Fréttablaðið - 17.09.2009, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 17.09.2009, Blaðsíða 39
FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2009 Sjónvarpsáhorf er ómissandi hluti af lífsstíl Íslendinga. Það gildir jafnt í velmegun og kreppu – jafnvel enn frekar í kreppu, eftir því sem Árni Frið- berg Helgason, verslunarstjóri í Hátækni, lýsir. Hátækni í Ármúla 26 er rótgróin verslun sem hefur verið á sama stað í yfir tuttugu ár. Í fyrrahaust var hún stækkuð og opnuð stór og glæsileg sýningaraðstaða baka til. „Við köllum þetta rými Hljómskál- ann. Þar sýnum við stærstu og flottustu módelin af sjónvörpum og erum með glæsileg heimabíó í öllum verðflokkum,“ segir Árni sem á fjögur ár að baki í vinnu hjá Hátækni, síðustu tvö í starfi versl- unarstjóra. Hátækni selur sjónvörp af teg- undunum LG, Palladine, Hitachi og Panasonic. „Við erum með ís- lenska valmynd á mörgum Palla- dine-sjónvörpunum, byrjuðum á því fyrir tæpum tveimur árum,“ segir Árni. „Það hefur ekki verið gert áður á Íslandi.“ Hann segir mikla sölu hafa verið í sjónvörp- um að undanförnu þrátt fyrir erf- itt árferði. „Sjónvörp eru kreppu- vara og alltaf vinsæl. Eftir að tækin urðu svona þunn bjóða þau upp á meiri möguleika en áður. Fólk notar þau sem tölvuskjái og við mismunandi aðstæður, hvort sem er í herbergi, uppi í sumarbú- stað, í eldhúsinu eða hvar sem er. Þau eru komin alls staðar og taka lítið pláss.“ Stærðirnar sem Hátækni selur eru frá 19 tommu upp í 60 tommu. „Ég held að söluhæstu tækin séu 42 tommur,“ segir Árni. „Annars er góð sala í öllum stærðum. Nítj- án til 26 tommu tækin eru tekin í herbergi, sumarbústaði og hjól- hýsi en heima í stofu eru 37 til 50 tommurnar algengari.“ Einnig seljast stóru tækin vel, að sögn Árna enda henta þau í fundarsali fyrirtækja og hótela. „Fólk sem er með stórar stofur og situr langt frá tækjunum þarf líka stóra skjái. Þegar þeir eru komn- ir upp á vegg í stóru rými eru þeir ekki eins miklir risar og þeir virð- ast vera þegar þeir eru á fæti. Til- hneigingin er sú að taka æ stærri tæki og því hafa stóru skjáirnir aukið vinsældir sínar.“ En hefur verðið ekki farið upp úr öllu valdi á þessum síðustu og verstu tímum? „Sjónvörp hafa vissulega hækkað í verði en við höfum verið með góða samninga við okkar birgja og því hafa hækk- anirnar ekki verið eins stórkost- legar og ætla mætti,“ segir Árni og bætir við að lokum: „Við kaup- um mikið inn í einu og það hjálp- ar okkur.“ Alltaf jafn vinsæl vara bæði í velmegun og kreppu „Fólk notar sjónvörp sem tölvuskjái og við mismunandi aðstæður, hvort sem er í herbergi, uppi í sumarbústað, í eldhúsinu eða hvar sem er,“ segir Árni sem hér er staddur í hljómskálanum í Hátækni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Kanasjónvarpið, eins og sjónvarps- stöðin Armed Forces Radio and Television Service Keflavik var jafnan nefnd, starfaði frá árinu 1951 til 2006. Þessar fyrstu sjón- varpsútsendingar á Íslandi ollu fljótlega usla því í ljós kom að sjónvarpsmerkið frá stöð- inni náðist á Suðurnesjum, Hafnarfirði og Reykjavík. Til þess varð fólk þó að eiga sjónvarpsviðtæki og -loft- net sem var dýr tækja- kostur og fá heimili gátu orðið sér úti um slíkt. Þau heimili voru hins vegar þéttsetin á kvöldin og gesta- gangur mikill enda vildu allir líta þessa dýrð augum. Árið 1964 sendu sextíu þjóðþekktir Íslendingar áskorin til ríkisstjórnarinn- ar þess efnis að takmarka útsend- ingar stöðvarinnar. Var áhyggju- efnið meðal annars þau áhrif sem Kanamenningin hefði á íslenskan æskulýð. Yfir 14.000 manns skrif- uðu hins vegar undir undir- skriftalista þar sem þess var óskað að Íslendingar fengju áfram aðgang að stöðinni. Átök um Kanasjónvarp- ið voru nokkur næstu árin en útsendingar voru þó ekki takmarkaðar við Keflavík fyrr en árið 1974 og var þá þver- pólitísk samstaða um lokun stöðvar- innar. - jma Kanasjónvarpið veldur deilum í samfélaginu Birna Þórðardóttir barðist gegn Kana- sjónvarpinu og réðst ásamt fleirum inn í upptökusal stöðvar- innar 1968 og málaði „Viva Cuba“ á veggi. Margir velta því fyrir sér hvort langvarandi sjónvarpsáhorf hafi skaðleg áhrif á sjónina. Staðreynd- in er sú að ekki hefur tekist að færa sönnur fyrir því. Þó er vitað að þegar horft er á sjónvarps- eða tölvuskjá í lengri tíma minnkar blikktíðni augnanna úr 12 blikk- um í 6 á mínútu, sem getur aftur valdið augnþurrki. Besta ráðið við honum er einfaldlega að loka aug- unum til að hvíla þau, nú eða verða sér úti um gervitár sem hægt er nálgast í apótekum án lyfseðils. Sjá www.visindavefur.is. Langvarandi áhorf óhollt Sjónvarpsáhorf í lengri tíma getur vald- ið augnþurrki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.