Fréttablaðið - 17.09.2009, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 17.09.2009, Blaðsíða 62
42 17. september 2009 FIMMTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 MORGUNMATURINN LÁRÉTT 2. fangi, 6. samþykki, 8. hlóðir, 9. þrá, 11. til, 12. gervitennur, 14. bragðbætir, 16. nafnorð, 17. frjó, 18. umhyggja, 20. skammstöfun, 21. þungi. LÓÐRÉTT 1. útihús, 3. klaki, 4. doka, 5. sakka, 7. frilla, 10. ílát, 13. meðal, 15. laut, 16. bjargbrún, 19. númer. LAUSN LÁRÉTT: 2. gísl, 6. já, 8. stó, 9. ósk, 11. að, 12. stell, 14. krydd, 16. no, 17. fræ, 18. önn, 20. al, 21. farg. LÓÐRÉTT: 1. fjós, 3. ís, 4. staldra, 5. lóð, 7. ástkona, 10. ker, 13. lyf, 15. dæld, 16. nöf, 19. nr. „Almennt er það torkennilegt hvítt duft með íslenskum berg- vatnsklaka og fjörkálfamjólk. Á sunnudögum gufusoðinn smá- apaheili með rifsberjamauki.“ Bragi Valdimar Skúlason, Baggalútur. „Ég er svolítið spennt fyrir þessu, smá hrædd líka en aðallega spennt,“ segir Alexandra Helga Ívarsdóttir, ungfrú Ísland árið 2008. Hún verð- ur meðal þátttakenda í sérstakri „celebrity“-útgáfu af Wipeout sem Stöð 2 hyggst sýna frá í vetur. Mikill áhugi virðist vera á þessum Þrautakóngi því rúmlega þrjú þús- und Íslendingar sóttu um að kom- ast í þáttinn í skráningu á vísir.is. „Ég þurfti ekkert sérstaklega lang- an umhugsunarfrest þegar haft var samband við mig, ég sló bara til strax,“ segir Alexandra sem hefur aldrei komið til Argentínu áður og það skipti miklu máli við ákvörð- unartökuna. „Og svo horfði ég tölu- vert á þættina í vetur. Ég kvíði eig- inlega mest fyrir rauðu boltunum, þeir líta svakalega út, allavega miðað við það sem maður hefur séð í sjónvarpinu.“ Alexandra fær harða samkeppni í þessum sérstaka celebrity-þætti því fitness-kóngarnir Ívar Guð- mundsson og Egill „Gillz“ Einars- son verða meðal þátttakenda. „Ívar er náttúrlega í frábæru formi en líkamlegt ástand á þeim þykka er rosalegt um þessar mundir, ég er í raun þrautþjálfaður íþrótta- maður. Ívar verður klárlega einn af mínum helstu keppinautum en hann á ekki eftir að hafa roð við mér,“ segir Egill, sjálfsöruggur að venju. „Ég held reyndar að það hafi verið mistök að velja mig í þennan þátt, því aðrir munu bara líta út eins og kjánar við hliðina á mér.“ En Egill fær væntanlega harða samkeppni frá manni sem þekkir lítið annað en sigur eftir árangur sumarsins. Því Ingólfur Þórarins- son, hjartað í miðju Selfoss-liðs- ins sem vann 1. deildina í knatt- spyrnu og Veðurguð með meiru, verður einnig meðal keppenda. „Mér líst bar ágætlega á þetta, ég veit reyndar ekkert hvað ég er að fara út í, er þetta eitthvað hættu- legt?