Spegillinn - 01.07.1958, Blaðsíða 9

Spegillinn - 01.07.1958, Blaðsíða 9
5PEBILLINN 153 hjá forseta sameinaðs þings komm- anna; hann heitir Lobanov, og er náttúrlega skratti myndarlegur maður, en fjandi fannst mér hann grimmdarlegur á svipinn, enda víst búinn að standa í stórræðum um dagana. Hann hélt helvíta mikla ræðu, sem við auðvitað skildum ekki, enda víst heldur ekki mein- ingin, og Emil varð auðvitað að standa upp og svara og minntist eitthvað á bræðralag og þessháttar hégóma. Annars sýndist mér hann ekkert kátur, og það er hann held- ur ekki á myndunum í Mogganum og víðar, miklu fremur ber hann svip af því lambinu, sem til slátr- unar er leitt. Eg var nú ósköp feginn þegar þessum ræðum var lokið; sérstaklega varð mér hugs- að til samkomulagsins hjá ykkur 7 vmstristjórnmni, þegar Em:I minntist á bræðralagið. En svo var brátt tekið upp léttara hjal, og vodkaflöskurnar voru komnar á borðið áður en maður vissi af, og brátt urðu menn allvel kjafthýrir. Nei, Hermann minn, þú skalt vera alveg óhræddur, ég kjafta ekki frá neinum ríkisleyndarmálum, og var þó Lobanov að reyna að veiða upp úr mér, þegar hann fékk ekki orð upp úr Emil eða hinum, og meðal annars spurði hann mig, hvort við þyrftum ekki lán, og ég gaf lítið út á það, en vísaði til Eysteins, af því að hann var ekki með í förinni, en vissi hinsvegar að Lobanov yrði búinn að steingleyma þessu, þegar runnið væri af honum daginn eftir, en svona spyrja þeir víst alla, sem koma til þeirra, nema kannske Tító. Þegar ég var kominn mátu- lega hátt upp, spurði ég einn drag- vantinn, sem þarna var, hvort við fengjum ekki að sjá krofið af hon- um Stalín, en furturinn varð eitt- hvað fauj við, svo að ég flýtti mér að hala í land, og seinna sagði Karl mér, að þetta hefði ég ekki átt að segja, því að Stalín gamli væri alls ekki kúrant lengur og enginn tryði framar á hann nema Brýnki. Svo vorum við boðnir í óperuna, en ég hafði lítið gaman af öllum þeim bölvuðum hávaða og varð þeirri stundu fegnastur, þegar við gátum komizt á snask sem þar var skammt frá og fengið okkur einn vodka. Ennfremur vor- um við dregnir á hinar og þessar listsýningar og Svo í eitt kjarn- orkuver; það er víst meiningin, að gestir Sovéttsins hafi hitann í hald- inu. Ekki voru samt neinar spreng- ingar þarna, en mér skildist á leið- sögumanninum, að þeir væru alveg til í að láta einn fútta af, þegar Tító kæmi í heimsókn. Segjum nú, að þeir hafi ekki átt nema eina, þá hefur Tító bjargað lífi okkar með því að vera verri en við. Alstaðar þar sem við komum var fólk brosandi; það eru víst leifar frá Stalínstímanum, því að það er haft eftir honum, að hann vildi hafa glaða menn kring um sig. Eg var nú annars að reyna að smútta eitthvað frá hinum og tala við inn- fædda — á fingramáli —- en þá var strax kominn einhver dragvantur og kippti mér til baka, til að sýna mér eitthvað, sem honum fannst merkilegt, en mér ekki. Það fer nú að styttast í þessu, Hermann minn, en vitanlega rapportera ég allt, sem síðar kann að ske, ef ég lifi. Á morgun eigum við að fara að skoða samyrkjubú, sem eru fræg um allan heim fyrir það, að þau fá hvorki upp- né nið- urgreiðslur. Ég er með í fórum mínum listprjónaða þríhyrnu frá Þorsteini á Vatnsleysu — þ. e. náttúrlega Búnaðarfélaginu — sem ég á að afhenda kerlingunni sem hleypur með koppinn milli kúnna. Vertu svo alltaf kærast kvaddur! Þinn einlægur aðdáandi og skít- pligtugur þénari Faraldur. -—o—- Ef þú ættir aS sparka í afturenilami á þeim, sem veldur þér mestum vandræðum, gætirSu ekki sezt niSur í heila viku. —o—- Þegar þú ert orðinn gamall, lieldurðu, að þú hafir yfirgefiS alla lesti, en sann- leikanum nær mun vera, að það eru lest- irnir, sem hafa yfirgefið þig. er írá heimsókn íslenzku þingmannanna til Rússlands. Þingmennirnir heimsóttu m. a. f. Lobanov lorseta aeðsta ráðsins og J. Peive forseta þjóðaráðsins.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.