Spegillinn - 01.07.1958, Blaðsíða 21
gjPEGILLINN
T65
KERBERT HARRI8:
Herbragðið mikla
Þegar Pési kom heim í litlu íbúðina, sem
hann leigði í félagi við Kalla vin sinn, var
Kalli inni í baðherberginu að raka sig.
Pési snuggaði út í loftið og gretti sig.
Andrúmsloftið var mettað af einhverju
ilmefni, sem gat að minnsta kosti ekki staf-
að frá venjulegri raksápu.
— Hæ, Kalli! kallaði hann til félaga
síns. — Hvaða dj.... gums er þetta, sem
þú ert farinn að nota? Það lyktar eins og
heilt kvennahúr.
Kalli kom hlæjandi út úr baðherberg-
inu og þurrkaði sér um hökuna.
— Því miður er ég alveg saklaus í þetta
sinn, sagði hann. — Sápan mín er alveg
Ivktarlaus.
Pési hélt áfram að snugga. — Þetta er
greinilega af ilinvatni, sagði hann.
— Já, það var dania, sem skildi það
eftir, sagði Kalli. — Og mér óviðkomandi
í þokkabót. Hún kom hingað til að spyrja
um Jng. Lúlla Marteins hét liún .... eða
sagðist heita.
— Æ, æ, er hún nú komin aftur? and-
varpaði Pési og skelfingarsvipur færðist
yfir andlitið.
— Ég bauð henui ekki að bíða, sagði
Kalli afsakandi. — Sagði henni einmitt,
að það gæti orðið bið á því að þú kæmir
heim. En hún sagðist ætla að bíða.
— Það var henni líkt, stundi Pési.
— En svo gafst hún upp á því eftir
nokkra stund. Varð að þjóta, sagði hún,
af því að hún átti að koma fram á síðdeg-
issýningu.
Pési leit á úrið sitt. — Það stendur víst
heima, að í þessu sé hún að jarma ein-
hvem af þessum sýrópssöngvum sínum. En
HAMAR H.F.
JÁONSTEYPA
VÉliAVEBKSTÆÐI
KETtLSMIÐJA
BAMARSHÚ SINtJ
TBTGGVAGÖTU
BEYKJAVÍK
FBAMKViEHDABTJÓBI
BBttEDIKT GRÖNDAIj
SÍMI 2-Z1-23
SÍMNEFNI: HAMAB
StytfjiS innlendan iSnaö.
tslmzkt fyrirtseki.
■—— ------- - . —■— --------i-. i- i
svo liringir hún í mig, þegar það er búið.
Vertu vænn og taktu símann. Segðu að ég
sé ekki heima.
Kalli lyfti augnabrúnum. — Er þetta
ein af þeim, sem þú ert að reyna að bíta
af þér?
— Stendur lieinia. Og að því leyti verri,
að hún er ágengari en flestar aðrar. Það
er einhver hjúskaparglampi í augunum á
henni, auk alls annars. Æ, fjandinn taki
það; stundum óska ég þess, að ég hefði
aldrei farið í þessar ráðningar fyrir sjón-
varpið.
— O, þú mátt sjálfum þér um kenna,
sagði Kalli. — Ekki einasta ertu hátt settur
í ])essu sjónvarpsveseni, heldur ertu líka
það kvennagull, sem þú ert, og það má
fara nærri um útkomuna, þegar þetta
tvennt fer saman. Þessvegna hanga rauð-
hærðar pjásur, eins og Lúlla, á þér seint
og snemma.
— Ég hefði aldrei átt áð bjóða henni
að éta, þama um daginn, stundi Pési. —
En ég vorkenndi stelpugreyinu. Hún liafði
ekkert haft að gera í lieilan mánuð, og
mér sýndist hún svo horuð.........
— Já, þar varð þér á í messunni, sam-
þvkkti Kalli. — Hún heldur, að þú sért
heldur betur snortinn af sér.
—- Já, það var greinilegt. Ég slapp ekki
við hana. Hún var eiginlega helzt alstaðar
þar sem ég var staddur. Og svo fór að koma
þessi brúðkaupsglampi í augun í henni,
eins og svo mörgum öðrum. Nei, ég verð
að grípa til „herbragðsins míkla“.
— Herbragðið mikla? Kalli varð allur
að einu spurningarmerki.
Pési glotti. Hann gekk að skrifborðinu
og settist. Tók sér pappírsörk og penna í
hönd. Fór síðan að skrifa eitthvað, ein-
beittur á svip.
„Elsku lijartans Sússa mín ....“.
Kalli Ias _úr pennanum rjá honum, for-
vitinn á svipinn.
— Hver er nú þessi Sússa? spurði hann.
— 0, ég er víst álíka fróður um það og
þú, svaraði Pési.
— Ég er ekki að skrifa henni, sagði Pési
og tuggði pennaskaftið, hugsandi á svip-
inn. -— Ég er að skrifa henni Lúllu.
— Já, en þú kallar hana Sússu, tautaði
Kalli.
— Eftirtekt þín er þér til sóma. En
hérna sérðu herbragðið mikla, sem ég
minntist á áðan .... En haltu þér saman
andartak, meðan ég hugsa upp eitthvað
verulega kjarnyrt. Og Pési hélt áfrain að
skrifa og Kalli horfði á.
„Allan daginn hefur hugur minn verið
fullur af þessum ógleymanlegu augnablik-
um, sem við áttum saman í gærkvöldi. Eft-
ir að hafa haldið þér í örmum mér, veit
ég, að fyrir mér er engin önnur kona leng-
ur til í heiminum ....“.
Pési léit upp. — Finnst þér þetta ekki
nokkuð gott?
— Ég veit ekki hvemig þú ferð að þessú.
— O, það er æfingin, kall minn, svaraði,
Pési og brosti drýgindalega. — Ég héf
skrifað þetta bréf þrisvar áður. En aðal-
púðrið kemur undir lokin.
Hann hallaði sér aftur og fitlaði við
pennaskaftið. — Einu sinni var ein ljós-
hærð, sem hét Elsa. Hún var annars að
vissu leyti dálítið lík henni Lúllu — gráð-
ug og afbrýðissöm. Henni sendi ég bréf,
sem bvrjaði svona: „Mín eina og' sanna
og elskaða Kata“. Var það ekki sniðugt?
— Ja, hérna! tautaði Kalli.
—- Svo var ein svarthærð táta, sem var
nú bara rétt búin að ánetja mig fyrir fullt
og allt. Það var rétt svo, að ég slapp. Hún
fékk eitt svona bréf með nafnbreytingu.
■— Ég skil bara ekki, livemig þér fer að
detta þetta í liug, sagði Kalli.
— Jæja, seinni hlutinn af bréfinu er nú
POLAR h.f. Einholti 6 —
Borgartúni 1 — Sími 1-84-01
i———----------— -------------j