“ spyr Ingó sem vill að sjálf- EGILL EINARSSON: ÆTLAR AÐ RÚSTA ÍVARI GUÐMUNDS Í WIPEOUT Ingó Veðurguð í Wipeout KEPPINAUTAR Í WIPEOUT Ingó Veðurguð og Alexandra Helga Ívarsdóttir fá verðuga keppinauta í Wipeout því meðal þátttakenda verða þeir Ívar Guðmundsson og Egill „Gillz“ Einarsson, landsþekktir fyrir sitt líkamlega atgervi. Ingó segist ekki nenna í neina hetjukeppni, hann ætli þó að halda uppi heiðri hinna tágrönnu einstaklinga. Wipeout á ættir sínar að rekja til japanskra leikjaþátta. Höfundurinn að Wip- e out-þáttunum heitir Matt Kunitz en hann kom einnig að gerð Fear Factor. Hann sagði í samtali við Los Angeles Times að draumurinn hefði verið að búa til þátt sem væri samblanda af Fear Factor og Fyndnum fjölskyldumyndböndum. Wipeout er skipt í fjögur þrautaborð. Hið fyrsta er þrautabraut þar sem hinir víðfrægu og risastóru rauðu boltar leika lykilhlutverk. Þeir tólf fljótustu sem komast upp úr þeim riðli fara í braut tvö þar sem „Sópurinn“ sópar fjórum úr leik. Þriðja borðið getur síðan verið breytilegt en að endingu keppa fjórir í fjórðu og síðustu brautinni, hinni svokölluðu Wipeout-braut. Sá sem er fljótastur í gegnum þá þraut sigrar. 27 lönd hafa nú þegar gert eða eru að fara að gera Wipeout-þætti. Má þar nefna Norðurlöndin öll nema Finnland og Ísland bætist nú í hópinn. HVAÐ ER WIPEOUT? sögðu komast hjá því að meiðast alvarlega enda úrvalsdeildarbar- átta fram undan næsta sumar og því um að gera að halda sér heil- um. „Ég nenni ekki að fara í ein- hverju hetjukeppni en maður verð- ur auðvitað halda uppi heiðri hinna tágrönnu einstaklinga,“ segir Ingó og bætir því við að það sé ekki nóg að vera bara sterkur í svona keppni, úthaldið leiki ekkert síður stórt hlutverk. freyrgigja@frettabladid.is „Já, þeir vilja fá hana til að syngja í sérstökum jóla- þætti. Við erum bara að skoða dagskrána hjá okkur og sjá hvernig þetta lítur út allt saman,“ segir María Björk Sverrisdóttir, umboðsmaður Jóhönnu Guðrún- ar. Danska ríkissjónvarpið, DR, hefur óskað eftir því að íslenska Eurovision-stjarnan komi fram á sérstök- um jólatónleikum sjónvarpsstöðvarinnar sem njóta mikilla vinsælda ár hvert. Fremstu tónlistarmenn Danmerkur taka yfirleitt þátt og í fyrra tróð meðal annars kertaljósadrottningin Katie Melua upp á tón- leikum sjónvarpsins í Álaborg. María segir annars viðbúið að Jóhanna muni búa næstu vikur og mánuði í ferðatösku. „Hún verður meira og minna á ferð og flugi í október, nóvember og desember,“ segir María. Meðal annars eru fyrirhugað- ir tónleikar í Danmörku og Svíþjóð en þar nýtur Is it True? enn mikilla vinsælda og er ofarlega á sænskum vinsældalistum. Plata Jóhönnu, Elvis & Butterflies, kemur síðan út í Póllandi og Rússlandi í næsta mánuði og reiknaði María fastlega með því að Jóhanna myndi fylgja útgáfunni eftir með tónleikahaldi. - fgg DR vill Jóhönnu í jólaþátt „Þetta kom okkur skemmtilega á óvart,“ segir Guðrún Vilmund- ardóttir hjá bókaforlaginu Bjarti. Um eitt þúsund manns hafa skráð sig á biðlista hjá forlaginu eftir annarri bók Sti- egs Larsson, Stúlkan sem lék sér að eldinum. Bókin verður gefin út á morgun en æstir aðdá- endur geta fengið hana í hendurnar seinni part- inn í dag áður en hún verður sett í plast. „Það var meira til gamans gert að búa til biðlistann. Við áttum svo óþolinmóða vinkonu sem átti afmæli og óskaði eftir bókinni í afmælisgjöf. Við ætluðum að setja hana á bið- lista. Síðan fór að rigna inn tölvupósti,“ segir Guðrún. Kvikmyndin sem var gerð eftir bókinni verður frum- sýnd 2. okt- óber og vilja margir lesa bókina áður en þeir fara í bíó. „Það eru marg- ir sem segja að þeir megi engan tíma missa því þeir ætli að vera búnir að lesa bókina,“ segir Guð- rún. „Þótt myndirnar séu góðar þá kemur maður ekki sex hundr- uð síðna bók fyrir í tveggja tíma mynd.