Spegillinn - 01.08.1951, Blaðsíða 6

Spegillinn - 01.08.1951, Blaðsíða 6
116 SPEGILLINN um öxl heim á æskustöðvarnar en að hjakka þar þúfnakoll- ana með bitlausri spík eins og í gamla daga. Og vera svo í sumarfríi á fullu kaupi! Það er nú ofboðlítið þægilegri fram- sóknarmennska. Og ekki er þá verra að vera framsóknar- maður en hvað annað, þegar maður getur flatmagað í túninu og horft upp í himininn á milli þess sem maður tefur fólkið við hirðinguna. 0g svo er nú gaman að bregða upp Ijósmynda- vél á fullu kaupi og taka mynd af „vinnandi fólki“. Líka er góð afþreying fyrir hina skriftlærðu í sumarfríi að hnoða saman grein um „blessun sveitavinnunnar fyrir þjóðarheild- ina“. Þegar komið er til Reykjavíkur er sjálfsagt hægt að fá hana prentaða með nafninu sínu undir. Bara nafnið á prenti hressir upp á heilsusamlegt sumarfrí. Já, mikið er blessað landið fallegt í sumarfríi. Og ætli að væri ekki hægt að koma að nokkrum ferðasögum í útvarpið að aðlíðandi hausti, sem kennt geti bóndanum að meta sveitina sína? (Ætli það séu ekki borgaðar einar 300 krónur fyrir ferðasöguna í útvarp- inu ? Það er þá alltaf fyrir góðu kvöldi á Borginni eða í Sjálf- gy0 ér gveitasælan allt í einu búin, æjá. Og aftur fyllast kontórarnir, sem sjálfsagt eru fleiri en bæirnir í sveitinni. Og þá byrjar baráttan aftur að finna eitthvað til að fylla út daginn, svo að aðrir uppgötvi ekki að manni sé of- aukið. Æjá, það er ekki alltaf létt að vera kannske bara vara- hluti í yfirbyggingunni. Aftur á móti er auðveldara að vera aðalhluti, því að þeir menn geta leyft sér að „vera ekki við“. Gull í greipar Ægis. Og þá er nú gaman að vera í sumarfríi og blessa þá, sem „sækja gull í greipar Ægis“. Yonandi aflast vel og gjaldeyr- irinn skapist, svo að allir kontórarnir geti starfað. Ef lítil síldveiði er, þá tala allir um á kontórunum, að það hafi ver- ið vitleysa af skipunum að veiða ekki heldur við Grænland. Þeir vita það alltaf á kontórunum eftir á, hvar bezt hefði ver- ið að afla „gjaldeyrisins“. Því að nú stendur allt og fellur með „gjaldeyri". Og allir þekkja nú orðið gjaldeyri jafn vel og kommúnisma og Kóreustríð. Já, blessaðir sjómennirnir eru og verða alltaf „hetjur hafsins“, sem „sækja gull í greip- ar Ægis“ og því sjálfsagt að skemmta sér á Sjómannadaginn og kaupa merki og merki. Hins vegar liggur ekki svo mikið á að koma upp dvalarheimili þeirra. Það þarf a. m. k. að byggja nokkrar kirkjur fyrst og svo æskulýðshöll og skauta- höll og jafnvel sönghöll. Það er líka sjálfsagt að lofa nokkr- um skipum að fá eitt óskalag í útvarpi á Sjómannadaginn. Eitt skipið valdi í vor: „Til eru fræ, sem fengu þennan dóm að falla í jörð og verða aldrei blóm. Með beztu lcveðju til annars aðalatvinnuvegs þjóðarinnar“. Óvíst er þó, hvört sá „atvinnuvegur" hefur skilið kveðjuna. Amerískt gull. Og þá er nú ekki að forakta dollarann, hvernig sem hann kemur. Sennilega fækkar síldarstúlkum í ár, enda sjálfsagt nógur markaður annars staðar. Og það í dýrmætasta gjald- eyri. Og sjálfsagt þarf hvorki að selja þar síld eða lýsi til uppbótar. Merkilegt er, að ekki skuli allir vera ánægðir. Heyrzt hefur að gestir vorir af vellinum hafi mætt margs konar óvild og jafnvel verið hlegið að þeim. Hvar er okkar gamla og góða gestrisni? Bót er þó í máli, að ekki hefur enn heyrzt, að stúlkurnar okkar hafi sýnt gestum sínum neina ókurteisi. Vér ættum heldur að gömlum og góðum sið að bjóða gestum okkar heim upp á kaffisopa og láta heimasæt- una bera það á borð. Kveðja þá síðan innvirðulega og bjóða þeim að „vera alltaf velkomna“. Það væri áreiðanlega miklu meira í anda Sameinuðu þjóðanna. Það er áreiðanlegt, að gestirnir mundu sýna kurteisi á móti og líta inn aftur við fyrsta tækifæri eða kannske launa fyrir sig með því að bjóða einhverjum úr fjölskyldunni á dansleik. Íþróttasigrar. Og þá má ekki gleyma íþróttasigrunum. Nú erum við loks- ins að því komin að slá út allan heiminn, og það er nú sláttu- mennska út af fyrir sig. Með því að slá þrjár þjóðir í einu höggi, á einum degi meina ég, þá ætti það ekki að taka svo langan tíma að slá afganginn af heiminum. Og þegar það er búið, þá er ekkert eftir fyrir íþróttagarpa vora en að slá hvorn annan út. Og þeir eru meira að segja svo langt komn- ir, að þeir eru byrjaðir á því. Að því er Vísisfrétt segir ætla þeir að byrja á Huseby. Frjálsíþróttamenn eru búnir með svo marga sigra, að þeir ætla að banna Huseby að sigra meira i sumar. Nú er Gunnar ekkert lamb að leika sér við, enda mun hann líka hafa slegið flesta út í ferðinni í sumar og hót- að svo að slíta skankana af þeim, sem eftir var. Það er ekki við að búast að útlendingar, sem eru væskilslegir margir hverjir, standist slíkum mönnum snúning. Iþróttamenn þurfa ekki alltaf mikla málakunnáttu til að sigra. Og mun Gunnar hafa gert sig alls staðar skiljanlegan með tveimur orðum: Huseby — ísland. Og úr því að Gunnar gat orðið Evrópu- meistari með tveimur orðum, þá ætti Eysteinn ekki að hafa þurft miklu fleiri orð en „Eysteinn — Iceland“ til að krækja í þetta 40 milljóna lán í Ameríku. Víkverji kveður. Og þá hefur nú Víkverji kvatt okkur með hjartnæmum orðum, og verðum vér að segja eins og er, að miklu finnst oss dauflegra yfir dálkunum hans síðan hann fór. Engar umbæt- ur og engar stórar hugmyndir lengur. Hann þakkaði öllum, sem höfðu stutt hann og sent dálkum hans línu. En það var bara af lítillæti, því að alltaf skrifaði hann þá sjálfur. Nú hefur Víkverji verið kvaddur til virðulegri starfa og óskum vér Sameinuðu þjóðunum til hamingju. Nú ætti að vera nokk- ur von um betri friðarárangur í heiminum. Því að vonandi fær Víkverji þar líka sína eigin dálka, sem verða nú ekki í útbreiddasta blaði landsins, heldur í útbreiddustu blöðum heimsins. Þar sem vér höfum alltaf leitazt við að halda hróðri Víkverja á lofti, viljum vér nú helga honum þennan kafla í kveðjuskyni og þakka honum allan óbeinan stuðning við dálka vora. Og vertu svo blessaður og sæll, Víkverji minn, og megir þú verða dálkafyllir sem flestra blaða á sem flest- um tungum, skiljanlegum sem óskiljanlegum. Álfur úr Hól. NÝR SENDIR (því ekki sendill?) hefur verið tekinn í notkun í útvarpsstöð vorri fyrir nokkru, og sendir stórum betur en sá gamli, að minnsta kosti eru truflanir stórum greinilegri en áður. Er hér um meiri framför að ræða en ,,100-kílóvöttin“, sem Ingiríður, þáverandi krónprinsessa, var látin leggja nafn sitt við, hérna um árið.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.