Spegillinn - 01.07.1958, Blaðsíða 10

Spegillinn - 01.07.1958, Blaðsíða 10
154 .5 P EBILLINN aða aðdráttarafl, ekki sízt á unga fólkið: Móderníseruð KIRKJUIÖIVLI8T Góðir hlustendur! (Þátturinn er sem sé hugsaður sem útvarpsþátt- ur.) Þessum nýja þætti er ætlað það göfuga hlutverk að kynna hlustendum moderniseraða kirkju- tónlist, í því augnamiði að örva kirkjusókn á íslandi, sem orðin er svo dræm, að til óheilla horfir um eilífðarvelferð þjóðarinnar. Eins og kunnugt er, hefur kirkjutónlist ekki orðið fyrir teljandi áhrifum frá léttri dægurtónlist, svo sem danslagakeppnum S. K. T. og Félags íslenzkra dægurlagahöfunda, og uppfyllir þannig tæplega þær kröfur, sem nútíma fólk, einkum yngri kynslóðin, gerir til tónlistar. Ætti fólkið kost á kirkjutónlist, sem meira væri í samræmi við tón- listarmenningu nútímans, mundu kirkjurnar fyllast af fólki hvern sunnudag ársins, og unga fólkið mundi fara að tala um kirkjuferðir með viðlíka áhuga og um Syngj- andi páska eða jasstónleika Orion- kvintetta. (Eða eru það máske kvartettar ?). Vinaþjóð okkar allra Bretar, hefur um þessar mundir mikinn áhuga á moderniseringu á kirkjutónlist, a. m. k. brezkir kennimenn. Er oss sem vér heyr- um, þegar Fisher biskup og undir- sátar hans fara að raula óratóríur Bachs, móderniseraðar til sam- ræmis við jass- og dægurlög, og verður prófessor Sigurbjörn trú- lega fljótur að tileinka sér þær nýjungar, með þeim fyrirvara þó, að áskilja sér rétt til að snúast gegn þeim í miðju lagi, ef henta þykir. Moderniseringunni hlyti ó- hjákvæmilega að fylgja aukinn hljóðfærakostur, þar eð ekki er hægt að ætlast til þess, að dóm- kirkjuorgelið og Páll Isólfsson full- nægi kröfum nútímans um flutn- ing hinnar moderniseruðu kirkju- tónlistar. Þetta mundi þannig verða til að efla atvinnulífið hjá hljóðfæraleikurum, jafnframt því að auka ánægju kirkjugesta og helzt fjölga þeim líka til muna. Vér sjáum ekki annað en auglýs- ingar eins og sú sem fer hér á eftir mundu hafa býsna segulmagn- — f kvöld verður flutt jazzkirkju- tónlist í Hallgrímskirkju, hljóm- sveit Svavars Gests (svavar gests = sá ég spóa) leikur, einsöngvarar Helena Eyjólfsdóttir og Sigurður Johnny. Allir velkomnir meðan húsrúmið leyfir. Safnaðarstjóri. — Vitanlega gæti auglýsingin eins átt við dómkirkjuna, nema hvað þar mundi Páll ísólfsson náttúr- lega vera sjálfsagður einleikari með hljómsveit Jónatans Ólafssonar, (einsöngvari: Sigurður Ólafsson. Syngur nokkra hestasálma). Er oss sem vér sjáum svipinn á vini vorum Páli, þegar hann fer að spila: f dag er glatt . . . , moderni- serað sem tilþrifamikinn og fjörug- TT'kki bci merin það sem eg bei " sagði karlinn. sem balt bageann a bakið a sjálf- um ser, aður en hann settist a leiðskjotann Hann hélt, rið bag^i sem bundmn var á hann ^ialfan, þreytti ekk) hi ossiö

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.