“ Hún hefur sjálf lesið Stúlkuna sem lék sér að eldinum og heillað- ist af henni, rétt eins og fyrri bók- inni, Karlar sem hata konur. „Mér finnst hún æðisleg. Hún Lisbeth er þungamiðjan í bókinni. Hún er í miklu uppáhaldi hjá mér og ég naut þess út í ystu æsar að lesa bókina.“ Karlar sem hata konur hefur selst í um fimmtán þúsund eintök- um hér á landi, sem er meira en nokkur þorði að vona. Til að anna eftirspurn verður Stúlkan sem lék sér að eldinum fyrst prentuð í sjö þúsund eintökum, sem er töluvert meira en síðast. Þriðja og síðasta bókin í Millennium-trílógíunni er svo væntanleg í nóvember. - fb Þúsund manns á biðlista eftir Stieg Larsson GUÐRÚN VILMUNDARDÓTTIR Guðrún segir að viðbrögðin við biðlist- anum hafi komið sér skemmtilega á óvart. LISBETH OG MIKAEL Lisbeth Salander og Mikael Blomkvist í myndinni Karlar sem hata konur. EFTIRSÓTT Eurovision-stjarnan Jóhanna Guðrún er eftirsótt og hefur DR, danska ríkissjónvarpið, meðal annars óskað eftir nærveru hennar á jólatónleikum sínum. VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 8. 1. Kópavogsfangelsi. 2. Ottó Tynes og Karl Ægir Karlsson. 3. The Lost Symbol. Forvitnileg umræða er sprottin upp á Facebook-síðu Arnar Úlfars Sævarssonar, nýskipaðs dómara í Gettu betur. Örn minnti vini sína á að gefa í söfnun fyrir kaupum á nýju fiskabúri í Vesturbæjarlaugina en fékk fljótt svar frá sjónvarps- manninum Agli Helgasyni sem gaf ekki mikið fyrir tiltækið, sagði það lágkúrulegt og spurði hvort Örn og félagar vildu ekki frekar gefa til „almennilegs“ málefnis á borð við Unicef. Örn beið ekki lengi með að svara og sendi sjónvarps- stjörnunni tóninn: „Ég þakka miðbæjar-móðurteresu kærlega fyrir að leggja frá sér friðarverðlauna- peninginn og taka sér örlitla pásu frá sínum umfangs- miklu mannúð- arstörfum …“ Félögunum Valla Sport og Birni Jörundi er augljóslega umhugað um strandaglópa í Vestmanna- eyjum. Þeir ætla að troða upp á Volcano Café á laugardag- inn og hafa sagt þeim sem vilja hlusta að þeir ætli að mæta á svæðið á einka- þyrlu – hvorki meira né minna. Þeir ætla svo að síga úr þyrlunni á fast land og rjúfa þannig einangrun eyjaskeggja frá menningunni. Benedikt Erlingsson leikstýrir sem kunnugt er afmælissýningu Þjóðleikhússins, Íslandsklukkunni, sem frumsýnd verður í apríl á næsta ári. Leikhús allra lands- manna hefur verið töluvert á milli tannanna að undanförnu en mörg- um hefur þótt nóg um þau ættar- tengsl sem stundum virðast einum of áberandi í leiksýning- unum. Benedikt leikstjóri hyggst halda uppteknum hætti í Íslandsklukkunni því faðir hans, Erling- ur Gíslason, verður í litlu hlutverki í Íslandsklukkunni. - hdm, afb, fgg FRÉTTIR AF FÓLKI Allt sem þú þarftfylgir Fréttablaðinu á morgun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.