Fréttablaðið - 17.09.2009, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 17.09.2009, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI FIMMTUDAGUR 17. september 2009 — 220. tölublað — 9. árgangur Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 „Við erum þarna í fötunum sem við syngjum venjulega í. Ég er í kjól frá Vintage, Kenya í kjól frá Spú-útnik og Sandra keypti sinn erlend-is. Bjartur var dressaður upp í notuð föt frá Kormáki og Skildi,“ segir Inga Þyri Þórðardóttir sem er ein af söngkonum tríósins Þrjár raddir sem reglulega fær aðstoð frá Bjarti Guðjónssyni beatboxara og breytist þá bandið í kvartett.Innt eftir því hvort stríðsáratísk-an leki út í hið d l hrifumst af swing- og djasstónlist, vorum hrifnar af Andrew-systrum og vorum almennt undir stríðsára-áhrifum. Þess vegna langaði okkur að dressa okkur upp í stíl við tón-listina,“ útskýrir Inga Þyri en upp-hafið að samsöng þeirra vinkvenna var löngun þeirra til að lyfta fólki upp úr kreppunni. „Okkur langaði til að draga fólk inn í annan heim,“ segir hún en Þrjár raddisa með okkur nokkur lög. Við komum enn fram hvort í sínu lagi en það verður æ sjaldnar,“ segir hún. Hópurinn verður með tónleika á Rósenberg á sunnudaginn. „Þá fáum við einnig til liðs við okkur góða gesti og höldum tónleika sem verður frítt inn á.“ En má búast við einhverri útgáf ?„Við erum i Draga fólk í annan heim Sönghópurinn Þrjár raddir hefur vakið töluverða athygli síðasta árið fyrir skemmtilega framkomu og fallegan söng. Ekki spillir fyrir að þau eru ávallt vel búin og skarta fötum í stíl seinnistríðsáranna. Inga Þyri Þórðardóttir, Kenya Emil og Sandra Þórðardóttir horfa aðdáunaraugum á félaga sinn, Bjart Guðjónsson, enda er hann reffilegur til fara. Stúlkurnar eru þó ekki síðri, dressaðar upp í kjóla í anda seinnistríðsáranna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VOGUE Á FACEBOOK er snilldarvinur til að bæta í safnið. Nýjar uppfærslur á hverjum degi, ljósmyndir og myndskeið af því nýjasta úr heimi tískunnar. Swopper vinnustóllinn www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 HVERFISGÖTU 6 • 101 REYKJAVÍK • SÍMI 562 2862 HÆTTIRLOKA-SALA17.-27. september ALLT Á AÐ SELJAST VEÐRIÐ Í DAG Sérblað um sjónvörp | Fimmtudagur 17. september SJÓNVÖRP Fróðleikur, fréttir, tækni og nýjungar Sérblað um sjónvörp FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG. ÞRJÁR RADDIR Undir áhrifum frá seinnistríðsárunum • tíska Í MIÐJU BLAÐSINS Stólar fyrir dyrum „Þegar bankakerfi lands hrynur, þurfa boðlegar almannavarnir að vera til taks“, skrifar Þorvaldur Gylfason. Í DAG 20 Vegleg hátíðarhöld Styttist í fyrstu Afríku- hátíðina á Íslandi. TÍMAMÓT 28 Þúsund á biðlista Íslendingar bíða óþreyjufullir eftir ann- arri bók Stieg Larsson sem kemur út á morgun. FÓLK 42 Bæklingur fylgir með inni í blaðinu í dag Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is TILBOÐSBLAÐ BÓNUS Í FRÉTTABLAÐINU Í DAG TAKTU OPNUNA ÚR BLAÐINU MEÐ ÞÉR ÞEGAR ÞÚ FERÐ AÐ VERSLA Í BÓNUS NÝTT KORTATÍMABIL 11 10 13 16 13 HLÝTT EYSTRA Í dag verða suðvestan 5-13 m/s, hvassast á annesjum vestan til. Skúrir en bjart með köflum norðaustan og austan til og úrkomulítið. Hiti 10- 17 stig hlýjast eystra. VEÐUR 4 EFNAGHAGSMÁL Íslenskir embætt- ismenn eiga í viðræðum við Evr- ópusambandið um efnahagslegan stuðning sambandsins við Ísland. Frumkvæðið kom frá ESB í októb- er, skömmu eftir bankahrunið. Auk lánveitingar munu Íslend- ingar á næsta ári geta sótt um fyr- irgreiðslu sem eitt þeirra ríkja sem sótt hefur um aðild að ESB. ESB hefur veitt þeim ríkjum, sem eru í nánu samstarfi við sam- bandið og eiga í