Fréttablaðið - 17.09.2009, Blaðsíða 24
Stundum getur lýti verið það
sem gerir fyrirsætu eftirsókn-
arverða.
Bil á milli framtanna þykir ekki
alltaf til prýði. Það virðist þó
vera það sem setur punktinn yfir
i-ið hjá nokkrum heimsfrægum
fyrirsætum. Tannréttingar koma
þannig líklega ekki til greina hjá
fyrirsætum á borð við Georgiu
May Jagger, dóttur Micks Jagg-
er, sem er að hefja fyrirsætufer-
il sinn og hefur þegar náð vin-
sældum, og Löru Stone sem er
á hápunkti feril síns og gríðar-
lega vinsæl hjá tískuhönnuðum
þótt hún þyki heldur stórbeinótt
og noti stærð númer tíu í bransa
þar sem stærð núll þykir eftir-
sóknarverð.
Aðrar íðilfagrar konur sem
hafa skartað bilinu góða eru
þær Brigitte Bardot og Vanessa
Paradis.
Bil sem
skiptir máli
Bardot er með
einkennandi bil
á milli tannanna.
Fyrirsætan Lara
Stone á forsíðu
i-D.
VINTAGE-VEFSÍÐUR, sem selja kjóla og hátískuföt frá fyrri áratugum
hafa notið mikilla vinsælda. Elle hefur sagt síðuna www.poshgirlvintage.
com í hópi þeirra bestu en þar má til dæmis finna mikið úrval brúðarkjóla.
Einungis tvær fylgihlutalínur voru
valdar til að taka þátt í tískuvik-
unni sem haldin verður í Las Vegas
í febrúar komandi. Önnur þeirra
er íslenska línan Gyðja Collection.
„Ég er bara virkilega stolt af því að
verða fyrir valinu. Þetta var nokkuð
langur ferill, ég sýndi þessu áhuga
og síðan liðu tveir mánuðir þar sem
matsnefnd kallaði eftir alls konar
gögnum og loks var tekin ákvörð-
un og mér boðið að vera með,“ segir
Sigrún Lilja Guðjónsdóttir sem
stendur á bak við Gyðju Collection.
Hún sérhæfir sig í að hanna skó,
töskur og belti í stíl úr framandi
hráefnum á borð við snákaskinn og
geitaleðri.
Í Las Vegas verður sýnd nýjasta
lína Gyðju Collection. „Línan er
glamúrkennd en samt sem áður eru
allir hlutirnir úr mjög vönduðu efni.
Ég leik mér sérstaklega við hælana
á skónum og reyni að gera þá svolít-
ið öðruvísi,“ segir Sigrún Lilja sem
vill að konur veki athygli þegar þær
skarti skóm eða töskum hennar.
Á sýningu á borð við tískuvikuna
í Las Vegas sækir stjörnufans enda
fylgjast stjörnurnar vel með nýj-
ustu straumum og stefnum í tísku-
heiminum. Að auki er gert ráð fyrir
að stjörnur leynist inn á milli í hópi
fyrirsætnanna. Til dæmis þykir
líklegt að vinningshafinn úr fjórðu
seríu hinna vinsælu þátta America ś
Next Top Model, Naima Mora, verði
ein af fyrirsætunum.
Sigrún Lilja verður
með eigin tísku-
sýningu á línu
s i n n i . Hú n
hefur hug á að
tengja sýningu
sína við Ísland
á einhvern hátt.
„Kannski verð
ég með ein-
hverja íslenska
fyrirsætu og
svo er ég með
fleiri hugmyndir sem ég á eftir að
móta að fullu,“ segir hún.
Tískuvikan fer fram á hótelinu
Green Valley Ranch sem er eitt af
glæsilegri hótelum í þessari ein-
stöku borg.
Gyðja Collection er væntanleg í
verslanir hérlendis í haust og verður
línan meðal ann-
ars fáanleg
í verslun-
um Stein-
ars Waage.
Þeir sem
vilja kynna
sér línu Sig-
rúnar Lilju
nánar er bent
á vefsíðuna
www.gydja.is
solveig@
frettabladid.is
Tekur þátt í tísku-
viku í Las Vegas
Fylgihlutalínunni Gyðju Collection hefur verið boðið að taka þátt í tískuvik-
unni í Las Vegas sem haldin verður í febrúar 2010.
Skvísuleg snáka-
og krókódíla-
stígvél.
Sigrún Lilja Guðjónsdóttir stofnaði Gyðju
Collection árið 2007.
Stígvél úr leðri og
snákaskinni, með
áföstu ökklabandi og
skreyttum hæl.
Túrkísblátt kokkteilveski úr snáka-
skinni með úlnliðsól og fínlegir skór
í sama lit.
Sigrún Lilja hannar veski
og skó í sama stíl.
Karen Millen Elegantly Wrapped
sparilínan er hönnuð með
innblæstri frá hinum glæsilegu
konum sem myndaðar voru af
ljósmyndaranum kunna Guy Boudin
sem myndaði fyrir helstu tískublöð
heims á 9. áratugnum. Þessi fatnaður
er glæsilegur, áberandi og einstakur.
Sem dæmi er blómum, fellingum og
umvöfðum efnum blandað saman
til að mynda kvenlega kjóla, toppa
og pils sem henta konum á öllum
aldri. Hið þekkta Karen Millen
satínefni með teygju gerir þennan
fatnað enn klæðilegri. Áhrif frá
9. áratugnum eru greinileg í
litavali; skærbleikur, fjólublár og
appelsínugulur.
Við bjóðum nú 30% afslátt af þessari línu.
Léttar veitingar í boði frá kl. 17.00.
kynnir 30% afslátt
af kjólum
einnig til í svörtu
einnig til í fjólubláu
einnig til í fjólubláu
einnig til í fjólubláu
einnig til í dökk bleiku og bláu
einnig til í bleiku
Kringlunni og Smáralind