Spegillinn - 01.05.1948, Blaðsíða 13

Spegillinn - 01.05.1948, Blaðsíða 13
SPEC3ILLINN 75 * HJÁ MORGUM BYRJAR vor ið með fyrsta lóukvakinu, en hja öðrum með fyrsta rauð- n;a"anum, ) p.Ajxrv^WV að veruleika, hvenær sem fé verður fyrir hendi. Hvað botn- inn snertir er ekki annað en skipta á 71000 rúmmetrum af leðju og svipuðu magni af leir, sem er ólíkt fínna efni. Hita- veituvatn höfum við yfirfljótanlegt, þegar ekkert annað er við það að gera og einhver afgangur ætti að verða af raf- magni frá toppstöðinni, einkum ef hraðsuðupottar kæmust í öll þau eldhús, sem geta fengið f járfestingarleyfi til þess að flýta fyrir eldamennskunni, en í versta tilfelli gætu baðgestir haldið sig inni meðan á suðu stendur. Þarna gæti líka verið æskulýðshöll með skautasvelli og öllu tilheyrandi, máske í sam- bandi við hótelið, og gæti æskulýðurinn þá lært raunhæfa umgengnismenningu af gestunum. Með smekklegum línum, sem væru ýmist beinar eða bognar, og allflestum litum regn- bogans á hinum fjölbreyttu formum, þá gæti þetta í heild orðið eins og töfrandi málverk eftir Miro og puntað upp á gráleika borgarinnar eins og tröllaukin septembersýning. Þá gætu þeir peningar, sem æskulýðshöllinni eru ætlaðir, runnið inn í fyrirtækið, en það sem á vantar ætti ekki að verða erfitt að skrapa saman. Meðan við vorum rík, og nokkru lengur þó, gáfum við útlendum fátæklingum hálfan þriðja tug milljóna, en nú, þegar við erum orðin fátæk, þá ættum við að líta okkur nær og gefa sjálfum okkur eitthvað fallegt. Þá mætti enn- fremur sameina þetta hugmyndinni um monumentið til minn- ingar um ár aldanna, en með því vinnst það, að sjálfur þjóð- hátíðardagur vor verður fjársöfnunardagur í þessu augna- miði, samkvæmt fram kominni tillögu um reisn minnismerk- isins, enda er eins og sá dagur hafi geymst til framdráttar einhverju máli málanna, þar sem hann hefur enn ekki verið notfærður til annarra fjáraðdrátta. Það má alltaf láta sér detta eitthvað í hug. Og nú er svo komið að nauðsynleg ferðalög til útlanda eru einu ferðalögin þangað, sem leyfð verða. Ég vona að þið hafið ekki fengið sjokk við þá frétt, enda lítil ástæða til þess fyrir okkur. Það verða alltaf einhver ráð fyrir okkur. Það verða alltaf einhver ráð til að komast út og hagnýta sér eitt- hvað jjað lítilræði, sem mennirnir okkar kunna að eiga inni þar ytra, og einfaldasta ráðið er vitanlega að koma því svo fyrir, að ferðalagið sé nauðsynlegt, eða jafnvel aðkallandi. Það væri líka fallegt afspurnar, ef persónuleg kynni okkar af vaxtarbroddi mannkynsins legðust niður. Hitt gerir minna til þótt járntjald forheimskunarinnar, sem einhver var svo frekur að kalla svo, forði oss frá að smitast af menningar- verðmætum í prentuðu máli. En þá ráðstöfun má sjálfsagt verja með því, að nú kvað okkar mikla hlutverk vera í þann veginn að hefjast, er í því felst, að miðla öðrum þjóðum því andlega kraftfóðri, sem þeim má til fullkominnar viðreisnar verða, og hefur margur gert minna. Svona hefur allt sín rök og þá að sjálfsögðu nýja vísitalan, sem ein nefnd á nú að nota sumarið til að finna upp, þar sem hin gamla er orðin svo óþjál og hækkar bara við hvert raunhæft högg, sem henni er greitt til lækkunar. Þannig mætti lengi telja eitt og annað, sem gefur vonir um gleðilegt sumar, en þó er eitt ekki hvað lakast. Þið hafið sjálf- sagt veitt því athygli, að hann Marsjall ætlar okkur nær milljón dollara til samgöngutækja, en það er fínna að tala um þau en bíla. Ég held að okkur hérna sé því óhætt að gera ráð

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.