Spegillinn - 01.05.1948, Qupperneq 14
76
SPEBILLINN
Hin mikla hátíð
Stefáns Ögmundssonar, Gunnars Thors, Stalíns
og Stefáns Jóhanns
Hinn mikli hátíðisdagur verkalýðsins um heim allan rann
upp heiður og skær snemma morguns 1. Maí Annó Dómini
1948, eins og venja er til. Verkalýðsforingjar allra landa, þar
á meðal Gunnar Thór, Jóhann Hafstein, Stalín og Stefán Jó-
hann, teygðu ánægjulega úr sér í rúmunum og geispuðu. Það
var á þeim dýrðardegi, þegar danska smjörið kom í búðir í
Reykjavík deginum áður, eftir að Ríkisstjórn vor hafði
undirnært Islendinga af feitmetisskorti mánuðum saman, því
að náttúrlega þótti ekki bikarinn fullur nema smjörlíkið
vantaði líka, og verður að seilast til samanburðar allt aftur
til ástandsins í París Annó Dómini 1871, þegar Prússar
dreittu Napoleón 3. inni og allt hans fólk, til að fá hugboð
um líðan Reykjavíkurbúa um þessar mundir. En á þeim
sama degi gerðu bakarasveinar náttúrlega verkfall, svo að
ekkert brauð var til að éta með smjörinu, en það er nú önn-
ur saga eins og Kipling sagði — eða var það kannske Árni
Pálsson? Á þeim sama dýrðardegi voru liðnir aðeins fáir
dagar frá því er Borgarstjórinn í Reykjavík seldi venzlafólki
sínu einn nýsköpunartogara með hálfrar miljón króna hagn-
aði (fyrir venzlafólkið), að því er hið greinargóða lands-
málablað Tíminn téði oss, vikur frá því Masaryk hinn tékk-
neski vakti á sér heimsathygli með því að detta út um glugga
og finnast dauður á gangstéttinnk sennilega borinn þangað
(Morgunblaðið), mánuðir síðan Pétkoff (búlgarskur) var
hengdur upp í Soffíu (mjög óþokkasælt verk hjá Morgun-
blaðinu) og ár síðan Gottwald (tékkneskur) sat á skólabekk
með Þóroddi Guðmundssyni (ennþá íslenzkur ríkisborgari)
fyrir að eignast ný samgöngutæki áður en sumarið er liðið
og getum þá selt þau gömlu með svipuðu verði.
í dag fögnum við sumri, en það gerir engin þjóð önnur og
þess vegna er sumardagurinn fyrsti einkar þjóðlegur dagur.
Þessari staðreynd munu ágætir útvarpsflytjendur útvarpsins
ekki gleyma í kvöld, en á eftir verður að sjálfsögðu spiluð
syrpa af sumarlögum og máske líka Vorkliður eftir hann
Sinding, sem alltof sjaldan heyrist í útvarpinu, eins og fleiri
ágæt lög. Við hverfum frá kulda vetrarins, sem reyndar var
ekki mikill, nema þá ef fraus svo mjög, að hitaveitan klikkaði,
eða öllu fremur er álagið varð of mikið. Framundan er nú
sól og sumar, en vissara verður þó að hafa samgöngutækin í
lagi, því ef rignir hér syðra þá er okkur óhjákvæmilegt að
fara norður og njóta sólarinnar þar. Svo óska ég ykkur öllum
gleðilegs sumars, vaxandi velmegunar og nýrra samgöngu-
tækja.
Þannig fórust frú Hallbjörgu orð og var góður rómur gerr
að máli hennar, er þótti skörulegt og raunhæft að vanda.
Bob á beygjunni.
og komst upp með hjálp Þórodds, því að Gottwald var mesti
klaufi í rússneskum stíl. Smyglaði Þóroddur til hans upp-
kastinu að stílnum, á meðan kennarinn, Mólótoff, sem sat
yfir, var að bauka við að kveikja sér í sígarettu. Stílsefnið
var: ,,Hvað varðar oss um þjóðarhag?"
Þessi mikli dýrðardagur rann sem sagt upp í bíti og hörm-
uðum vér aðeins, hve margir vorra samborgara voru forfall-
aðir frá að gleðjast með glöðum, þar eð þeir voru í heilsu-
bótarför í Ameríku eftir slæma umferðarpest, sem gengið
hafði þá nýverið í borginni og læknar álitu að stafaði frá
óheilnæmum dollurum. Þar eð ég persónulega hef unnið mig
upp úr skítnum með einstaklingsframtaki og er orðinn stétt-
vís auðvaldssinni, ætlaði ég mér að halla mér út af aftur og
eftirláta kollegunum að lýsa gleðideginum. En man ég þá
ekki eftir því að einn aðalbrautryðjandi verkalýðshreyfing-
arinnar (að því er hann segir sjálfur í Jólablaði Alþýðu-
blaðsins), Hannes á hornum sér, er nýflúinn úr borginni og
,,Suggi“-nn hans er aðeins eftir í dálkum Alþýðublaðsins.
Og Víkverji er einhversstaðar á þönum að passa upp á komu
kríunnar, sem hann er búinn að boða fyrir mánuði síðan,
hefur enda fullan eignarrétt á, þar eð hann hefur uppgötvað
hana fyrstur mánna á ári hverju í mannaminnum, eins og
margt annað fleira gott, að því er hann tér oss í dálkum sín-
um. Ég varð því nólens vólens (en það þýðir nauðugur vilj-
ugur, sett hérna að hætti góðra höfunda til að sýna kunn-
áttu vora) að rjúka fram úr rúminu og búast í snatri. Ekki
áleit ég nokkur tök á því að ná í Njálsgötu-og-Gunnarsbraut
að svo stöddu, sem ekki hefur verið tagltæk þegar minna var
í húfi, og sá þegar í hendi mér, að vagnarnir væru búnir að
koma sér fyrir einhversstaðar miðsvæðis í bænum, þar sem
útsýni væri gott og bílstjórarnir komnir upp á þak í inni-
skóm og farnir að dytta að amboðum upp á sumarfríið, á
meðan þeir biðu, en konur þeirra búnar að hengja þvott sinn
til þerris milli vagnanna. Nei, ég lagði þegar af stað gang-
andi og kom einmitt í því niður á Lækjartorg, er tvær fylk-
ingar fánum prýddar sigu saman. Ætluðu báðar að vera
fyrri til að ná gamla vígi sósíalista á tröppum Útvegsbank-
ans. Þó varð ekki úr bardaga, því að þegar menn höfðu spurt
um fyrirliða hvers annars, kom það upp úr dúrnum, að hér
fóru bandamenn og vinir.
— Stefán Jóhann emk nefndur, kallaði fyrirliði þess flokks-
ins, er rauðari var og voru þó báðir skræpóttir. Hann var
herðibreiður, ekki óvígamannlegur, en engi var hann skap-
stillingarmaður. — Eða hver ræður fyrir liði yðru?
— Vér erum fóstbræður tveir, og heitir annar Gunnar, en
annar Jóhann. Skulu vér setja grið meðal vor ok er þat firra
ein at höggva hvern annan í spað fyrir engar sakir, en spara
eigi hin breiðu spjótin, er fjendur vorir koma til.