Fréttablaðið - 28.08.2009, Side 22

Fréttablaðið - 28.08.2009, Side 22
2 föstudagur 28. ágúst núna ✽hönnun og tíska þetta HELST augnablikið Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Arnþór Birkisson Ritstjórn Anna M. Björnsson Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 • Getur hafi ð nám hvenær sem er • Kennt 1 x viku frá kl. 18-22 • Gæðavörur frá Professionails notaðar við kennslu • Kennarar með kennararéttindi frá skóla Professionails í Belgíu • Glæsilegur nemendapakki ásamt vandaðri naglaslípivél og naglalampa. • Ýmsir möguleikar við fjármögnun námsins • Næsta námskeið hefst 14. september • kennt 4 x viku í 14 vikur • Glæsilegur nemendapakki • Kennt er með hinum frábæru glominerals förðunarvörum frá USA • Ýmsir möguleikar við fjármögnun námsins • Nýir kennarar SNYRTISKÓLI - naglaskóli - förðunarskóli - fótaaðgerðaskóli S N Y R T I -AKADEMÍAN ODDNÝ STURLUDÓTTIR BORGARFULLTRÚI Helgin mun hefjast með rómuðu kósýkvöldi á föstudagskvöldi. Á laugardaginn er svo sumarferð Samfylkingarinnar á dagskrá sem er sem betur fer barnvæn. Mos- fellsdalur, Þingvellir, Laugarvatn, sund, grill og hestasýning. Á sunnudaginn er svo Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn á dagskrá, síðasti séns fyrir veturinn. H önnuðurinn Sruli Recht opnar ásamt listakonunni Megan Herbert nýja búð á Granda á laugardaginn. Hún ber nafnið Vopnabúrið, eða The Armoury, og er vel falin meðal ryðgandi skipa og yfirgefinna fiskverkunar- stöðva við höfnina í Reykjavík, að Hólmaslóð 4. „Ég hef lengi verið hrifinn af svæðinu á Granda enda hef ég verið með vinnustofu mína á nokkrum stöðum á þeim slóð- um,“ segir Sruli sem er að leggja lokahönd á uppsetningu búð- arinnar þegar blaðamaður slær á þráðinn. „Mig langaði líka að vera örlítið frá miðbænum og fannst þetta „fishpacking distr- ict“ hafa skemmti- legan sjarma,“ segir hann. Hugmynd- in að verslun- inni vaknaði með þeim Megan í vor og hafa þau í sumar unnið að því að gera upp húsnæðið. Í Vopna- búrinu verða til sölu vörur Srulis úr línu hans „non-products“ ásamt mynd- skreyttum verkum úr sögum eftir Megan. Sruli hefur vakið nokkra at- hygli fyrir línu sína en margar vörur hans eru úr verkefni sem hann tók sér fyrir hendur í upp- hafi árs sem miðaði að því að koma fram með eitt verkefni í hverjum mánuði. Nokkur þeirra hafa þegar vakið at- hygli og hlotið verðlaun. Má þar nefna regnhlífina Umbuster og beltið ~Elt Formleg opnun Vopna- búrsins hefst klukkan 16 á laugardag og stendur til klukkan 18. - sg Sruli Recht opnar búð á Granda: VEL FALIÐ VOPNABÚR SÝNING RUE DU MAIL vakti mikla athygli í París á síðustu tískuviku, sér í lagi fyrir mikinn glimmeraugnskugga sem kemur sterkur inn í haust. Ísbjarnarmotta Eitt fyrsta verkefni Srulis í non-product línunni. Umbuster Regnhlíf sem unnið hefur til verðlauna enda stórskemmtileg hönnun hér á ferð. Vinkonurnar Elma Lísa Gunnars- dóttir og Silja Hauksdóttir verða með skemmtilegan fatamarkað á laugardaginn í húsnæði Félags íslenskra leikara á Lindargötu 6. „Það verða alls kyns falleg föt til sölu, fylgihlutir, skór og skart,“ segir Elma en einmitt á laugar- daginn verður Þjóðleikhúsið með opið hús þar sem vetrardagskráin er kynnt og ýmislegt sprell verður í gangi fyrir alla fjölskylduna. „Við verðum með heitt á könn- unni, Soffía frænka kíkir til okkar á fatamarkaðinn og svo klukkan fjögur verðum við með uppboð á tveimur búningum úr Þjóðleik- húsinu. Fatamarkaður Elmu og Silju verður opinn frá klukkan 11 til 18. - amb Elma Lísa og Silja Hauks með fatamarkað: Fjör og óvæntar uppá komur Smekklegar stöllur Þær Silja Hauksdóttir og Elma Lísa selja af sér spjarirnar á laugardag Segurmo lokað á mánudag Veitingastaðurinn vinsæli Segurmo, sem rekinn er af Núma stjörnu- kokki, mun leggja upp laupana næsta þriðjudag. Nýr staður er víst væntanleg- ur á barinn Bos- ton í staðinn en ljóst er að marg- ir munu sakna hinnar frábæru eldamennsku á góðu verði sem Segurmo bauð upp á. Mánudagskvöldið er síðasti séns til að snæða hinn undursam- lega Segurmo-plokkfisk. Ljósmyndara vantar fyrirsætur Brad Harris, ljósmyndari frá New York, leit- ar að fólki til að vera á myndum sem hann ætlar að taka núna á laugardag og sunnu- dag. Tökurnar fara fram rétt fyrir utan bæinn og verða landslags- myndir með fólki á. Brad, sem er þekktur ljósmyndari vestra segist ekki vilja alvöru fyrirsætur held- ur bara venjulegt fólk. Áhuga- samir geta haft samband við Margréti Erlu Maack á Face- book. Breiðhyltingar slá í gegn Hljómsveitin Nolo hefur trónað á toppi Gogoyoko-„playlistans“ undanfarnar vikur en þessi áður óþekkta rokksveit saman stendur af nokkrum ungum Breiðhyltingum. Unnendum Nolo gefst í kvöld kostur á að hlýða á sveitina, en hún mun troða upp á skemmtistaðnum Ka- ramba ásamt Weapons. Mér fannst þetta „fish- packing district“ hafa skemmtilegan sjarma helgin MÍN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.