þúsund manns.
martaf@frettabladid.is
Hundar keppa í fegurð
Fegurðarsamkeppni íslenska hundsins verður haldin á morgun á einu landbúnaðarsýningunni sem fram
fer á þessu hausti. Er þetta óformleg fegurðarsamkeppni sem gerð er til að heiðra íslenska hundinn.
Að sögn Sigríðar munu hundarnir standa uppi á sviði eða labba í hringi, allt eftir því
hvað hundurinn býður upp á. MYND/JÓHANNA G. HARÐARDÓTTIR
Útsala
• Úlpur
• Kápur
• Jakkar
Glæsilegar
yfirhafnir.
50%
afsláttur