Spegillinn - 01.08.1951, Blaðsíða 16

Spegillinn - 01.08.1951, Blaðsíða 16
126 SPEGILLINN Frásögn Mánudagsblaðs- ins af .því, .að íslenzkt diikakjöt hafi ver ð aug- lýst og selt sem hundafæða í Bandaríkjunum, er ger- samlega tilhæfulaus Skröksaga, að ís- lenzka kjötið hafi verið selt sem hundafæða Þá erum vér komnir að Borgartímabilinu, sem hófst með Heilagri Jóhönnu, sem ýmist var hlekkjuð með fínustu silf- urhlekkjum eða snéri sér á kollóttum stól (sætunum var nefnilega svo vísindalega fyrir komið á sviðinu). Þegar Anna var búin að sitja vikum samair í dýflissu „guðsbjálfanna“, þá var hún álitum eins og bezta glansmynd af Hollíwood- stjörnu. Bar það vott um, hvað menn voru miklu mannúð- legri við fanga sína þá en nú, enda Buchenwald og hliðstæð- ar stofnanir ekki upp fundnar. Enda þótt menn kæmust mjög við af hinum grimmu örlögum heilagrar Jóhönnu, kom Lárus mönnum alltaf í gott skap aftur. Hann er því alveg ómissandi í sorgarleikjum til að spara vasaklúta. Það hlýtur að vera ákaflega gaman fyrir Lárus að vera fæddur svona hlægilegur. í ímyndunarveikinni fór Anna virkilega að láta kveða að sér, enda þurfti hún þá að fara að undirbúa skattaframtalið, að því er Mánudagsblaðið segir. Þar stal hún öllu steini létt- ara og byrjaði á Indriða og Sölumanninum. Síðan stal hún öllum senunum. Ef einhver leikari ætlaði að hreyfa sig á sviðinu, þá var Anna þar komin í alls konar dulargervi og farin að leika fyrir hann. Náttúrlega stal hún leikstjóranum, en það var nú varla tiltökumál. Biðlinum stal hún frá Elínu Ingvarsdóttur. Margir voru hræddir um það á tímabili, að hún mundi stela Lárusi sjálfum og fela hann einhvers staðar niðri í kassa cða loka hann inni á náðhúsinu, en Lárus þurfti sem kunnugt er oft að leita á náðir þess. Og að síðustu stakk hún af með kassa Þjóðleikhússins og alla skattana. Geri aðrir betur! Sýnir allt þetta, hversu afburða hæfileikakona hún er. Svo sem leikhúsgestum er kunnugt situr Þjóðleikhússtjóri venjulega í forsetastúkunni, þ. e. a. s. hann læðist þangað venjulega inn, þegar búið er að slökkva, og passar sig að vera farinn út áður en kveikt er. Anna þurfti því að gera allt í einu: Stela senunum jafnóðum og einhver leikari kom inn á sviðið, blikka Þjóðleikhússtjórann í forsetastúkunni með hægra auga, en niðurjöfnunarnefnd í ráðherrastúkunni með vinstra auga. Geta menn sér til, að hún hafi fengið fyrir þetta svo sem hálfan Marshall þessa árs og finnst oss hún vel að því komin fyrir dugnaðar sakir. Þetta með niðurjöfnunar- nefndina höfum vér úr Mánudagsblaðinu, sem enginn vænir um ósannsögli, hins vegar fórum vér heldur seint á leikinn og sáum þá aðeins Ingimar úr nefndinni. Gæti skýringin legið í því, að hann hefði setið hina alla af sér. En líklega hefur þó Anna sigrað hann að lokum. Síðast var sýndur Rígólettó og inn flutt einn leikstjóri, Stefán íslandi og Else Múhl. Hitt var innlendur iðnaður. Var Else Muhl hyllt mjög af áhorfendum, en ekki vitum vér, hvort hún hefur unnið fyrir mat sínum, því að hún fór út á land á eftir að vinna fyrir sér. — Stefán sá sem var, að til lítils var að slægjast nema þá að taka Þjóðleikhúsið að veði, en sleppti því aftur, hefur þótt óþægindi að því að burðast með Þjóðleikhúsið í farþegaflutningi, en fragtin á því dýr. Stefán söng því ókeypis og mátti merkja það á söng hans.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.