Fréttablaðið - 17.09.2009, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 17.09.2009, Blaðsíða 38
 17. SEPTEMBER 2009 FIMMTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● sjónvarp Einn frægasti sjónvarpskokk- ur Breta, Keith Floyd, lést á dögunum. Floyd skaust upp á stjörnuhimin- inn með sjónvarpsþáttunum Floyd on Fish á BBC um miðjan níunda áratuginn. Sérþekking á fiskmeti og hrífandi framkoma Floyds, sem sást sjaldan á skjánum öðruvísi en örlítið hífaður, vakti fyrst athygli á honum. Þá voru matreiðsluþættirn- ir þeir fyrstu í bresku sjónvarpi sem voru teknir utan sjónvarpssalar. Floyd on Fish sló samstundis í gegn og í kjölfarið fylgdu fleiri vin- sælar þáttaraðir þar sem töfrandi persónuleiki Floyds naut sín út í ystu æsar: Floyd on Food, on France, Spain, Italy, Australia, Floyd’s Am- erican Pie og Far Flung Floyd svo dæmi séu tekin, en í þeim ferðað- ist kokkurinn lífsglaði um gjörvall- an heiminn til að kynna sér matseld annarra þjóða. Vinsældir Floyds tóku hins vegar að dvína þegar ný kynslóð sjónvarpskokka, Nigella Lawson, Jamie Oliver og fleiri, leit dagsins ljós og hann féll af vin- sældalistanum. Yfirmenn BBC los- uðu sig því við þetta fyrrverandi óskabarn sitt. Svo virtist þó sem gæfan ætlaði að snúast Floyd í hag. Stuttu fyrir andlát sitt átti hann í samningavið- ræðum við bresku sjónvarpsrásina Channel Five um gerð nýrra þátta. Ekkert varð af þeim fyrirætlunum vegna andláts Floyds en það er þó huggun harmi gegn að þættir hans eru reglulega endursýndir á BBC Li- festyle og njóta enn vinsælda. - rve Grallarinn góðkunni Keith Floyd í kvennafansi. NORDICPHOTOS/AFP Floyd féll í skuggann af nýrri kynslóð kokka eins og Nigellu og Jamie Oliver. Keith Floyd fallinn frá ● HUNDAR HORFA Á SJÓNVARP Gagnstætt því sem oft er haldið er fram sjá hundar á sjónvarp, en þó ekki með sama hætti og mannfólkið. Þar sem hundar eru aðeins með tveir tegundir keilna á sjónhimnu augans en menn þrjár, er líklegt að þeir sjái færri liti í sjón- varpinu eða að minnsta kosti öðruvísi en menn. Þá eru hundar frekar nærsýnir og eiga sjálf- sagt í vandræðum með að greina smáatriði á skjánum nema standa nálægt honum. Þar sem hundar eru hins vegar ólíklegir til að verja mikl- um tíma fyrir framan imbann ætti það ekki að koma að sök. Sjá www.visindavefur.is. Árið 1948, hinn 1. júlí, birti tímaritið Lögberg ítarlega grein um hugsanlega fram- tíð sjónvarpsins og birtist þar meðal annars þessi klausa sem blaðamaður þýddi laus- lega upp úr eintaki af Time: „Nú tala allir um sjónvarp. Þeir sem eru hrifnastir af því, eru sannfærðir um, að þess muni ekki langt að bíða að sjónvarpið geri útvarpið jafn úrelt og hesturinn er nú sem farartæki. Ennfremur muni það hafa í för með sér að menn hætti að sækja kvik- myndahús. Börn muni ganga í skóla í dagstofunni heima hjá sér, frambjóðendur til for- setakosninga vinni sigra sína gegnum sjónvarpið. Húsmæð- urnar muni sjá þar kjólana og matinn, sem þær vilja kaupa – og síðan þurfi þær ekki annað að gera en hringja eftir því.“ Útvarpinu spáð dauða TIME spáði því um miðja síðustu öld að samfélagið myndi færast meir heim í stofu með tilkomu sjónvarps. Af nógu vandræðalegu efni er að taka þegar kemur að sjónvarpsþáttum, sér- staklega þeim sem eru í beinni út- sendingu. Af síðari tíma sjón- varpsefni þykir þáttur Opruh Winfrey þar sem gestur hennar er leikarinn Tom Cruise eiga vinninginn í vandræðaleg- heitum en Tom Cruise bregst aftur og aftur við spurning- um Opruh með því að hoppa upp og láta eins og api í sófanum hjá henni. Fyrir þá sem misstu af þætt- inum má benda á mynd- skeið á youtube.com - jma Vandræðalegasti þátturinn Tom Cruise fer sínar eigin leiðir og gerði það líka hjá Opruh Winfrey. Hómer Simpson í faðmi fjölskyldunnar. Hlýrabolur með kaffiblettum, full lúka af kartöfluflögum í ann- arri hendi og opin bjórdós í hinni, bumban lafir yfir strenginn á joggingbuxunum og í sjónvarpinu hlaupa spengilegir fótboltakappar á eftir leðurtuðru. Þannig þekkja flestir erkitýpuna af letiblóðinu og sjónvarpsjúklingnum sem svo oft sést á sjónvarpsskjánum. Enginn passar betur inn í þessa lýsingu en Hómer nokkur Simpson, heimilisfaðirinn heimskulegi sem elskar bjór og ruslmat meira en nokkuð annað. Sófi Simpsons-fjöl- skyldunnar er einnig löngu orðið þekkt vörumerki. Annar vel þekktur letihaug- ur er hann Onslow, eiginmað- ur Rose, systur Hyacinth í þátt- unum Keeping up Appearances sem framleiddir voru fyrir BBC á sínum tíma. Hlýrabolur Onslows virðist eiga sjálfstætt líf, og í þau fáu skipti sem karlinn hættir sér upp úr sófanum og frá sjónvarps- tækinu klæðist hann prjónavesti, inniskóm og forláta derhúfu. Þrátt fyrir þetta er þessi persóna í miklu uppáhaldi hjá mörgum enda segir hann hlutina eins og þeir eru. Letiblóð í netahlýra- bol með drykk í hendi Onslow úr bresku sjónvarpsþáttunum Keeping Up Apperances er holdgerving- ur letiblóðsins. Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.