miklum efna- hagserfiðleikum svokallaðan MFA-stuðning (Macro-financial assistance). Samkvæmt upplýs- ingum frá sendiráði ESB á Íslandi, sem er staðsett í Noregi, hefur svo- kallað MFA-lán til Íslands verið í undirbúningi í nokkurn tíma. Lán- veitingin þarf samþykki ráðherra- ráðs ESB og Evrópuþingsins. Urður Gunnarsdóttir, upplýs- ingafulltrúi utanríkisráðuneytis- ins, segir ekki um eiginlegar samn- ingaviðræður að ræða, enda málið að frumkvæði ESB. Það sé á svip- uðum nótum og gagnvart öðrum ríkjum utan ESB sem eru í sam- bærilegri stöðu og Ísland. Að sögn Sveinbjörns Hannes- sonar, hjá sendiráði ESB, verður láni sambandsins ætlað að styðja við lánveitingar Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins (AGS) og annarra aðild- arríkja ESB til Íslands. Sveinbjörn gat ekki tjáð sig um fjárhæðir en sagði ekki „um að ræða sambæri- lega upphæð og Ungverjaland fékk“. Ungverjaland fékk 6,5 millj- arða evra lán frá ESB til viðbótar 12,5 milljarða evra láni frá AGS. Hins vegar er svokallaður IPA- stuðningur (Instrument for Pre- accession Assistance) veittur ríkjum sem sótt hafa um aðild að sambandinu, eins og Ísland gerði í sumar. Þeim styrkjum er ætlað að renna til uppbyggingar á innviðum samfélagsins og auðvelda aðlögun að sambandinu. Sambærileg aðstoð eru dreifbýlisstyrkir sem aðildar- ríkin njóta. Að sögn Sveinbjörns Hannesson- ar verður ekki fyllilega ljóst fyrr en á árinu 2010 um hvaða IPA- aðstoð Íslendingar geta sótt. Olli Rehn, stækkunarstjóri ESB, flutti erindi í Háskóla Íslands í síð- ustu viku og nefndi þar að samn- ingaviðræður um MFA-lán til Íslands væru í gangi. „Það verð- ur stuðningur frá ESB við Ísland,“ sagði Rehn. Rehn vísaði til stuðn- ings ESB við Serbíu. Serbar fengu 18 milljarða króna stuðning í tengslum við aðstoð AGS við land- ið. Skrifstofa framkvæmdastjóra efnahagsmála ESB gat ekki svar- að spurningum um málið, að svo stöddu. - pg Ræða lán og styrki frá ESB Íslendingar eiga kost á lánum og styrkjum frá ESB. Embættismenn frá Íslandi eiga í viðræðum við ESB um efnahagslegan stuðning. ESB átti frumkvæði að láninu stuttu eftir bankahrun. Styður við lánin frá AGS. LITRÍKT SKIP Starfsmenn slippsins í Reykjavík virtust eiga í valkvíða þegar kom að því að velja lit á togarann sem lá þar. Þeir hafa þó væntanlega komist til botns í málinu enda einungis að grunna fyrir þann lit sem koma skal. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Frábær sigur Arsenal Arsenal vann 3-2 sigur í Meistara- deildinni eftir að hafa lent 2-0 undir. ÍÞRÓTTIR 38 LÖGREGLUMÁL Sveinn Friðfinnsson, maðurinn sem sænsku dagblöðin Dagens Industri og Dagens Ny - heder bendla við milljarðasvik á um þúsund Svíum, er staddur í Grundarfirði og hefur alið þar manninn undanfarið, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Að sögn Smára Sigurðssonar hjá alþjóðadeild lög- reglu er Sveins ekki leitað af lögreglu. Samkvæmt fréttum sænsku blaðanna stóð Sveinn, í félagi við aðra, fyrir umfangsmiklu svindli sem tengist gjaldeyrisviðskiptum, sem um þúsund Svíar hafi orðið fyrir barðinu á. Sænska fjármálaeftirlitið telur að svindlið nemi milljörðum íslenskra króna. Árið 2005 fjölluðu íslenskir fjölmiðlar um meint svik Sveins í Danmörku. Áður en hann fluttist þangað mun hann hafa átt í vafasömum viðskiptum um margra ára skeið og fengið marga upp á móti sér. Sveinn hefur, samkvæmt heimildum blaðsins, komið fyrir öryggismyndavélum við húsið sem hann leigir í Grundarfirði. - kg Manns sem grunaður er um milljarðasvik í Svíþjóð ekki leitað af lögreglu: Meintur svikari í Grundarfirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.