Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 2009næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    27282930123
    45678910

Fréttablaðið - 17.09.2009, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 17.09.2009, Blaðsíða 23
Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 „Við erum þarna í fötunum sem við syngjum venjulega í. Ég er í kjól frá Vintage, Kenya í kjól frá Spú- útnik og Sandra keypti sinn erlend- is. Bjartur var dressaður upp í notuð föt frá Kormáki og Skildi,“ segir Inga Þyri Þórðardóttir sem er ein af söngkonum tríósins Þrjár raddir sem reglulega fær aðstoð frá Bjarti Guðjónssyni beatboxara og breytist þá bandið í kvartett. Innt eftir því hvort stríðsáratísk- an leki út í hið daglega líf þeirra svarar hún: „Nei, ekki mikið. Ann- ars er ég reyndar hálfgerður geð- klofi varðandi fataval. Einn dag- inn er ég pönkrokk, annan daginn skoppari og þriðja daginn komin í fiftískjól, það fer bara eftir því hvernig ég vakna,“ segir Inga Þyri og hlær. „Við stelpurnar byrjuðum að syngja saman um jólin í fyrra. Við hrifumst af swing- og djasstónlist, vorum hrifnar af Andrew-systrum og vorum almennt undir stríðsára- áhrifum. Þess vegna langaði okkur að dressa okkur upp í stíl við tón- listina,“ útskýrir Inga Þyri en upp- hafið að samsöng þeirra vinkvenna var löngun þeirra til að lyfta fólki upp úr kreppunni. „Okkur langaði til að draga fólk inn í annan heim,“ segir hún en Þrjár raddir hófu samstarfið á því að koma fram á Laugaveginum og í verslunarmið- stöðvum um jólin og syngja hin ýmsu jólalög. „Við sáum aldrei fyrir okkur að þetta yrði til frambúðar en nú hefur þetta undið upp á sig og er orðið nokkuð stórt batterí,“ segir hún glaðlega. Bjartur gekk til liðs við söngkonurnar í febrúar. „Okkur fannst góð hugmynd að fá takt í eitt lagið og fengum hann til að syngja með okkur nokkur lög. Við komum enn fram hvort í sínu lagi en það verður æ sjaldnar,“ segir hún. Hópurinn verður með tónleika á Rósenberg á sunnudaginn. „Þá fáum við einnig til liðs við okkur góða gesti og höldum tónleika sem verður frítt inn á.“ En má búast við einhverri útgáfu? „Við erum einmitt í stúdíói núna og erum að taka upp jóladisk,“ upplýs- ir Inga Þyri og spáir því að mikið verði að gera hjá þeim í jólavertíð- inni við söng á hinum ýmsu stöð- um, meðal annars á jólahlaðborði í Turninum. Og hvað með útrásina? „Jú,“ viðurkennir hún. „Við erum með nokkra drauma sem við vonum að verði að veruleika,“ svarar hún leyndardómsfull og snýr að því sögðu aftur í upptökuverið. solveig@frettabladid.is Draga fólk í annan heim Sönghópurinn Þrjár raddir hefur vakið töluverða athygli síðasta árið fyrir skemmtilega framkomu og fallegan söng. Ekki spillir fyrir að þau eru ávallt vel búin og skarta fötum í stíl seinnistríðsáranna. Inga Þyri Þórðardóttir, Kenya Emil og Sandra Þórðardóttir horfa aðdáunaraugum á félaga sinn, Bjart Guðjónsson, enda er hann reffilegur til fara. Stúlkurnar eru þó ekki síðri, dressaðar upp í kjóla í anda seinnistríðsáranna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VOGUE Á FACEBOOK er snilldarvinur til að bæta í safnið. Nýjar uppfærslur á hverjum degi, ljósmyndir og myndskeið af því nýjasta úr heimi tískunnar.             ! "#$% &'( )* + ,-%,.,/,-%,.,0& Swopper vinnustóllinn www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 HVERFISGÖTU 6 • 101 REYKJAVÍK • SÍMI 562 2862 HÆTTIR LOKA-SALA 17.-27. september ALLT Á AÐ SELJAST
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 220. tölublað (17.09.2009)
https://timarit.is/issue/292879

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

220. tölublað (17.09.2009)

Aðgerðir: