Spegillinn - 01.08.1951, Blaðsíða 5

Spegillinn - 01.08.1951, Blaðsíða 5
SPEGILLINN 115 t Eysleinn Jónsson samdi um 40 miilj. króna lán vestra EYSTEINN JÓNSSON fjár- málaráðherra kom í gær heim úr för sinni til Ámeríku, en þangað fór hann ásamt Jóni Árna.syni bankastjóra til viá- ræðna við alþ'jóðabankann um gjaldeyrislán til framkvæmda hér, einkum til Sogs- og Laxár. virkjananna. Samdi hann um 40 milljón króna lán til þeirra framkvæmda. Með ráðherranum unnu að samningunum Jón Árnáson bankastjóri, Thor Thors sendi- herra og' Pétur Eggerz sendi- fulltrúi. Þeir eru að slá og þeir eru að slá Varahlutir. Já, vel á minnzt. Sláttur kvaö vera hafinn í sveitum lands- ins eftir dagsskipun Páls Zóf í útvarpinu. Eina ljósglætan í annríki dagsins hér í Reykjavík við að reikna út, hvort held- ur maður á að halda heilsu, lífi og limum eða skatti og út- svari, er þó sú tilhugsun, að bændurnir skuli vera farnir að slá. Það er sjálfsagt miklu heilsusamlegri vinna fyrir alla parta en hin eilífa barátta á mölinni við skatta og útsvar. Vonandi hafa bændur fundið traktorinn sinn, sláttu- og rakstrarvél, þar sem þeir lögðu slík tæki frá sér á síðastliðnu hausti. En þeif staðir kvað vera mjög undir hendingu komn- ir, þó alla jafnan í landareigninni og oftast meira að segja á túninu og þá tiltölulega auðfundnir. En nú er af sem áður var, þegar aðeins þurfti nokkra daga fyrir sláttinn til að dytta að amboðunum inni í skemmu. Nú eru það hávísinda- legir hlutir, sem því miður er ekki hægt að smíða með hefli og sög, heldur verður að sækja til Reykjavíkur, þar sem þeir eru heldur ekki til. Þessir merkilegu hlutir heita á bændamáli „varahlutir“ og virðast öll heyskaparáhöld því miður vera samsett úr eintómum varahlutum, sérstaklega þau, sem stað- ið hafa hlífðarlaus úti á túni eða annars staðar úti í landar- eigninni. Og ef sláttur er ekki einhvers staðar byrjaður enn, þá er það áreiðanlega vegna „varahlutanna". Hábjargræðis- tíminn í sveitinni stendur og fellur sem sagt á okkar atóm- öld með „varahlutum“. Önnur sláttumennska. Já, ekki má gleyma að til er annars konar sláttumennska, þótt sleppt sé þessum reytingsslægj um við Nýborg, þar sem menn safna í koga með 2—5 köllum í einu. Annars hefur í þeirri landareign fundizt heil gullnáma, þar sem tappamiðar Áfengisverzlunarinnar eru. Og alltaf finnast þeir á sama stað, nefnilega neðan við tröppurnar. Menn þurfa bara að beygja sig niður og taka þá. Og þessi tiltölulega létta vinna, sem sagt hreyfingin að beygja sig eftir miðunum, kvað vera allarðsöm atvinnugrein, a. m. k. þangað til hæstaréttardóm- arnir falla. Með annars konar sláttumennsku meinti ég þó fyrst og fremst það, að nú er öll yfirbygging þjóðfélagsins komin í sumarfrí og farin að slá um sig í sveitum landsins, ef þeir eru þá ekki að spóka sig í útlandinu. Það er nú dálítill mun- ur núna að koma snöggvast í sportbuxum með laxveiðistöng

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.