Andvari - 01.01.1983, Page 27
ANDVABI
KRISTJÁN ELDJÁRN
25
mæta vel og gat látið við það sitja, ef hann skrifaði fyrir fræðimenn eina.
Sem dæmi um þetta er meginhluti doktorsritgerðar hans. En yfirleitt lét
'hann ekki staðar numið við þessi vinnubrögð ein, heldur kostaði hann
einnig kapps um að gæða mál sitt, hvort sem var í ræðu eða riti, lífi og lit-
um með því fimlega orðfæri, sem honum virtist vera runnið í merg og bein,
því að hann forðaðist einnig óþarfa skrúðmælgi. Vitaskuld átti Kristján
mikið að þakka ásköpuðum hæfileikum, en enginn skyldi þó ætla, að hann
hafi náð þeim tökurn á máli og stíl, sem raun varð á, án strangrar tamningar
og sjáffsögunar. Sú er einmitt skýringin á því, hversu mikinn h'ljómgrunn
hann fékk hjá þjóðinni með bókurn sínum, tímaritsgreinum, þáttum í út-
varpi og sjónvarpi og að síðustu ræðum sínum á hátíðarstundum.
Það er athyglisvert, að ritstörf Kristjáns voru öll unnin í stopulum tóm-
stundum frá miklu annríki. Það er því með ólíkindum, hvað eftir hann
liggur á því sviði. S'kýringin er að inínu víti sú, að ritstörfin veittu honum
unað og gleði. Hann minnti á suma gamla bændur, sem hagir voru á járn
og leituðu til smiðju sinnar, þegar tóm gaikt, eins og Skalla-Grímur bóndi
á Borg, er sótti fast smiðjuverkið. Kristján var þó einnig rnjög félagslyndur
og mannblendinn og þurfti því erindum margra að sinna. Má þá nærri geta,
að hvíldarstundir hans voru færri og styttri en æskilegt var.
Fyrsta rit, sem Kristján sendi frá sér, kom út 1948 og nefndist Gengið
á reka. Það hafði að geyma 12 alþýðlega fornleifaþætti og vakti þegar mikla
athygli vegna efnisins, sem var girnilegt til fróðleiks, og þá e'kki síður fyrir
ferskan stíl og frásagnarhátt.
Nokkra bæklinga samdi Kristján, ekki sízt rniðaða við þarfir ferðamanna
eða leiðbeinenda þeirra, um fornar minjar eða hús í vörzlu Þjóðminjasafns,
svo sem Rústirnar í Stöng (1947), Um Hólakirkju (1950) og Um Grafar-
kirkju (1954). Þessi rit hefur svo Þjóðminjasafnið látið endurprenta éftir
þörfum.
Doktorsritgerðin Kuml og haugfé úr heiðnum sið á Islandi, sem út kom
1957, er umfangsmesta og strangvísindalegasta rit Kristjáns. Mun það lengi
skipa sinn sess sem höfuðrit um íslenzkar fornleifar frá elztu tímum Islands-
byggðar, aðrar en bæjarrústir. Að öðru leyti skal hér vísað til þess, sem sagt
er um þetta rit hér að framan.
Árið 1957 komeinnig út ritið Islenzk list frá fyrri öldum, bæði í íslenzkri
og enskri útgáfu, prýtt myndum a'f listgripum, einkum í Þjóðminjasafni,