Spegillinn - 01.01.1958, Qupperneq 17

Spegillinn - 01.01.1958, Qupperneq 17
S PEGILLINN 15 sviðum menningarinnar. Ég held að ég ha£i skilið einn ágætan rit- stióra rétt, sem talaði í útvarpið okkar um hörmulegt ástand og enn verri horfur í myndlist vorri og að þar sé hreinsunar þörf. En það góða, sem ritstjórinn vill, það ger- ir Valtýr Pétursson ekki. Svona mætti lengi telja. Við þurfum að samræma átökin, ef árangur á að nást. Ég mun að sjálfsögðu sjá vel fyrir líkamlegum þörfum minna góðu gesta. Og einhver ráð mun ég hafa til að kveikja á pönnu- kökunum. Svo býð ég yður, háttvirtui- herra blaðamaður, að sýna mér þá miklu ánægju að mæta í þess- um mánudagsboðum mínum. Ég treysti yður líka allra blaðamanna bezt til að flytja þjóðinni sannar og hlutlausar fréttrir af því, sem þar fer fram, þar sem ég hef engu minna álit á yður en Reuter, sem alltaf flytur sannar fregnir eftir beztu fáanlegum heimildum. Yðar með mikilli virðingu Hallbjörg Blindskers. Það var ótrúlega gaman að fá þetta bréf og það gefur fyrirheit um margt merkilegt á árinu. Fyrir blaðamenn og rithöfund getur það skapað ótæmandi möguleika til af- reka. Það kom sér líka vel fyrir mig, því satt að segja er ég farinn að líta vonaraugum til þeirra verð- launa og viðurkenninga, er sum- um kollegum mínum eru farin að hlotnast og það að verðleikum, sem þó fyrirfinnist hjá fleirum en þeim. Ég held jafnvel að heppilegra sé til afreka, að hafa hausinn á sér kyrran hér niðri á jörðinni, eins og Jónas gerði, en að senda hann til tunglsins þar sem hann getur rot- ast á einhverjum gígbarminum. Um áramót dreymdi mig eitthvað um hátíðlega athöfn í Þjóðminja- safninu, þar sem ég var kallaður fram til að veita gildum sjóði frá Útvarpinu viðtöku, en að því loknu flutti Vilhjálmur ávarp og hef ég ekki heyrt annað vakandi, sem bet- ur hefur látið í eyrum mínum. En svo vaknaði ég og var jafn fátækur sem fyrr. Það væri líka gaman að fá eitthvað út á stílinn sinn. Það er máske hægt að færa rök fyrir því, að ég skrifaði ekki jafn skáld- legan stíl og Helgi eða svo rök- fastan sem Bjarni, en listræna stil- inn tel ég nú samt öðrum æðri og ólíkt vandameiri. Allt þetta og margt annað verður sjálfsagt til umræðu á mánudögum Hallbjarg- ar. Svo má heldur ekki gleyma Díalín, sem þroskast hefur í þeim stíl, er tekur öllum öðrum fram og er í sjálfu sér ómetanleg verð- laun þeim, sem veitast. Það er allt tilbúið á sviðinu og innan stundar verður tjaldið dreg- ið frá. Bob á beyjunni. Sonnrinn kom heim úr skólanum, spreng- lærður, og hugðist sýna föður sínum nokk- ur merki þess. — Heyrðu, pabbi, sagði hann. -—- Veiztu, að sumstaðar í Indlandi þekkja menn alls ekki konurnar sínar fyrr en þeir eru giftir þeim? — Og þarf ekkert Indland til, drengur minn, svaraði gamli maðurinn. ROSSELLINI hinn ítalski er nú skilinn við Ingiríði sína Bergmann og liafa bæði látið það á þrykk út ganga, og þykir heldur litlar fréttir úr bví að þau eru að skilja á annað borð. Hefur Rossellini nú náð sér í eina ind- verska í millitíðinni, sem honum lízt bet- ur á og ku nú vera þegar komin sex mán- uði á leið, en eigi vitum vér af hverskonar völdum þótt líklega megi fara nærri tim l)að. Vonandi á sú indverska eittlivað til, því að samkvæmt tilkynningum í blöðum cr Rossellini orðinn skítblankur af öllu þessu kvennaragi og ástafari og þarf því að gera gott partí í þetta sinn. —o— Kona nokkur úti í Bretlandi var kvödd til þess að sitja í kviðdómi, en færðist undan, með þeirri röksemdafærslu, að hún væri mótfallin dauðarefsingu. —- Þetta er bara mál milli hjóna. Hún segist hafa fengið manninum sínum 500 pund til þess að kaupa loðkápu handa henni, og lieldur ]>ví fram, að liann liafi tapað peningunum í spilum. — Þá skal ég með ánægju sitja í kvið- dómnurn, sagði konan. — Og eftir á að liyggja, þá er ég alls ekki viss um, að ég sé eins andvíg dauðarefsingu og ég hélt. ■—o— — Þegar ég er á leiksviðinu, geng ég alveg upp í lilutverkinu mínu, og áhorf- endurnir bókstaflega hverfa. — Það skal ég ekki lá þeim. "fíicf jteymdac) S Meðal annars fordæmi Olafur það hattala« Bjarna Bened.ktssonar að skjotn snútnik rins 05 Þorvaldi Garð- an Rnstjanssyni upp á himin Sjálfstæðisflokksins (il aó rcika þar um oak\cðinn tima Og þvi “spyrja menn i sambandi við fulíyrðingu Þjó$- Vilíaas í morgun: Eru kommúnistar þjónar )víhaldsins<;?

x

Spegillinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.