Spegillinn - 01.03.1949, Síða 8

Spegillinn - 01.03.1949, Síða 8
3E3 S PEG I LLI N N en það, sem dýpstu rótum stendur, fellur úr minni þeirra og er sem tungan tali sjálf þeim og herranum til vegsömunar. Nú hafði sókn Austmanna verið stöðvuð í bili, og sáu yfir- hershöfðingjar þeirra sér eigi fært að taka Vesturblökkina, en svo hét aðalbækistöð fjandmannanna, herskildi með leift- urárás. Ákváðu þeir nú að ná einni og einni herbúð á vald sitt og æfðu þeir í því skvni fallhlífarher, sem var einvalalið, því að fæstir koma aftur lífs úr slíkum hernaði, og voru því í hann teknir sjálfboðaliðar einir. Nótt eina vöknuðu lands- menn við gný mikinn í lofti og var sem ský byrgi sólu, jafn- framt skalf öll Vesturblökkin við varnarskothríðar, er skot- ið var á ský þessi eða þykkni á himninum, og þótti öllum það firn mikil. En við eldglæringar lýsti svo himininn, að menn sáu að hér voru mannabúkar í loftinu, sem féllu til jarðar sem mý, hangandi í stögum og útþöndum skermum. En svo mjog sem féll af þessu himnaliði, en svo hugðu menn það í fyrstu, þá risu margir aftur upp og sóttu að borg einni eða kastala miðra garða Vesturblakkar. Fyrir kastala þessum réði víðfrægur riddari, sem getið hafði sér frægð um Norður- álfu heims fyrir líkamlega hreysti, andlegt atgervi og íþrótta- legt vaxtarlag (meta-fysik). Hafði hann látið skrá afreks- verk sín á bækur og skildi og hafði þó hafizt af sjálfum sér. Sá nefndist Hjörvar. Brutust fallhlífarmenn inn í kastalann eftir mikið mannfall, varðist riddarinn vel og drengilega og fengu menn aldregi höggstaðar á honum fyrir smæðar sakir. En áður en fallhlífarmenn varði barst kastalamönnum óvænt- ur liðsauki og var þar kominn grímumaður, Hæstráðandi menningarfrömuður á landi, sjó og í lofti, og skipti þá eng- um togum, að fallhlífarmenn létu allir þar líf sitt við góðan orðstír. Nú víkur sögunni þangað, er höfðingjar Vesturblakkar eru. Þóttust þeir svo ágætir af vörn sinni, að þeir skutu á húsþingi og samþykktu að hefja sókn á hendur Austmönn- um. Stóð þar á þingi fyrirliði þeirra, Óláfur Þórsari, og hvatti til gagnsóknar, hvað mikla von frægðar og frama og gnótt féfanga, sem Austmenn höfðu samandregið í borg sinni alla leið austan úr Rússíá. Sátu þeir þó í kyrrð um veturinn. Gerðu þeir út sendimenn á fund Austmanna, að þeir kröfðu þá um skatt og skyldi Óláfur Þórsari vera yfirskattkonungur þeirra. í annan stað sendi hann menn til keisara Vesturlanda með hauka, hvaltennur og aðrar gjafir, þær er sendilegar voru. Stóð nú ríki hans með miklum blóma og liðu svo tímar fram, að ekki bar til tíðinda utan lausafregnir utan úr heimi, er all- ískyggilegar þóttu, að brátt gengi dómsdagur yfir heim all- an, en því var styrjöld sú milli fylkiskonunga, er áður er getið, að mönnum kom eigi saman um, hvort betra væri að andast í heiðnu hlutleysi eða í hvítavoðum austrænnar eða vestrænnar trúar. Gangleri. um samborgarana. Ýmsir giftast öðru sinni án þess að vilja það. Aðrir hafna í einverunni án þess að skilja það og kunna oftast einu sinni ekki að dylja það. Margur flytur útvarpsefni án þess að kunna það. Ýmsir saka aðra um glæpi án þess að sanna það og hirða ekki einu sinni um að kanna það. Ýmsir gegna aukastarfi án þess að vinna það og hirða arð af engri vinnu án þess að finna það. Þeim er ríkið ei til annars en að ginna það. SVB.

x

Spegillinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.