Spegillinn - 01.09.1947, Síða 11
SPEGI LLI N N
153
Vaxandi örðugleikar
Glæsilegur bíll staðnæmdist fyrir utan Gróðamel 13 og
tvær prúðbúnar konur stigu út úr honum, sem ekki var neitt
sjaldgæf sjón á þessum stað. Síðan gengu þær hægt og nokk-
uð þunglamalega inn í húsið og var eitthvað óvenjulegt í fasi
þeirra og hreyfingum, eitthvað óbjörgulegt, ef svo mætti
segja, þrátt fyrir það, að konur þessar voru þær Hallbjörg
og Mannbjörg.
— Gerðu svo vel að fá þér sæti í þægilega stólnum þarna,
sagði Hallbjörg, þegar þær komu inn. — Ekki mun af veita
að láta fara vel um sig eftir allt þetta stríð. Það er rækalli
hart að þurfa að leggja svona hart að sér, þegar maður er
orðinn nokkurn veginn öruggur með að geta farið að hafa
það náðugt. Og það fyrir gjaldeyrisskort, sem ég gat ekki
látið mér til hugar koma að héldi innreið sína hjá okkur, þar
sem allt veður í peningum, eins og allir eru sammála um. Ég
hef aldrei verið eins úrvinda af þreytu á æfi minni. Og um
leið hlammaði frúin sér niður í stóra stólinn sinn svo fjaðr-
irnar sungu. Hún var sannarlega þreytt.
— Það er svo sem ekki tekið mikið tillit til neytendanna nú
orðið, sagði Mannbjörg og var stórhneyksluð á svipinn.
— Þarna fær maður ekki nema óljósustu vísbendingar um,
hvað einkum og sér í lagi þarf að kaupa, og svo er máske allt
annað skammtað á morgun en það, sem við keyptum í dag.
Þetta kalla ég litla tilhliðrunarsemi, og ef eitthvað lekur á
annað borð, þá mætti gjarnan leka betur, eða svona dálítið
haganlegar.
— 0, það er ekkert skipu.lag á neinu nú orðið, skal ég
segja þér. En ég er alveg á sama máli, því hér verður aldrei
sett undir þann lek^að ekki leki, hvort sem er. Ég er nú búin
að kaupa barnatau í tvær dragkistur, en hver veit nema að
sú vara vepði fram...:is fár.nleg og máske alls ekki skömmt-
uð, af umhyggju fyrir ókomnu kynslóðinni.
— Barnatau? spurði Mannbjörg undrandi. — Því gleymdi
ég alveg.
— Vertu róleg og sittu svolítið lengur hjá mér, sagði Hall-
björg, þegar hún sá að vinkona hennar ætlaði að taka sprett-
inn. -— Þú átt ekki von á neinurn barnabörnum og hvað sjálfa
þig snertir, þá er víst allt i stakasta lagi, þótt alltaf sé betra
að hafa en hafa ekki.
— Þetta er líklega rétt athugað hjá þér, en ég er orðin
eitthvað nervös af öllu þessu innkaupaveseni. Það eru engin
takmörk fyrir því, hvað mann kann að vanta. En þú varst
að tala um barnabörn. Er hún Annetta þín kannske svoleið-
is? Og svo er hún nú líka úti í Bandaríkjunum.
— Ég geri ráð fyrir að hún komi bráðum heim og aldrei
er hægt að segja, hvað koma kann fyrir konur á hennar aldri.
Undir svoleiðis hugsanlegum kringumstæðum væri það fall-
egt.afspurnar, ef hún lenti í vandræðum vegna tauleysis hjá
henni móður sinni.
— Alltaf ertu jafn framsýn og athugul með þinn gang. og
ef allir væru eins, þá væri ekki þessi stöðugi sónn um vöntun
á öllum sköpuðum hlutum. En er ekki hættulegt fyrir hana
Annettu að koma heim núna, ég meina að hún fái engan
gjaldeyri til þess að komast út aftur. Þessu er eitthvað svo
misskipt, meira að segja milli íþróttamanna. Þarna fá 3
menn ekki grænan franka til þess að synda í Monaco, en
samtímis fl.júga 16 ÍR-ingar í sprikltúr til Norðurlanda.
— Það er allt vel skiljanlegt, sagði Hallbjörg. — Frændur
okkar á Norðurlöndum eru nefnilega allt öðruvísi. I Monaco
eru þarlendir menn auðvitað ófáanlegir til þess að borga
brúsann með sínum peningum, þeim þykir víst meira gaman
að spila upp á þá, en þegar norðar dregur breytist viðhorfið.
Það er samúðin og skilningurinn, manneskja, sem allt veltur
á. Svona getur Annetta haft það, ef hún fer aftur til Ríkj-
anna. Hún segir bara, að þarlendir menn borgi uppihald
hennar með sínum eigin dollurum, sem reyndar má til sanns
vegar færa, þótt Hálfdán eigi góðan slatta enn í Bank of
Niagara og hlaupi stundum undir bagga með henni.
— Það er ekki ofsögum sagt af útsjón og velmegun ykkar.
En alveg er ég hissa á því, að þú skulir ekki skreppa vestur
og dvelja eitthvað í Rík.junum. Þér. yrði áreiðanlega veitt
mikil athygli þar. Hver veit nema að þú gætir orðið guð-
mcðir skipsfarms af amerískum köttum, eins og þessi Eva
Arden, eða eitthvað svoleiðis, sem mikið þykir í varið þar-
lendis.
— Ég er nú ekki sérstaklega hænd að köttum, en þetta er
vonandi ekki eina ráðið til að vekja eftirtekt á sér þar vest-
ur frá. Satt að segja heldur ekkert í mig hér heima nema
þjóðræknin, sem mér er svo mjög í blóð borin. En nú skulum
við taka upp léttara hjal, eða hvað ætlar þú að skemmta þér
í kvöld? Þú ferð náttúrlega í eitthvert partí.
— Æi nei, ekki í kvöld. Þau eru dálítið þreytandi svona
alveg í slag. En ég er boðin á einhvern voða fínan kabarett
til þess að sjá kúnstir erlendra listamanna og heyra góða
músik hjá einhverju nýju bandi, sem heitir „Lowdrop & his
5 boys & girls“.
— Ég er svo þreytt í kvöld, að ég verð víst að sitja heima
og hvíla mig og hlusta á útvarpið. Æi, nú er ég víst orðin of
sein til að heyra núverandi uppáhaldslagið þar. Sjáðu hvað
ég er alltaf heppin, sagði Hallbjörg, þegar tónarnir bárust
fi*á hátalaranum út um stofuna: „Helgum frá döggvum
hi-imnabrunns“ . . .“.
Að laginu loknu b.jóst Mannbjörg til brottferðar og Hall-
björg fylgdi henni til dyra. í forsalnum mættu þær Hálfdáni,
sem var að koma heim, s.jáanlega framúrskarandi þreyttur.
— Hvernig hefur þér gengið með innkaupin í dag, Hálfdán
minn? spurði frúin.
— 0, sæmilega. Ég læt ekki snúa á mig og vona að mér
séu ekki allar bjargir bannaðar.
Svo kvoddust þær Hallb.jörg og Mannbjörg.
Bob á beygjunni.