Spegillinn - 01.05.1948, Page 11
5PEGILLINN
73
AOA 194T:
Elzti farþeginn 97
ára, sá yngsti 6
mánaða.
ykkag, bændug góðig, til gðænkálsðæktunag, þá vegðið þið
aldðei fjögefnalausig, þótt allt annað bðesti.
Matagtilbúningug gðænkáls eg mjög einfaldug. Gðænkál-
ið eg annaðhvogt bogðað með venjulegum hníf og gaffli eða,
ef það eg skogið niðug í súpug, bogðað með skeið. Það þykig
ekki lengug fínt að súpa kálið, þótt málsháttuginn segi svo:
Ekki eg sopið kálið, þótt í ausuna sé komið. En hann bendig
til þess, að fogfeðug vogig hafi vegið fíknig í fjögefnin og
slegizt um sömu ausuna.
Og svo eg það að síðustu ofuglítil jugt, ef jugt skal þá
kalla, sem ég vildi leggja gott ogð inn fygig hjá ykkug, bænd-
ug góðig. Jugt þessi nefnist steinselja eða pegsille á eglendu
máli. Þó hún sé ekki há í loftinu, þá eg hún með bætiefnaðík-
ustu matjugtum, og í ðaun og vegu eg hún ekkegt annað en
bætiefni og fjögefni. Jugt þessi eg sem sagt svo lítil, að heill
vetðagfogði kemst fygig á nokkðum sentimetðum eða í hogn-
inu á einu beðinu. Ekki á að sjóða pegsille, eins og hún heitig
á eglendu máli, því að þá soðna öll efnin úg henni og ekkegt
vegðug eftig af plöntunni, heldug skal hún bogðast hgá, og
eg hún þá söxuð eins og fínskogið tóbak og stðáð út á mat-
inn. Þið skuluð ekki faga að því, þótt ykkug þyki hún ekki
matagmikil, því að nýjustu vísindi hafa sannað, að matug
eg í ðaun og vegu ekki matug, heldug bætiefni og fjögefni,
en þau geta menn eins og allig vita hvogki heygt eða séð.
GagöyðkjuðáSunautuginn.
Bretavinna
(Sagnfrœ'Silegt kvœ'öi).
Klukkan sjö.
Kassar, sem þarf að stafla,
koks, sem þarf að moka,
en það komast ekki allir að!
Klukkan átta.
Nú er koksið og kassarnir
komið á réttan stað.
Klukkan níu.
Kaffi piltar, kallar einhver, sem svaf.
Klukkan tíu,
áður en nokkur veit af.
Klukkan ellefu.
Hægan, hægan,
hvar haldið þið að „reddarinn“ sé?
Klukkan tólf,
klukkutíma hlé!
Klukkan eitt.
Allir inættir.
með hendur í vösum og vindling í munni.
Klukkan tvö.
Hver hrýtur svo fast þarna í forsælunni?
Klukkan þrjú.
Flokksstjórinn vaknar og flautar í kaffi.
— Það er fráleitt að óhlýðnast því.
Klukkan fjögur
flautar hann úl á ný.
Klukkan fimm.
Unglingar farnir að óróast, mæna
í áttina heim.
Klukkan sex
sést ekki urmull af þeim.
Klukkan sjö.
Hver andskotinn sjálfur,
allir hættir strax!
Klukkan átta.
Hvíld til næsta dags.
bg-
cyCfÓ^L
om
um sjálfgleÖi.
Sjálfgleðin er síðasta stig
af sjálfsblekkingu í mannkindinni,
eins og að tefla við sjálfan sig
og sjá til þess að hvítur vinni.
SVB.