Fréttablaðið - 17.09.2009, Síða 23

Fréttablaðið - 17.09.2009, Síða 23
Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 „Við erum þarna í fötunum sem við syngjum venjulega í. Ég er í kjól frá Vintage, Kenya í kjól frá Spú- útnik og Sandra keypti sinn erlend- is. Bjartur var dressaður upp í notuð föt frá Kormáki og Skildi,“ segir Inga Þyri Þórðardóttir sem er ein af söngkonum tríósins Þrjár raddir sem reglulega fær aðstoð frá Bjarti Guðjónssyni beatboxara og breytist þá bandið í kvartett. Innt eftir því hvort stríðsáratísk- an leki út í hið daglega líf þeirra svarar hún: „Nei, ekki mikið. Ann- ars er ég reyndar hálfgerður geð- klofi varðandi fataval. Einn dag- inn er ég pönkrokk, annan daginn skoppari og þriðja daginn komin í fiftískjól, það fer bara eftir því hvernig ég vakna,“ segir Inga Þyri og hlær. „Við stelpurnar byrjuðum að syngja saman um jólin í fyrra. Við hrifumst af swing- og djasstónlist, vorum hrifnar af Andrew-systrum og vorum almennt undir stríðsára- áhrifum. Þess vegna langaði okkur að dressa okkur upp í stíl við tón- listina,“ útskýrir Inga Þyri en upp- hafið að samsöng þeirra vinkvenna var löngun þeirra til að lyfta fólki upp úr kreppunni. „Okkur langaði til að draga fólk inn í annan heim,“ segir hún en Þrjár raddir hófu samstarfið á því að koma fram á Laugaveginum og í verslunarmið- stöðvum um jólin og syngja hin ýmsu jólalög. „Við sáum aldrei fyrir okkur að þetta yrði til frambúðar en nú hefur þetta undið upp á sig og er orðið nokkuð stórt batterí,“ segir hún glaðlega. Bjartur gekk til liðs við söngkonurnar í febrúar. „Okkur fannst góð hugmynd að fá takt í eitt lagið og fengum hann til að syngja með okkur nokkur lög. Við komum enn fram hvort í sínu lagi en það verður æ sjaldnar,“ segir hún. Hópurinn verður með tónleika á Rósenberg á sunnudaginn. „Þá fáum við einnig til liðs við okkur góða gesti og höldum tónleika sem verður frítt inn á.“ En má búast við einhverri útgáfu? „Við erum einmitt í stúdíói núna og erum að taka upp jóladisk,“ upplýs- ir Inga Þyri og spáir því að mikið verði að gera hjá þeim í jólavertíð- inni við söng á hinum ýmsu stöð- um, meðal annars á jólahlaðborði í Turninum. Og hvað með útrásina? „Jú,“ viðurkennir hún. „Við erum með nokkra drauma sem við vonum að verði að veruleika,“ svarar hún leyndardómsfull og snýr að því sögðu aftur í upptökuverið. solveig@frettabladid.is Draga fólk í annan heim Sönghópurinn Þrjár raddir hefur vakið töluverða athygli síðasta árið fyrir skemmtilega framkomu og fallegan söng. Ekki spillir fyrir að þau eru ávallt vel búin og skarta fötum í stíl seinnistríðsáranna. Inga Þyri Þórðardóttir, Kenya Emil og Sandra Þórðardóttir horfa aðdáunaraugum á félaga sinn, Bjart Guðjónsson, enda er hann reffilegur til fara. Stúlkurnar eru þó ekki síðri, dressaðar upp í kjóla í anda seinnistríðsáranna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VOGUE Á FACEBOOK er snilldarvinur til að bæta í safnið. Nýjar uppfærslur á hverjum degi, ljósmyndir og myndskeið af því nýjasta úr heimi tískunnar.             ! "#$% &'( )* + ,-%,.,/,-%,.,0& Swopper vinnustóllinn www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 HVERFISGÖTU 6 • 101 REYKJAVÍK • SÍMI 562 2862 HÆTTIR LOKA-SALA 17.-27. september ALLT Á AÐ SELJAST

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.