Fréttablaðið - 17.09.2009, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 17.09.2009, Blaðsíða 4
4 17. september 2009 FIMMTUDAGUR O lís e r le yfi s h afi Q u iz n o s á Ís la n d i SJÁVARÚTVEGSMÁL Ísland var í 16. sæti listans yfir aflahæstu fisk- veiðiþjóðir heims árið 2006 með heildarafla upp á 1,35 milljónir tonna. Kínverjar bera ægishjálm yfir aðrar fiskveiðiþjóðir hvað afla- magn varðar. Heildarafli þeirra árið 2006 var 17,4 milljónir tonna. Alls veiddu 32 ríki heims 500.000 tonn af fiski eða meira árið 2006. Heildarafli ársins var rétt um 92 milljónir tonna. Hlutdeild þessara 32 ríkja í alheimsaflanum var rúm- lega 86 prósent. Af 92 milljóna tonna heildarafla heimsins kom 50,1 milljón tonna úr Kyrrahafinu eða 54,5 prósent. Atl- antshafið gaf 19,9 milljónir tonna eða 21,6 prósent heimsaflans. Afli úr innhöfum og vötnum nam 10,1 milljón tonna. - shá Ísland var í 16. sæti yfir aflahæstu fiskveiðiþjóðir heims árið 2006: Afli um 100 milljónir tonna 1. Kína 17,4 2. Perú 7,0 3. Bandaríkin 4,9 4. Indónesía 4,8 5. Chile 4,5 6. Japan 4,3 7. Indland 3,9 8. Rússland 3,3 9. Taíland 2,8 10. Noregur 2,4 16. Ísland 1,3 * Í milljónum tonna AFLAHÆSTU ÞJÓÐIRNAR ÁRIÐ 2006* ÍSLANDSMIÐ Íslendingar veiddu 1,3 milljónir tonna árið 2006. FRÉTTABLAÐIÐ/JSE DÓMSMÁL Tæplega þrítug kona hefur verið dæmd fyrir að skalla aðra konu í andlitið og nefbrjóta hana. Hún var einnig dæmd til að greiða fórnarlamb- inu ríflega 300 þúsund krónur í skaðabætur. Atvikið átti sér stað á veit- ingastaðnum Apótekinu í Reykjavík í janúar síðastliðn- um. Árásarkonan kýldi hina í andlitið og skallaði hana svo með áðurgreindum afleiðingum. Sú fyrrnefnda játaði greiðlega sök. Hún var, auk skaðabótanna, dæmd í 30 daga skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu sakar- kostnaðar. - jss Tæplega þrítug kona dæmd: Skallaði konu og nefbraut KÓPUR MEÐ FISK Í KJAFTI Grænlenskur ráðherra tekur nú í fyrsta sinn þátt í evrópskum ráðherrafundi um sjávarút- vegsmál. NORDICPHOTOS/AP GRÆNLAND Selveiðibann Evrópu- sambandsins gæti ekki aðeins haft áhrif á Grænlendinga held- ur einnig á fiskistofna í Norður- Atlantshafi, segir Ane Hansen, veiði- og sjávarútvegsráðherra grænlensku landsstjórnarinnar. Hansen er þessa dagana á ráð- herrafundi um sjávarútvegsmál á Spáni og hefur bent á að þær átta milljónir sela sem eru við Græn- landsstrendur éti að meðaltali um fjörutíu tonn af fiski á degi hverjum. Það getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir sjávarútveg fleiri landa, stækki selastofninn mikið, segir hún. - kóþ Grænlenskur ráðherra: Selveiðibann hafi áhrif á fisk Barroso endurkjörinn Forseti framkvæmdastjórnar Evrópu- sambandsins, Jose Manuel Barroso, var í gær endurkjörinn í embætti til fimm ára. Hann hefur gegnt stöðunni síðastliðin fimm ár og Evrópuþingið kaus hann til áframhaldandi setu með nokkrum meirihluta. 736 þing- menn eru á Evrópuþinginu og hlaut Barroso 382 atkvæði. EVRÓPUSAMBANDIÐ FRAKKLAND, AP Neðri deild franska þingsins hefur samþykkt frum- varp sem ætlað er að taka á ólög- legu niðurhali. Verði frumvarp- ið að lögum geta stjórnvöld lokað nettengingu fólks sem hleður niður ólöglega í allt að eitt ár, bregðist fólk ekki við aðvörunum. Flest bendir nú til þess að frumvarpið verði að lögum í Frakklandi. Það gerist fái það lokasamþykki nefndar sem nú fjallar um það. Frumvarpið hefur vakið athygli um heim allan, enda hafa for- svarsmenn plötuútgefenda og kvikmyndaframleiðenda barist hart gegn ólöglegu niðurhali. - bj Lög um niðurhal samþykkt: Hægt að loka fyrir netnotkun NIÐURHAL Fólk sem hleður ólöglega niður efni af netinu í Frakklandi gæti lent í vandræðum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SA biðlar til Viðskiptaráðs Samtök atvinnulífsins hafa óskað eftir viðræðum við Viðskiptaráð Íslands um sameiningu samtakanna tveggja. Í formlegri beiðni þar segja SA að slíkt yrði meðal annars til þess að efla samtök atvinnurekenda og auka skilvirkni. ATVINNULÍF Ákærður fyrir líflátshótun Karlmanni á fimmtugsaldri hefur verið birt ákæra fyrir brot gegn vald- stjórninni, en honum er gert að sök að hafa hótað lögreglumanni lífláti eftir að hafa verið handtekinn fyrir ölvunarakstur á