Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1983, Side 12

Andvari - 01.01.1983, Side 12
10 BJARNI J'ILHJÁLMSSON ANDVARI lagarannsókna. Enn fremur skrifuðu þeir Kristján og Jón Steffensen þar sína greinina hvor um merkilega rannsókn þeirra sjálfra sumarið 1947 á forn- urn kumlateig frá víkingaöld á Hafurbjarnarstöðum í Miðneshreppi. Haustið 1947 rannsakaði Kristján kumlateig, sem í ljós hafði komið við umrót jarðýtu á hænum Sílastöðum í Kræklingahlíð. Voru þar fjór'ar fornmannagrafir með miklum leifum vopna og annars haugfjár, svo að ekki varð urn villzt, að grafirnar voru úr heiðni. Greinargerð um fund þennan og rannsókn er í Árbók 1954. Allar þessar rannsóknir Kristjáns, sem liann stóð fyrir, áður en hann varð þjóðminjavörður, hafa skýrt ýmsa drætti í þeirn óljósu hugmyndum, sem menn höfðu um húsakynni og ytri hætti Islendinga á fyrstu öldum byggð- ar í landinu. Árið 1945 var Kristján skipaður starfsmaður í Þjóðminjasafni frá 1. júní að telja. Vann hann þar hátt á þriðja ár undir stjórn Matthíasar Þórðarsonar þjóðminjavarðar, sem veitt hafði safninu forstöðu frá 1908 og unnið þar merkilegt starf við erfið skilyrði á rishæð Safnahússins við Hverfisgötu. Var Matthías nú kominn fast að sjötugu. Hinn 1. desember 1947 var Kristján Eldjárn skipaður þjóðminjavörður. Ekki var þó þar með lokið lærdómsframa hans, því að hinn 19. janúar 1957 varði hann doktorsritgerð við Háskóla Islands. Nefnist ritið Kuml og hmigfé úr heiðnum sið á Islandi. Bókin er í stóru broti, röskar 400 bls. að stærð. Hún er allsherjargreinargerð um þær grafir úr heiðni, sem fundizt höfðu og rannsakaðar höfðu verið fram að þeim tíma, sumar af honurn sjálfum, með margháttuðum samanburði við erlendar minjar frá víkinga- öld. Að bókarlokum er merkilegur og skemmtilega skrifaður kafli um norræna stílþróun í skreytilist á söguöld. Þegar hér var komið sögu, vat enginn vafi á því, að Kristján var orðinn einn af fremstu sérfræðjngum í víkingaaldar fornleifafræði. Segja má, að saman fari stofnun lýðveldis á íslandi og upphaf hins eiginlega ævistarfs Kristjáns Eldjárns, því að vorið 1944 gengur hann frarn á völl þjóðlífsins með fjölþætt háskólanám, erlent og íslenzkt, að baki. Daginn fyrir lýðveldisstofnunina ákvað Alþingi góðu heilli að reisa hús yfir Þjóðminjasafn íslands til minningar um þessi þáttaskil í þjóðarsög- unni. Sú bygging var þó ekki fullger fyrr en árið 1950, og mátti það eftir atvikum teljast vel að verki staðið, Það kom því í hlut Kristjáns að koroa N.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.