Spegillinn - 01.09.1947, Blaðsíða 9

Spegillinn - 01.09.1947, Blaðsíða 9
SPEGILLINN 1S1 iandbúnaðarráðuneytii bannar innflutning dýra. Björnunum var snúið aftur. & þess, að í nokkra daga varð Þorláksmessa hjá þaraðlútandi kaupmönnum. Þykir það með ágætum, er kona ein roskin keypti tvinna til 70 ára, en önnur, sem tvinna hafði fengið, gerði tilraunir til að selja hann tíföldu verði. Eru menn að gera sér mvndir af því í huganum, hvernig hamstrararnir myndu líta út, þegar þeir eru komnir í allt, sem þeir hafa klófest, Yrði reiðingurinn þá tífaldur á sumum hlutum lík- amans, og kannske þeim, er sízt skvldi. Nú hefur sú nýlunda verið upp tekin, að kvitta skuli fyrir alla vefnaðarvöru, sem keypt er, til þess að halda uppi einhverjum jöfnuði. Mun þetta vera hið mesta happabragð í væntanlegu atvinnuleysi, því að vafalaust geta einir 100 menn fengið jobb við að vinna úr nótunum. Nokkur ágreiningur hefur risið um það — líklega eftir- hreytur frá Landbúnaðarsýningunni — hvert væri elzta naut landsins. Síðustu fregnir herma, að aldursforsetinn sé vest- ur á Rauðasandi, sem er í kjördæmi Gísla, og má þetta blað vel við una. Búið er að halda reisugildi Þjóðminjasafnsins, og er talið, að það verði fokhelt í haust. Hinsvegar reyndist síldargeymslan á Sigló ekki fokheld eða öðruvísi held, og hefur þannig komið óorði á nýsköpunina. Nýja vatnsveitan kemur í haust, er oss sagt til huggunar í væntanlegu mjólk- urleysi, og Bjarni Ben. er farinn utan, til þess að vera ekki á landinu samtímis Stefáni Jóhanni, en hann kom heim sama daginn. Hér verður að hætta að sinni, því að ég verð að fara að gá að því, hvar Lárusarnir eiga að skemmta í dag. Umferðareglur Rykið af götunni þyrlast um andlitið á manni: öskrandi bifreiðin þýtur í loftköstum hjá manni. Inni í mekkinum liringsnýst ég blindur og bölvandi: bílana og stjórana upphátt í huganum mölvandi. En hafi nú rignt svo, að rykið sé horfið af götunum; í rólegu sakleysi geng ég í sparifötunum. Þá kemur bíll, sem að venju er fljótur i ferðunum, og forin af veginum situr á bakinu og herðunum. Máttlaus er reiðin, því horfinn er helvítis fanturinn; í hugánum sé ég hvar glottir á honum tranturinn. Svölunin eina er að bölva og hafa í hótunum; hrækja og skirpa í áttina og krafsa með fótunum. , Bílstjóra finnst hann víst mesti maður á hnettinum: meðan að „tíkin“ nær ánamaðki á sprettinum. Þess vegna eys hann upp skítnum með tilgerðar- skrúfunni og skoðar í speglimun réttindamerkið á húfunni. Gangleri.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.