Andvari - 01.01.1983, Blaðsíða 113
ANDVAIU
N. F. S. GRUNDTVIG
111
hið sama og gerðist í Reykjavík, er handritin fyrstu voru þar afhent mennta-
málaráðherra íslands, Gylfa Þ. Gíslasyni.
Þá horfðust þeir í augu ráðherrarnir Jorgen Jorgensen, Grundtvigsmaður-
inn, og K. B. Andersen, og blikuðu tár í augum beggja. ,,Okkar sigur einnig,“
mælti J. Jorgensen. Steinninn, sem Danir reistu þessum forystumanni sínum,
var sóttur til Islands og Gunnar Thoroddsen lét íslenzka ríkið reisa stein á
leiði Bjarna M. Gíslasonar í Þingvallakirkjugarði.
Hér eru tákn þess, að Islendingar, Danir og Norðurlandabúar yfirleitt
eiga enn samleið með N. F. S. Grundtvig.
Bónda í Þingvallasveit langaði til að taka vel á móti erfðaprinsi Dana og
Islendinga, er Bjarni Thorarensen kæmi með hann í Þingvallakirkju. En hann,
- er hann hafði gerzt konungur -, undirritaði stjórnarskrána 5. júní 1849, er
stjórnarskráin á Þingvöllum 1874 á rætur að rekja til og enn er að nokkru í
gildi.
Ófeigur bóndi á Heiðarbæ málaði mynd af kvöldmáltíðinni yfir altari
Þingvallakirkju. Grundtvig hefði getizt vel að þessu verki bóndans; hver
snillingurinn var og tilefnið hefði sannað honum staðreynd „hins lifandi orðs“
—,,hið djúpa samhengi“ þess.