Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1983, Page 64

Andvari - 01.01.1983, Page 64
62 AÐALGEIR KRISTJÁNSSON ANDVARl þegar hún brosti, voru þau og allur svipur hennar sem blítt brosandi sumarsól, þegar hún snemma um morguninn rennur upp undan fjallabrún og skín á döggina . . . hálsinn var ber, og dökkmóleitt hár lék um hann í fögrum lokkum, hún var klædd í ljósbláan silkikjól með bleikrauðum böndum um ermarnar, sem náðu fram á olboga, framhandleggirnir voru berir, rauð rós var á brjósti hennar, sem gekk hægt upp og niður af himneskum anda.“47 Varla þarf að efast um, að Gísli dregur upp stílfærða mynd af sjálfum sér og bætir nokkrum þumlungum í hæð sína, þegar hann lýsir annarri sögu- persónunni: „Unglingurinn, sem stóð þar inni, var hár og vel vaxinn, grannur, en meir en meðalmaður á hæð, það var fallegur maður, ljóshærður, gráeygður, en þó dökkeygður, augunum skutu djúp tilfinningasemi, þau voru fjörug og gáfuleg, en þó var á öllu auðséð, að hann af náttúrunni var fremur hneigður fyrir hið sorglega, dimma, skuggalega í lífinu en hið glaða og léttúðuga.“48 Umræðuefnið hjá sögupersónunum er einnig gamalkunnugt úr bréfum Gísla til Gríms Thomsens. Þau ræða um Werther og Lottu og ástir þeirra, og í samtalinu kemur fram, að þau eru sömu ættar. Af þessu broti má ætla, að jafnframt því sem Gísli orti um lífsreynslu sína og tilfinningar undir áhrifum frá Byron, hafði hann ætlað sér að setja saman í óbundnu máli eitthvað sögu- legs efnis, þar sem stuðzt var við endurminningar liðinna daga. Ástríður Helgadóttir var ekki lengi ógefin í föðurgarði, því að faðir hennar kom óðar en varði með nýtt mannsefni henni til handa. Það var gamall von- biðill, Sigurður Melsteð, frændi Gísla. „Biskupinn gaf Sigurði hana í jólagjöf“ skrifaði séra Jón Norðmann 22. júní 1848, þegar hann greindi Gísla frá því, að Ástríður og Sigurður hefðu trúlofazt á jóladag 1847.40 Gísli Brynjúlfsson hafði reynzt berdreyminn. I bréfi til Gríms Thomsens frá Guðrúnu systur hans 2. marz 1848 segir hún bróður sínum fréttirnar með þessum orðum: „Fröken Ástríður er trúlofuð Sigurði Melsteð, því vinur þinn, Gísli Brynjólfsson, treysti sér ekki að halda tryggð við hana. Þau giftast víst að hausti og fá sér hús hér í Reykjavík.“r’° I þessum fáu orðum leynir sér ekki ásökunin á hendur Gísla fyrir það, hvernig hann fór að ráði sínu gagnvart Ástríði. Undir ævilokin vitjuðu endurminningarnar Ástríðar með nýjum hætti, því að árið 1891 komu Ljóðmæli Gísla Brynjúlfssonar út og í þeim gat að lesa ljóðin, sem hann orti um ástir þeirra og hún hefir varla áður þekkt. Gísli Brynjúlfsson var andaður, saddur lífdaga, þegar ljóðabókin kom út. Kormáks augun svörtu voru köld og komin í mold, svo að vitnað sé í ljóð séra Matthíasar Jochumssonar. Sigurður Melsteð, sem Ástríður giftist 1. september 1848, var alblindur síðustu ár ævinnar, svo að ævikvöldið var heldur dapurlegt. Indriði Einarsson telur, að Ástríður hafi séð eftir Gísla alla ævi, og tilfærir þá sögu, að gömul vinkona hennar hafi viljað draga úr eftirsjá hennar og sagt við hana, að hann hafi ekki verið vel trúr jafnan þessari konu, sem hann átti. „Trúr hefði hann mér verið, ef ég hefði verið konan hans,“ var svar Ástríðar.51
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.