Egilsstöðum. Ákæran var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í gær. DÓMSTÓLAR STJÓRNSÝSLA Seðlabankinn segir að verði laun yfirmanna lækkuð niður fyrir laun ráðherra og sú lækkun látin ganga niður launastigann geti starfsmenn fjármálastofnana rík- isins lent í fjárhagserfiðleikum með óheppilegum afleiðingum. Í umsögn Seðlabankans til efna- hags- og skattanefndar Alþingis í aðdraganda breytinga sem gerð- ar voru á lögum um kjararáð og á fleiri lögum í sumar segir að ýmis- legt mæli gegn því að setja hámark á laun embættismanna. Eins og kunnugt er var það ætlun Alþing- is að breyta lögum þannig að eng- inn ríkisstarfsmaður eða starfs- maður félaga í eigu ríkisins yrði launahærri en forsætisráðherra. „Stofnanir á borð við viðskipta- bankana, Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitið búa við sam- keppnisumhverfi á vinnumarkaði sem kann að vera ólíkt því sem gildir um embættismenn,“ segir í umsögn Seðlabankans. Fram kemur í umsögninni að bæði Seðlabankinn og Fjármála- eftirlitið hafi á undanförnum árum þurft að keppa um starfsfólk við einkarekin fyrirtæki og lent í vanda vegna þess. Mikilvægt sé að eftirlitsstofnanir séu ekki „kerfis- bundið bornar ofurliði“ vegna þess að fyrirtækin sem fylgjast eigi með hafi sterkari stöðu. „Þó svo að laun séu ekki eina aðdráttaraflið á slíkt fólk er mik- ilvægt að stofnanir af þessu tagi fari ekki halloka í samkeppni um mannauðinn,“ rökstyður Seðla- bankinn andstöðu sína við launa- lækkunina. Seðlabankinn býður í umsögn- inni fram lausn á málinu hvað snertir bankann. „Standi vilji til þess að lækka laun seðlabanka- stjóra mætti ná fram raunlækk- un með því að halda nafnlaun- um óbreyttum í nokkur ár,“ segir bankinn, sem þannig gerir til- lögu um að laun seðlabankastjóra hækki ekki í takt við verðbólguna og látið verði þar við sitja. Þá segir Seðlabankinn að launa- lækkun felist í því að lækka laun áðurnefndra stofnana að ráðherra- launum og varar við því að sú lækkun gangi niður launastigann. Sú lækkun muni koma til viðbótar umtalsverðri kaupmáttarrýrnun og geti „leitt til þess að einstakir starfsmenn komist í fjárhagslega erfiðleika sem yrði afar óheppilegt fyrir viðkomandi stofnanir“. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu samþykkti Alþingi í ágúst að breyta lögunum þannig að hjá ríkinu yrði enginn nema forsetinn launahærri en forsæt- isráðherra. Kjararáði var falið að ákveða laun fjölmargra starfs- manna með hliðsjón af því. Sér- stakt ákvæði var þó sett um seðla- bankastjóra, sem getur fengið aukagreiðslur samkvæmt ákvörð- un bankaráðsins. gar@frettabladid.is Óttast fjárhagsvanda hjá seðlabankafólki Starfsmenn Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins geta lent í fjárhagsvanda gangi áformuð launalækkun yfirmanna niður launastigann, segir Seðlabankinn, sem telur nægja að lækka laun seðlabankastjóra sem nemur verðbólguhraða. Á ÁRSFUNDI SEÐLABANKANS Svein Harald Öygard, þáverandi seðlabankastjóri, skrif- aði undir umsögn bankans til Alþingis í sumar þar sem varað var við því að lækka laun yfirmanna bankans niður að ráðherralaunum og láta þá lækkun ganga niður launastigann. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Osló París Róm Stokkhólmur 25° 20° 19° 21° 18° 19° 24° 19° 18° 18° 24° 19° 18° 32° 15° 17° 27° 14° 11 11 10 11 13 16 16 10 13 11 8 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 1010 10 12 12 1010 10 11 12 Á MORGUN 5-13 m/s hvassast vestan til. LAUGARDAGUR 3-8 m/s BLAUTT Eftir myndarlegt úr- komuloft yfi r landinu í gær eru það skúr- irnar sem einkenna sunnan- og vestanvert landið í dag enn frem- ur sem þær teygja sig eitthvað austur með Norðurlandinu. Mér sýnist á öllu að það geti orðið bjart og hlýtt allra norðaustast og austan til. Um helgina verða svo skúrir á vesturhluta landsins á laugardag en víða um land á sunnudag. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur GENGIÐ 16.09.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 233,7331 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 123,30 123,88 203,60 204,58 180,97 181,99 24,313 24,455 20,974 21,098 17,816 17,920 1,3555 1,3635 195,38 196,54 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.