Spegillinn - 01.07.1958, Blaðsíða 22
166
5PEBILLINN
að mestu leyti alltaf eins, og alltaf hefur
það sín áhrif. Svona bréf eru býsna miklu
áhrifameiri en skammir og móðganir.
— Nú skil ég, sagði Kalli. ;— Þú skrifar
utan á bréfið til hlutaðeigandi sogblöðku
og notar svo allt annað nafn í bréfinu
sjálfu, _og það er nafn þeirrar raunverulega
elskuðti. Svo lítur þetta út eins og bréfið
hafi farið í vitlaust umslag.
— Já, þannig er herbragðið mikla í sem
stytztu máli. Byggist á þeirri sálarfræði,
að kvenfólk vill sízt af öllu vera vara-
skeifa.
— Og þú segir, að þetta liafi alltaf baft
sín ábrif? spurði Kalli.
— Hundrað prósent! Það hefur ekki
komið fyrir enn, að þær bafi ásótt mig
aftur og flestar hafa beinlínis látizt ekki
sjá mig.
Pési sneri sér aftur að bréfinu á borðinu
og penninn tók aftur sprett yfir pappírs-
örkina. — Kg er ekki viss tim, að þú ættir
að lesa það sem nú kemur, sagði hann við
berbergisfélaga sinn. — Það getur verið
fujl-krassandi fyrir ntann á þínum aldri.
Síðan lattk liann bréfinu með nokkrum
ástarorðum, og loks skrifaði hann utan á
uiiislagið til Lúllu.
— Jæja, þá er því lokið, sagði hann. —
Ég ætla að setja það í póst á leiðinni í
samkvæmið hjá bontim Tomma.
Kalli, sein hafði fleygt sér niður í bæg-
indastól, leit nú bvasst á Pésa. — Ætlarðu
að segja mér, að þú ætlir í þann dýragarð
..... . ?
— Ég lield nú það, svaraði Pési.
— En það get ég bara ekki skilið, sagði
Kalli og hleypti brúnum. — Þú hefur sjálf-
ur alltaf sagt,. að þessi samkvæmi hjá
Tomma væru hreinasta martröð, þar sem
alltaf væri fullt af þessum væntanlegu
sjónvarpsstjörnum, sem væru að banga ut-
an í þér.
Pési borfði upp í loftið með fjarrænu
augnaráði. — Þetta er ekki nema satt og
hefttr ekkert breytzt síðan. En ég ætla
þangað nú samt sem áður í kvöld. Bogga
ætlar að koma þangað, skilurðu.
: — Bogga? Hvaða Bogga?
— Þú befur ekki séð bana ennþá, svar-
aði Pési og varð hátíðlegur á svip.
— Hvað lieitir hún meira en Bogga?
— Það þarf ég nú meðal annars að fá
að vita í kvöld, sagði Pési. — En líklega
þekkirðu ltana alls ekki. Hún er nefnilega
ejcki í leikfaginu. Og það út af fyrir sig
riægir mér alveg.
— Sjáum til.
; -—- Ég sá liana fyrst bjá honum Valla í
ejnu samkvæminu þar, sagði Pési með
dreymandi augnaráði. — Lúlla var þar
einmitt líka, svo að það voru bæg lieima-
tökin að bera þær saman. Ég segi nú ekki
beinlínis, að Bogga bafi verið fallegri en
Lúlla, en hún var svo viðkunnanlega ólík
henni. Hún vissi ekkert hver ég var og
kærði sig ekki urn að vita. Og þar sem hún
var ekki með neinar leikaragrillur var hún
ekkert að banga utan í mér. Hún var alveg
eins og hressandi vorblær, samanborið við
binar.
— Ég held þú sért bara alvarlega snort-
inn, sagði Kalli.
— Já, það þýðir víst ekki að neita því,
játaði Pési. -— Alvarlega snortinn. Ég ltef
nú verið að dingla við ltinar og þessar,
eins og þú veizt, og alltaf orðið að lokum
að nota herbragðið mikla við þær. En í
þetta sinn er það alvara.
— Og svarar bún nokkuð í sama? spurði
Kalli.
— Ég læt tnér detta í liug, að svo sé.
í’ési kinkaði kolli drýgindalega. — En
þama verð ég annars að beita mér fyrir
alvönt. Htín er nefnilega ekki ein þeirra,
sem eltir karlmenn á röndum, lieldur læt-
ttr hún karltnennina bafa fyrir því að elta
sig.
— Jæja, ég óska þér góðrar ferðar, sagði
Kalli.
— Þakka þér fyrir, svaraði Pési.
