Spegillinn - 01.03.1949, Qupperneq 16

Spegillinn - 01.03.1949, Qupperneq 16
46 SPEGI LLI N N Nú deila menn fast í ræðu og riti um stjórnmál dagsins í dag, því ekki eru menn á einu máli um Atlanzliafsbandalag. Á málflutning þjóðkunnra manna og kvenna vandlega hlustum við. Hefurðu séð, livað liann séra Pétur segir um hlutleysið? Þetta Atlanzhafsvandamál vekur deilur hvarvetna heims um ból. — Sefurðu, vakii'ðu, séra Pétur? — Nú stígur Jakob í stól. Hernaðarbandalag, hvísla sumir, aðrir andmæla hátt. — Sefurðu, vakirðu, séra Jakob? — Nú prédikar Pétur dátt. HnMyáta ^peqiÍAihA Sút fyllir þanka þenkjandi manna hverskyns hörmungafans. Eysteinn er hljóður, — það kom við kassann að kaupa hann Guðvorslands! Hvert sem litið er, lausung og spilling í ungdómnum andskotast. — Faktúrur tala út úr tunnum og kössum; — Þjóðviljinn þegir fast. Yerkin einlægt í ótíma tala, — hvað tæpast tímabært er. Og Tíminn er orðinn hás af að brópa: Sannleikann sjáið þið hér. Elísólógi er flókin fræði, — það efast víst enginn um það. Næst á að skenkja okkur skrattann í sekknum út á skammt númer guð veit hvað. Fyrir Hæstarétt sjálfan tveir sveitamenn ganga með skinnið af skotnum ref. En Mogganum berst úr ónefndu áttinni aldeilis makalaust bréf! Einar og Brynjólfur austrið tigna, — Valtýr í westur snýr. — Nú er danskur gjaldeyrir genginn til þurrðar, því Guðvorslands var svo dýr! bg- SKÝRINGAR. LÁRÉTT: 1 spjátrungur. 6 útlendingur. 11 ílát. 12 skip. 13 samtenging. 14 í þessu. 15 krús. 17 líffærið. 18 nudda. 19 streyma. 20 hlédræg. 22 keyra. 23 sjó. 25 ílát. 27 tónn. 28 elska. 30 nálægari. 31 ósam- stæðir. 32 kunna við sig. 34 vangi. 36 vaða. 38 bókaskrína. 40 ger- ast. 41 samtenging. 42 keyr. 43 ota. 44 sjávar. 46 sjúkdómur. 48 stærstur. 50 snauð. 51 i kirkju. 52 betri. LÓÐRÉTT: 1 fljót. 2 lofuð. 3 fiskinn. 4 flýtinn. 5 odda. 6 fanga. 7 voð. 8 jurtir. 9 tengda. 10 straum. 15 leið. 16 tölustafur. 19 sterkur. 21 sorpið. 23 bragðbetri. 24 aðspurðar. 26 sildarkóngar. 29 fatnað. 33 ílát. 35 gefa upp sakir. 37 skarta. 39 þjóðflokk. 40 ræni. 43 tröllkona. 45 jarðvegur. 46 eftirlit. 47 keyri. 49 skammstöfun. 50 hlýt. LAUSN Á KROSSGÁTUNNI í SÍÐASTA BLAÐI FRJÁLSÍÞRÓTTASAMBANDIÐ (sem er tiltölulega nýtt og virðist sett til höfuðs I.S.I.) ætlar að gefa út afrekaskrá íslenzkra iþróttamanna, sem mun verða víðlesin bók og renna út eins og brætt smér á næstu Ólympíuleikum. I sömu andránni er sagt, að engin milliríkjakeppni verði hér í sumar, og er það skiljan- lega gert til þess að bókin verði ekki úrelt á fyrsta ári. Ber sú ráðstöf- un vott um meira vit en vér plögum að eigna íþróttamönnum vorum.

x

Spegillinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.