Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1983, Page 59

Andvari - 01.01.1983, Page 59
ANDVARI ,ÁÐUR MANSTU UNNI EG MEY' 57 Ei skalt gráta Ástrídur! ei skalt tárast lengur, skipið burtu skjótt líður, skúm að brjóstum gengur. Og síðar segir svo í kvæðinu: Betra á sá, er burtu fer og báran svala flytur, heldur en sá, sem eftir er og með trega situr.23 En nú var komið að því að þreyta annað lærdómspróf. Gísli og Jónas Guð- mundsson þreyttu það saman og gekk misjafnlega, að því er Brynjólfur Péturs- son skrifaði Grími Thomsen, því að Jónas fékk ágætiseinkunn, en Gísli aðra einkunn í aðaleinkunn.2'1 Að prófinu loknu hóf Gísli laganám, en hann virðist fljótlega hafa orðið leiður á þeirri ,,lærdómssundurhlutan“ eins og fram kem- ur í því, sem hann kvað til Konráðs Gíslasonar á sama árinu: Leiður er eg á lögum -,25 Dagbók í Höfn ber því einnig órækt vitni, að hann sló í meira lagi slöku við námið. Þessi tíðindi vöktu lítinn fögnuð heima í Laugarnesi. Helgi biskup skrifaði Brynjólfi Snorrasyni, frænda Gísla, en á bréfi biskupsins er að sjá, að Brynjólfur hafi skrifað honum og reynt að bera blak af Gísla, en biskup er á öðru máli og segir t. a. m. í bréfinu, sem er dagsett 22. október 1846: „Gísli hefur sýnt ófyrirgefanlfegan] trassaskap, því menn vita, að hann gat, ef hann vildi, hann hafði og margt er mátti hvetja hann til að leita, þó ei væri annars en, eins og þér segið, góðrar afspurnar. - Móður sinni og öllum, sem vilja honum vel, hefur hann, sogott sem vísvitandi, gjört mikla hjartasorg. Drottinn veit, hvað nærri eg tók mér að skrifa Gísla, eins og eg gjöri, hann og máske fleiri finna það hart - en nú er mér full alvara, og engi maður fær mig ofan af því, sem er mín föst sannfæring - hann ræður nú, hvört hann tnetur nokkurs orð mín, og eftir því mun eg ráða, hvað eg gjöri - eg er í þessu efni í engum vafa við sjálfan mig. - Gerið so vel og brennið þetta, þá lesið hafið og Iátið engan sjá. - Mér er kært til yðar, get so ei dulið huga minn, eður breitt yfir það, að eg er í illu skapi. -<t2G Af bréfinu er ljóst, að biskupinn hefir sagt Gísla til syndanna og það hefir verið lítil gleði í Laugarnesi yfir frammistöðu hans við prófborðið. Það hefir tæpast verið fagnaðarauki fyrir Gísla að fá bréf biskups, og 20. nóvember yrkir hann eftir að hafa lesið bréf frá Ástríði:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.