Spegillinn - 01.07.1958, Blaðsíða 12
156
3PEBILLINN
— Ert þú ekki alveg með því,
að lánin til Gnoðarvogshúsanna
verði aukin að verulegum mun?
— Ég veit ekki, svaraði ég. Und-
anfarið hef ég verið að leggja mig
eftir stjörnuspeki og tilheyrandi
spádómum og þar er alstaðar verið
að tala um einhver hús, en ekki
man ég eftir, að Gnoðarvogshús
væru þar á meðal.
— Ég skal nefnilega segja þér,
sagði rakarinn minn og herti yfir-
breiðsluna að hálsinum á mér, svo
að ég blánaði allur x framan, eins
og abstraktmálverk, — að hann
Ingi R. var hérna rétt áðan, og
sagðist hafa borið fram tillögu um
þetta í bæjarstjórninni.
— Þeir væru orðnir vesælir,
kommarnir, ef þeir hættu að bera
upp slíkar tillögur, sagði ég og
vildi eyða þessu tali. — En úr því
að þú ert að minnast á lán, þá er
ég kominn að þeirri niðurstöðu,
að við íslendingar séum mestu
lánsmenn í heimi, hvort sem mið-
að er við fólksfjölda eða fjármála-
ráðherra.
— Satt segir þú, og ég er alveg
á sama máli síðan ég heyrði það
utan að mér um daginn, að þeir
væru farnir að kalsa lán við Norð-
menn. En þá finnst mér það líka
móðgun við Færeyinga að láta þá
óslegna eina frænda vorra.
— O, vertu aldeilis rólegur, þeir
koma næst, enda engin ástæða til
að setja þá hjá, þó að þeir séu
færri og smærri en við.
— Það er annars undarlegt með
þessi fjármálavísindi, sagði rakar-
inn minn og kafrak klippurnar í
höfuðleðrið á mér. — Það er alltaf
verið að tala um, að við séum svo
fátækir, að við getum varla leyst
út familíusjúrnalinn, en svo sam-
tímis flýtur allt í seðlum og þeim
meira að segja fallegum og nýjum.
— Jæja, stundum sér maður þá
nú skítuga, stundi ég.
— Ekki voru þeir það í norður-
ferðinni hjá mér um daginn.
— Ert þú nú farinn að fara norð-
ur ?
— Hefurðu ekki frétt það? Ónei,
ég gleymdist víst í Mánudagsblað-
inu þegar það var með ferðasöguna
seðlabankastjórans um daginn. Ég
er víst eitthvað ómerkilegri en
þjónarnir á Hótel Borg, sem upp-
örtuðu fyrst gestina þar, en voru
svo allt í einu komnir upp í Bifröst,
þegar leiðangurinn kom þangað.
— En hvað varst þú að gera þang-
að með þeim?
— O, þeim vex nú hár, þrátt
fyrir fjármálaáhyggjurnar, og einn
þeirra hafði sagt við hann Villa
minn, að það hefði alltaf verið
sinn draumur að láta raka sig
norður á heimskautsbaug, og Villi
þá ekki lengi að bæta úr því og
heldur ekki að velja manninn til
fararinnar, enda hafði ég einhvern-
tíma trúað honum fyrir því, að
ég hefði engin efni á miðnætur-
sólarflugi. Og minn maður hefur
nú svo mikinn praktiskan sans, að
hann gat látið tvo drauma rætast
samtímis. Svo að ég var valinn til
fararinnar og lifði þar í dýrðleg-
um fagnaði, og eins og ég sagði í
upphafi þessa máls, þá var ekki
borgað með öðru en nýjum seðl-
um.
— Ég hef nú látið mér fortelja,
Kippir hann í
skottið á brezka