Spegillinn - 01.07.1958, Blaðsíða 8

Spegillinn - 01.07.1958, Blaðsíða 8
15Z SPEBILLINtt p. t. (?) Moskvu, 4. júlí 1958. Elsku Hermann minn! Ég var víst búinn að dragast á það við þig að senda þér nokkrar línur þegar hingað væri komið og ég búinn að skoða mig dálítið um, en samt skaltu ekki setja þetta bréf í leyndarskjalasafnið í Ráðinu, heldur bíða þangað til þú færð heildarskýrslu frá mér; þetta er bara til bráðabirgða og eiginlega alveg prívat, því að ég veit, að þig er farið að langa að sjá línu frá mér. Það verður eiginlega ekki annað en snakk, og ekkert frétta- bréf, enda engir vofeiflegir hlutir farnir að gerast enn, hvað sem síð- ar kann að verða. Þegar ég skildi við þig um morg- uninn, fór ég auðvitað beint út á Völl, en mér ætlaði nú ekki að ganga greitt að komast að flýgild- inu, því að ég var strax umsetinn af umboðsmönnum líftrygginga- félaga; sérstaklega er mér minnis- stæður einn, sem sagðist vera frá Tortryggingum h.f., því að hann gekk svo langt að vilja garentera mér vísan dauða ef ég tryggði mig nógu hátt hjá honum. Ég spurði fírinn um verð á svona góðum tryggingum og þá kom í ljós, að það voru hálfgerðir dagprísar á þeim, eða réttara sagt flokksprísar: langdýrastir fyrir íhaldsmenn en billegastir fyrir kommana, og svip- að fyrir Framsóknarmenn, enda má segja, að skylt sé skeggið hök- unni (reyndar orðaði agentinn það dálítið öðruvísi og sagði, að það væri líkt um skít og kúk). Ég spurði — auðvitað bara rétt til •"Hffamans — um krataprísana, og ÍÍJ 33 .lÍ’lvi.UfilJ. Í3V 1 * j. , habn ^ sag-ai, . aðr bað mundi vera -dsf cTiiiT iinofjli! iJToíJ gp sama og fyMj^þ^l^ð. Þa greip eg heima, en kratarnir sem þekktu hann betur, gáfu auðvitað frat í hann og fóru eftir sem áður. bréfageriiiim til þess herbragðs að segjast vera í öllum flokkum og því ekki hafa efni á að borga alla verðskrána, sökum þess að ég færi sem boðs- gestur og Eysteinn hefði notað sér það til þess að láta mig engan aur hafa með í ferðina. Þá var eins og blessuð skepnan skildi og lúskaði af. En vitanlega fell ég ógildur fyrir bragðið, ef illa skyldi fara, og ég vona, að þú sjáir það við dánarbúið, þegar þar að kemur. Það gekk nú furðu vel að tosa okkur á loft og skýin voru eitthvað svipuð og þeim er lýst í ferðasög- um. Ég hafði bæði íhaldssætin til umráða, og var svo heppinn, að þau voru samliggjandi. Ég sat við hliðina á honum Karli okkar K., og við fórum auðvitað að búa til vís- ur; þar á meðal kvað hann nokkr- ar ósnotrar um Ihaldið, sem lét Helga Sæm. kúska sig til að sitja Við komum nú til Hafnar áður en við gátum litið við og lentum í Kastrúpp. Ég hafði verið að vona, að þar væri fyrir sendinefnd frá dönskum kommum, en hún lét bara ekki sjá sig, og einhver sagði mér, að það væri ekki von, því að sú tegund væri útdauð þar í landi og farin sömu leiðina og geirfuglinn hjá okkur. Hvað um það, við geng- um í land og fengum nógan bjór; þetta var sem betur fór tveimur dögum áður en það kom í blöð- unum, að bjór væri hinn mesti krabbavaldur, lítið betri en síga- retturnar. Vonandi koma þeir ekki með sömu fréttir af vodkanum, fyrr en við erum komnir heim. Hér í Moskvu var heldur en ekki uppi fótur og fit, þegar við komum. Borgin hafði öll verið sópuð og prýdd, að minnsta kosti þær göt- urnar, sem við áttum að fara um, og á st»ætóunum blakti íslenzki fáninn, svipað og útlendu flöggin hjá okkur á viðeigandi Þjóðhátíð- ardögum. Ég tel nú ekki smásjússa, sem við vorum boðnir í á leiðinni, en merkasta boðið var auðvitað Þriggja mánaða kálfur synti yfir Ðýrafjörð, fulla tveggja km. leið J :u nu I if iiin lifróður a o/tir linuuni. og naði Iraluiinn lionuni i þann mund, er hann var að taka land hinum megin við fjörðinn,

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.