Stundarkorni síðar var liann að þurrka
sér í baðberberginu og það var víst engin
tilviljun, að bann söng „Ljúfa Bogga,
láttu mig vissu fá“ af alveg sérstakri og
óvenjidegri tilfinningu og innlifun.
Kalli vissi það ofurvel, að sambýlismað-
ttr bans var áhrifagjam og ekki sem allra
stöðugastur í rásinni. Hann ltafði oftar en
einu sinni séð Pésa í skapi, sem tæplega
ltefði orðið kennt við sólskin, einkum ef
sjónvarpsæfing bafði farið út um þúfur.
En ekki var það þó mikið á móti skapintt,
sem ltann var í, svo sem mánuði eftir að
bann hafði sent Lúllu bréfið góða og farið
í samkvæmið bjá Tomma, til þess að bitta
Boggu þar.
Eitt kvöldið þegar Kalli kom heim, fann
bann sambýlismanninn í hnipri í hæginda-
stólnum, liorfandi sorgaraugum á viskísjúss
á borðinu. Og svo svaraði hann naumast
þegar á hann var yrt.
— Hæ, Pési! Hvern lieldurðu, að ég
ltafi liitt við iitvarpsupptöku í dag?
— Hver var það?
— Engin önnur en bún Lúlla Marteins,
vinkona þín. Og ég fór eitthvað að skrafa
við bana og hún nefndi þig ekki einusinni
á nafn, auk beldur meira. Og engin furða.
En vissirðtt, að bún heitir alls ekki Mar-
teins að eftimafni?
— So-o? spurði Pési áhugalaust.
— Nei, það var ættamafnið hennar
mömmu hennar. Henni þótti það léttara
í vöfum lteldur en rétta nafnið, sem er
H íerónýmussen.
Pési lirökk svo við, að við sjálft lá, að
liann velti sjússinum. Hann rétti sig upp
í stólnum með rykk. — Já, en það er ætt-
arnafnið hennar Boggú!
— Guð minn góður, er það hugsanlegt?
sagði Kalli. — Gæti það verið, að hún og
Lúlla væru systur?
Hann stóð og glápti á Pésa. En Pési leit
ekki á hann, heldur horfði hann á bréfið,
sem bann ltafði haldið á í hendinni, en nú
lá á gólfinu.
Bréfið var frá Boggu, og endaði auðvitað
á: „Þín elskandi Bogga“.
Gallinn var aðeins sá, að upphafið á því
var svohljóðandi: „Elsku hjartans Frissi
minn“.
—o—
Þegar maður fæðist, spyrja allir: Hvern-
ig líður móðirinni? Þegar hann giftir sig
segja allir: Mikið er brúðurin falleg. Og
þegar liann deyr, er spurt: Hvað var bann
liátt líftryggður?
Svo að Sjana er að skilja við manninn.
Ég liafði alltaf baldið, að hann væri svodd-
an fyrinnyndarmaður. öll árin sem þau
hafa verið gift, befur hann fengið henni
kaupið sitt þann fyrsta bvers mánaðar.
Já, en bún er nýbúin að komast að því,
að ltann fær útborgað þann fimmtánda.
—o—
Hann: Maðurinn þinn lítur svo gáfulega
út. Hann veit náttúrlega allt.
Hún: Hvaða vitleysa! Hann gmnar ein-
mitt ekki nokktim skapaðan hlut.
Ógifta systirin: Stendur nú maðurinn
þinn við allt, sem Iiann sagði þér þegar
bann var að riá í þig?
Sú gifta: Já, lieldur betur. Hann var
alltaf að segja, að bann væri ekki nógu
góður handa mér og síðan hefur hann ekki
gert annað en sanna það.
—o—
Ritstjóri sveitablaðs var í efnisþröng
eina vikuna og tók það ráð að fylla dálk
sinn með boðorðunum tíu. Eftir skamman
tíma fékk hann uppsagnarbréf frá áskrif-
anda einum, sem fann blaðinu það til for-
áttu, að það væri farið að vera óþarflega
persónulegt.
Ritstjóri: Páll Skúlason — Teiknari: Halldór
Pétursson — Ititstjórn og afgreiðsla: Smára-
götu 14, Reykjavík — Sími 12702 — Árgangur-
inn er 12 blöð; um 220 bls. efni — Áskriftar-
verð kr. 100.00 — erlendis kr. 110.00; greiðist
fyrirfram — Áritun: SPEGILLINN, Pósfhólf
594, Reykjavík.
Blaðið er prentað I lsafoMarprentsmiðju k.f.